Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 14
12« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SÓLORKAN ER NÚ VÍÐA BEIZLUÐ FYRIR þremur árum var stærsta sólorkustöð heimsins suður í Pyreneafjöllum, og er nokkuð sagt frá henni í Lesbók 29. apríl 1956. Það voru franskir vísinda- menn, sem komu upp þessari stöð, til þess að bræða þar Zirkonium- málm, sem þolir allt að 3000 stiga hita, og fæst hreinni með þessu móti, heldur en úr venjulegum bræðsluofnum. Orkustöðinni var komið fyrir í gömlu vígi, sem heit- ir Mont-Louis. Forstöðumaður hennar er prófessor Felix Trome (eða Trombe). Síðan þetta var hafa menn víðs- vegar um heim unnið ósleitilega að því að beizla orku sólarinnar. Og fyrir skömmu komu 50 ,^sólorku- menn“ frá nokkrum þjóðum sam- an í Mont Louis til þess að bera saman bækur sínar. Komu þar fram ýmsar upplýsingar er sýna, að sólorkan er nú notuð á margan hátt og getur sums staðar komið í staðinn fyrir aðrar orkulindir. Hér skal nú sagt frá helztu nýung- unum á þessu sviði. í Frakklandi. Gestunum var nú fyrst sýnt orkuverið í Mont Louis og hvernig það bræðir zirkonium. Fram- leiðslan er um 130 pund á dag og er mjög eftirsótt, því að hún er notuð til einangrunar í bræðslu- ofna, þar sem gerðar eru tilraunir með aðra málma, en bráðna við minni hita. Er sagt, að rafmagns bræðsluofna, sem einangraðir eru með zirkonium frá Mont Louis, megi hita upp í 2300 stig. Þessi tilraun hefir því gefizt svo vel, að nú er byrjað að reisa aðra orkustöð skammt þaðan, hjá Odeillo. Verður hún svo miklu stærri og öflugri að henni er ætlað að bræða 5000 pund af zirkonium á hverjum degi. En sólorkuna nota Frakkar nú á ýmsan annan hátt. Bæði á Miðjarð- arhafsströnd Frakklands og í Norð- ur-Afríku hefir verið komið upp sólorkustöðvum, sem notaðar eru til þess að hita vatn handa íbúðar- húsum, gistihúsum, þvottahúsum og jafnvel verksmiðjum. Hafa þegar risið upp verksmiðjur í Frakklandi, sem smíða slíkar orku- stöðvar. Hafa þær verið reyndar í Ástralíu, Vestur-Indíum og víðar. Og nú á að færa út kvíarnar. Er í ráði að koma upp í Koubra í Algier sólorkustöð sem hitar vatn handa 205 íbúðum. Þá hafa Frakkar og á prjónunum að koma upp sólorkustöð í Norður- Afríku til þess að eima vatn úr sjó, bæði til drykkjar og annara þarfa. Mun þetta verða þarfa fyr- irtæki vegna bíla þeirra, er ferð- ast um Sahara. Vatnið sem þar fæst, er svo mjög blandað málm- söltum, að það er ekki hæft sem kælivatn á hreyflana, og þess vegna verða bílar nú að kaupa eimað vatn dýrum dómum. í Rússlandi. Helzti vísindamaður Rússa, sem á fundinn kom, var Valentin Baum prófessor og starfsmaður við vís- indastofnun ríkisins. Hann sagði frá ýmsu, sem Rússar hefði gert á þessu sviði. Þeir hefði t. d. komið upp sólorkustöð til þess að fram- leiða ís; gæti hún framleitt ísinn með sambærilegum kostnaði við aðrar aðferðir. Þá gat hann þess, að smíðaðar hefði verið 600 sólar- eldavélar, og framleiddi hver þeirra álíka hita og 600 watta raf- suðuplata. Sams konar vélar hefði og verið smíðaðar handa vísinda- mönnum, sem eru á ferðalögum, þar sem illt er um eldsneyti. Þá væri og í ráði að koma upp sól- orkustöð, þar sem hitaorkunni væri breytt í rafmagn sem næmi um 1200 kw. Hann gat þess að Rússar hefði sérstakan áhuga fyrir því að koma upp sólorkustöðvum fyrir bændur, sem þurfa að dæla vatni upp í áveituskurði. Nefndi hann þar til dæmis dal nokkurn í Armeníu. Þriðjungurinn af dalnum væri mýrafen, annar þriðjungur skræln- að land, en þriðjungur væri rækt- aður. Nú vildu þeir koma upp sól- orkustöð þarna til þess að þurka upp fenin og láta bændur fá nóg áveituvatn. Þá minntist hann á að í ráði væri að koma upp heljar mikilli sólorkustöð í eyðimörk í Tashkent og nota hana til þess að breyta vatni í gufu, en gufunni svo aft- ur í rafmagn. í Gyðingalandi. Fyrsta iðjuver heimsins, sem styðst eingöngu við sólorku, er nú verið að reisa í Beersheba í ísrael. Þetta er aðeins einn liður í þeim framkvæmdum, sem ísra- elsmenn hafa nú á prjónunum um notkun sólorku í stórum stíl. Um þetta sagði dr. Harry Tabor, forstöðumaður þessara fram- kvæmda: „Það er fernt, sem vér viljum fá skorið úr með þessari tilraun: 1. Er hægt að nota sólorku til þess að kæla hús?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.