Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 Nauðlending. I maímánuði 1952 voru þrír rann- sóknarmenn sendir frá Lundúnum suður til frÖnsku Vestur-Afríku til þess að athuga hvernig á því stæði, að brezk BOAC-flugvél hafði nauð- lent þar, 2400 km. utan við rétta flugleið. Flugvélin, sem þeir fóru með, lenti hjá vin 10 km. frá óhappa- staðnum. Þangað var þá áhöfn flugvélarinnar komin og einnig farþegar, þar á meðal kona með ungbarn. Undir eins og fréttist um nauðlendinguna, höfðu Frakkar sent þangað flugvél með lækni, er látinn var svífa til jarðar í fall- hlíf. Læknirinn hafði svo drifið allt fólkið á stað. Flugstjórinn einn þoldi ekki erfiðið og hitann í eyði- mörkinni, hann dó á leið til vinjar- innar. En hinir voru þar allir heil- ir á húfi. Nú var farið þangað sem flug- vélin stóð. Þá komust rannsókna- mennirnir að því, að Gyrosyn-átta- viti flugvélarinnar var öðru vísi merktur, en vant var um slíka átta- vita. Þar var tíu sinnum lengra á milli mælistryka, og þegar áttavit- inn sýndi 60 gráður, heldu þeir að hann sýndi aðeins 6 gráður. Að vísu höfðu þeir haft annan áttavita, en þeir heldu að hann væri vitlaus, svo mikla tröllatrú'höfðu þeir á hinum nýa áttavita. Eftir þetta eru allir Gyrosyn- áttavitar merktir eins. Flugslysin á Miðjarðarhafi. Hinn 10. janúar 1954 lagði brezk Comet-þota á stað frá Ciampino- flugvellinum í Róm og var ferðinni heitið til Englands. Hún komst skjótt í 35—40.000 feta hæð, eins og henni var ætlað, en þegar hún var komin að eynni Elbu, brotnaði hún sundur og glóandi brotin úr henni fellu beint niður í hafið. Þar fórst hvert mannsbarn, sem í þot- unni var. Nú var þegar hafizt handa um að slæða upp brotin úr henni, og í ágústmánuði hafði tekizt að slæða upp 70% af belgnum og 80% af vélunum. Það sýndist harla ólíklegt að flugvélin hefði liðazt sundur, því að Havilland verksmiðjurnar höfðu gert hana sterkari og traustari en þörf var talin á. Og slysið var mönnum ráðgáta. Mánuði seinna hrapaði önnur Cometþota niður í Miðjarðarhafið. Það þótti ekki einleikið. Var þá bannað um hríð að hafa þessar þotur í ferðum. En vegna þess að ekki var hægt að ná í brotin úr þessari flugvél og rannsaka þau, var reynt að komast að því hve mikið þessar þotur mundu þola. Var þá gert líkan af þotunni og þess gætt að hafa öll styrkleika hlutföll nákvæmlega rétt. Þessi þota var síðan reynd á tilrauna- stöð „The Royal Aircraft Establish- men" í Farnborough, og þess gætt að láta hana verða fyrir álíka hnjaski og flugvélar sem ferðast um háloftin með slíkum hraða er Comet-þoturnar hafa. Með stuttu millibili var svo líkanið athugað gaumgæfilega. Eftir 1830 slíkar til- raunir bilaði belgur hennar. Það kom fyrst ofurlítil sprunga í hann rétt hjá radarstöðinni en varð skjótt að gapandi rifu. Þeir, sem skoðuðu flugvélarbrot- in, sem slædd voru upp hjá Elbu, minntust þess þá að þeir höfðu séð sár eftir samskonar rifu á belg- brotum hennar. Úrskurður rann- sóknarmanna varð því sá að belgir beggja Cometþotanna hefði rifnað, vegna þess að málmurinn hafði lúðst og misst styrkleika sinn vegna hitans af núningsmótstöðu loftsins. Slysin eru dýr, en af þeim má læra hvernig hægt er að gera flug- tækin öruggari. Hvert slys kennir mönnum eitthvað nýtt. Cometþot- urnar hafa síðan verið úr hald- betra málmi, og ekkert slys hefir komið fyrir þær. En nú skeður það öðru sinni, að hreyfill rífur sig lausan í Boeing-flugvél. Það virð- ist benda til þess, að menn hafi ekki uppgötvað hvernig á því stóð, að hreyfillinn reif sig lausan úr flugvélinni, sem fórst í frumskóg- um Suður-Ameríku. tfeilakirtillinn (pineal gland) hefir löngum ver- ið vísindamönnum ráðgáta, því að menn hafa ekki enn skilið hlutverk hans. Einu sinni var talið, að hann mundi vera leifar af þriðja auga, sem maðurinn hefði haft. Aftur á móti hélt franski heimspekingur- inn Descartes því blákalt fram, að þessi kirtill væri bústaður sálar- innar. Aðrir sögðu að hann væri miðstöð allrar hugsunar. Nú hefir vísindamönnum við læknadeild háskólans í Yale tekist að einangra hormón úr kirtlinum. Til þess þurftu þeir hvorki meira né minna en heila úr 250.000 naut- gripum, og fengu þó ekki nema 1,5 milligram af þessu efni, sem þeir hafa nefnt „melatonin". Jafnframt fóru fram rannsóknir á því, hvort þetta efni mundi finnast í öðrum kirtlum, en svo var eigi. Það fannst aðeins í þessum kirtli. Ekki vita menn enn hvert er hlutverk þessa efnis í líkamanum, en rannsóknir, sem gerðar hafa verið með það á froskum, leiddu til þess að húðin breyttist og varð ljósari. Nú er ver- ið að rannsaka hvort nokkurt sam- band sé milli þessa hormóns og þeirrar tegundar húðkrabba, sem nefnist „melanoma".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.