Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 2
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Strandmannaskýli á Meðallandsfjöru. Svona hús hefði þurft að vera á Slýja- fjöru i marz 1935. Bolungavík. Voru þeir allir ríðandi. Um bíla var ekki að tala. Þau farartæki voru þá ekki komin í Meðalland. Nú er þar bíll svo að segja á hverjum bæ. „Mér gekk illa að komast í nokk- urt samband við strandmennina vegna málsins", segir Eyólfur. „Þó gat mér helzt skilizt, að á skipinu mundu hafa verið um 20 manns og væru þeir nú sennilega allir dánir nema þeir, sem þarna voru. Reyndu þeir að gera þetta skiljan- legt með ýmsum táknum. En svo þróttlitlir voru þeir í rómnum, að hinn franski hreimur og áherzlur voru lítt greinanleg. Gat ég í fyrstu alls ekki verið viss um hvaðan mennirnir væru. Allt fannst mér útlitið næsta ískyggilegt, en nú var ekki um annað að gera en halda til sjávar til að vita hvers maður yrði þar vísari". — Hröðuðu þeir félagar nú för sinni út í þokuna og regnið — og óvissuna — héldu fjörugötuna frá Fljótum. Er fram að sjó kom, urðu þeir fljótt varir við strandið. Var skipið alllangt úti, og var nokkuð farið að reka úr því. En athygli þeirra félaganna beindist nú að öðru heldur en skipinu. Þarna blasti við heim sú sjón, sem Eyjólf- ur segist aldrei gleyma. —------- Hann heldur áfram frásögninni: „Undir melkolli einum á malar- kambinum sáum við 19 menn. Þeir voru allir verjulausir, sumir á nærfötum einum, margir berfættir og berhófðaðir, og þeir skulfu svo, að hefði ég ekki verið sjálfur sjón- arvottur, 'hefði ég álitið slíkan skjálfta ómögulegan. En þetta var í raun og veru eðlilegt, þegar litið var á allar aðstæður. Strax og skipið kenndi grunns um nóttina höfðu þeir rokið upp úr rúmum sínum og yfirgáfu skipið án þess að fara í nokkra spjör. Síðan hlutu þeir mikla hrakninga á leiðinni í land og svo urðu þeir að láta fyrir- berast í skjóllausri fjörunni frá því um nóttina og fram að nóni. Þarna undir melkollinum voru þeir í ýmsum stellingum, t. d. lá einn á grúfu og virtist reyna að stinga höfðinu ofan í sandinn. — Nú var ekki margra kosta völ. Ekkert skýli var þarna í fjörunni, og til næsta bæjar — að Fljótum — var IV2—2 klst. lestagangur. Við fórum úr olíufötum og utanyfirföt- um og færðum í þau þá sem verst voru haldnir. Strandmennirnir kepptu ákaflega um föt okkar. Hver virtist hugsa eingöngu um sig, jafnvel þeir, sem alklæddir voru. Reyndum við nú að fá menn- ina á stað með okkur, treystum því að mæta mönnum með hesta á leiðinni, sem mundu halda til sjávar er skipreiki var kunnur. Áður en haldið var úr fjörunni gekk ég fram í flæðarmálið. Eg fann þar tvö lík. Ég dró þau undan sjó og reyndi að hylja höfuð þeirra. Sæmilega gekk að fá strand- mennina af stað og virtust þeir heldur hressast við hreyfinguna. En tiltölulega fljótt gáfust þeir fyrstu upp. Við létum þá á hesta okkar og bundum reiðskinnin yfir herðar þeirra. Er við vorum komnir nokkuð áleiðis mættum við nokkrum mönnum ríðandi. Komu hestar þeirra í góðar þarfir handa þeim strandmönnum, sem voru að gefast upp. Tvo af byggðamönn- um sendi ég fram á fjöru. Skyldu þeir hirða um líkin og gæta að fleirum og annast almenna varð- gæzlu. Ferðalagið gekk hægt. Sóttu strandmenn mjög að hestunum og vildu setjast á bak fyrir aftan þá, sem þegar höfðu fengið reiðskjóta. En allir komust að Fljótum um kvöldið. Voru þar nú orðnir 24 frakkneskir gestir auk fylgdarliðs. Þröngt var í bænum, en hjartarúm mikið. Virtust þeir frönsku kunna að meta það vel. Var ómögulegt að hreyfa þá þaðan og voru þeir þar því allir um nóttina. Eftir að þeir Togari strandaður í Meðallandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.