Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 8
120 LESBÖK MORGITNBLAÐSINS tfNNUR GREIN Svipurinn á Reykjavík UMHVERFI Reykjavíkur var þá að mestu leyti eins og það hafði verið öldum saman, melarnir að vestan og stórgrýtt holt að austan. Að •unnan var tjörnin og var alltaf flóð og fjara í henni, En að norð- an var fjaran og mátti ganga eftir henni þegar lágsjávað var, alla leið frá lækjarósnum og út í Örfirisey. Fjaran var merkilegur staður um margt og þar var löngum mest at- hafnalíf bæarins. Af sjávarkambin- um framan við Hafnarstræti lágu margar bryggjur fram á hana og var þeirra merkust og mest Bæar- bryggjan eða Steinbryggjan, sem bærinn hafði látið gera 1884. Hún var þá eitthvert mesta mannvirki bæarins. Við þessar bryggjur lentu allir bátar, sem f luttu varning milli skipa og lands. Bryggjurnar voru allar brattar og mjóar, svo að óvíða varð komið við hestvagni, nema á Steinbryggjunni. Menn báru því mikið á bakinu. Öll kol voru t. d. borin á bakinu neðan af bryggju- sporði og upp í kolaport, og höfðu konur aðallega þá vinnu, þótt ill væri. En þetta var venja þá. Við bryggjurnar lentu fiskibát- arnir, en uppsátur þeirra voru þó í fjörunsandinum, eins og verið hafði um ómunatíð. í fjörunni lágu líka oft seglskip, sem verið var að gera við, hreinsa og mála. Verkamenn „á eyrinni" sóttu að- alatvinnu sína á bryggjurnar í f jör- unni. En í fjöruna sótti líka æsku- lýður borgarinnar skemmtanir sín- ar. Þar var margt að finna, en kær- fyrir fimmtíu árum Skútur í fjörunni hjá Kríusteini. örfiriseyargrandi í baksýn. — komnastir voru þarabyngirnir, sem oft hlóðust þar upp. Var þá enn farið í „þönglabardaga" og skift liði. Man eg ekki betur en Vestur- bæingar væri þá á móti öllum öðr- um. Valdir voru stærstu og hörð- ustu þönglarnir og síðan gengið í höggorrustu, og þurfti þá ekki griða að biðja. Var barist þar til annar hvor hópurinn lagði á flótta. Fjaran var þó hreint ekki vist- ieg. í hana var fleygt alls konar óþverra, sem fyrr er sagt, og sjó- menn höfðu enn þann sið að fleygja í hana slógi og litlum þorskhaus- um og var þetta að velkjast innan um þarann og grotnaði þar niður. Lagði því illan daun frá henni inn yfir bæinn. Víða voru iðandi maðka -veitur, en í þær sóttu Frakkar og tíndu sér maðk til átu, en strák- unum velgdi við er þeir sáu þær aðfarir. Stundum kom brim, sem ekki bar þara á land, en skolaði og hreins- aði f jöruna. Var þá gaman að ganga frá Steinbryggjunni vestur fjöruna fyrir framan Grófina, skríða undir bryggjur, fara vestur með Hlíðar- húsaklettum fram hjá Kríusteini, framan við Slippinn og síðan fram grandann út í Örfirisey. En þá varð að sæta fjöru og gæta þess að vera ekki of lengi úti í eynni, því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.