Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ískætta á s'LgUn.ga[eihum. NÝLEGA komst allt í uppnám í Englandi vegna þess, að tilkynn- ingar komu um að stór borgarís- jaki hefði sézt vestur af írlandi. Fregnunum bar ekki saman, sumir töldu jakann vera 200 sjómílur undan landi, aðrir 700 sjómílur. En um stærð hans var það sagt, að hann mundi vera um 5 fersjó- mílur að ummáli. Seinna komu fregnir um að jakinn væri allur Strand þessa franska skips, Lietenant Boyan er eins og dimm- ur skuggi í hinni litríku og marg- breytilegu sögu strandanna í Með- allandi seinustu áratugina. Við flest þeirra hefur allt gengið giftu- samlega. Frá 1920 hefur enginn maður farizt nema í þessu eina strandi. „Og svo er þessi strandsaga á enda", segir Eyólfur hreppstjóri að lokum. „En meðan eg lifi mun eg minnast þess, þegar við fundum strandmennina við melkollinn á Slýjafjöru, og svo hins vegar kom- unnar að Fljótum morguninn eftir. Það voru skarpar andstæður." á kafi, og því ekki um borgarís að ræða. En hvað sem öllu þessu líður, þá sýnir þetta að menn eru enn hræddir við íshættu á siglingaleið- um, síðan „Titanic" fórst, og eru þó 45 ár síðan. Er hættan altaf jafn mikil, eða hafa sögusagnir og kvikmyndir gert of mikið úr henni? — • — Tvenns konar er sá ís, sem skip geta rekist á, borgarís og lagís. Borgarísinn er sjaldgæfari. Hann er kominn úr skriðjöklum, sem renna fram til hafs, t. d. í Græn- landsfjörðum, eða þá úr íshellunni miklu hjá Suðurskautslandinu. Á báðum stöðum brotnar framan af jökulbrúninni og lausu jakarnir berast á haf út. Mjög er það mismunandi hvað jakar þessir eru stórir. Flestir jak- ar, sem koma frá skriðjöklunum í Grænlandi, standa upp á endann i sjónum. Þungi þeirra er talsvert mismunandi, eftir því hve mikið er af lofti inni í ísnum, en yfirleitt er talið að ekki standi nema einn í SUMAR sem leið birtist i enska tímaritinu „The New Scientist" grein um þetta efni, eftir dr. Terence Armstrong, sem er einn af forstjórum „The Scott Polar Research Institute" í Cambridge. Tilefnið var það, að borgarísjaki hafði sézt skammt vestur af írlandi. Þessi grein hefir fengið nýa þýðingu vegna hins hörmulega slyss, er danska skipið „Hans Hedtoft" fórst við árekstur á ís nú nýlega. áttundi af hæð þeirra upp úr sjó, 7/8 hlutar sé í kafi. Og þó geta þessir jakar verið 300 fet upp úr sjó, eða meira. Meðallagi stór borg- arísjaki mun vega allt að 30 miljónir lesta. Jakarnir, sem brotna framan af íshellunni hjá Suðurskautslandinu, eru öðru vísi. Þeir eru oft stórir ummáls, enda er íshellan í Ross- flóa um 250.000 fersjómílur að stærð. Hún er öll á floti, svo ekki er að undra þótt stórar spildur losni úr henni. Þessir jakar eru jafnan flatir að ofan og því nefndir „borðís". Einhver stærsti slíkur jaki, sem sögur fara af, var um 140 km. á lengd og nær 40 á breidd. Þykkt þeirra er um 600 fet. Eðlis- þyngd þeirra er ekki jafn mikil og þeirra jaka, sem brotna framan af skriðjöklum, og það er vegna þess, að altaf hleðst snjór ofan á íshell- una. Það eru því ekki nema um 4/5 hlutar þeirra á kafi, en 1/5 stendur upp úr sjó. Þegar jakar þessir berast nú út í hlýan sjó, taka þeir að bráðna. Fer þá oft svo, að sjórinn bræðir meira að neðan en loftið að ofan. Við það raskast jafnvægi jakanna, svo að þeir hallast sitt á hvað, og stundum steypast þeir kollhnýs. Mismunandi leysing veldur því, að ýmsar brúnir koma fram á jökun- um eða horn, og geta þessi horn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.