Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 121 með flóðinu fór grandinn á kaf. í Örfirisey voru stórir bræðslupott- ar, því að þar hafði Geir Zoéga kaupmaður lifrarbræðslu. Þóttibæ- armönnum ekki alltaf góð angan utan úr eynni þegar norðlæg átt var, en Geir taldi það hótfyndni og kallaði þetta „peningalykt". Á vetrum var allt með öðrum hætti í fjörunni. Þá voru þar tíð- um hópar af útigangshross'um, sem leituðu sér ætis í þara og fiskúr- gangi. Ekki er víst að allir þessir hestar hafi verið úr Reykjavík, þeir gátu líka verið komnir lengra að, því að þá höfðu margir stóð í nærsveitunum og varð það að bjarga sér sjálft. En dapurlegt var oft að horfa á þessa vesalinga í fjörunni. Stundum tók þar fyrir alla beit, þegar hörkur voru, því að þá myndaðist sullgarður, eða móður, eftir endilangri fjörunni. Klaki hlóðst á bryggjurnar og bryggjustaurana og var þá oft draugalegt í fjörunni á vetrar- kvöldum.. — o—¦ Þá voru 4 lögregluþjónar í bæn- um. Þeim hafði verið fjölgað um helming árið 1906, því að fram að þeim tíma höfðu þeir aðeins verið tveir. Þá var ekki til sérstök lög- reglustöð, heldur voru öll lógreglu- mál afgreidd í skrifstofu bæarfó- geta. Það er alveg óvíst að þessir fjórir lögregluþjónar hafi haft meira að starfa en þeir rúmlega hundrað sem nú eru. En aðalvið- fangsefni lógreglunnar þá, eins og nú, var að fást við ölvaða menn og upplýsa afbrot, sem framin voru undir áhrifum áfengis. En sá var munurinn þá, að „allir þekktu alla", og létti það að sjálfsögðu störf lögreglunnar. íbúum Reykja- víkur hefir f jölgað nær tífalt síðan. Þrír söfnuðir voru þá í bænum, Lækurinn rann þá milli hlaðinna bakka þvert i gegn um bæinn. Nú er hér Lækjargata, eina breiðgata miðbæarins. dómkirkjusöfnuður, fríkirkjusöfn- uður og kaþólski söfnuðurinn, sem var mjög fámennur. Séra Jóhann Þorkelsson var prestur dómkirkju- safnaðarins, en vegna mikilla anna hafði honum verið leyft 1903 að taka sér aðstoðarprest. Það var séra Bjarni Hjaltested. En svo var það lögfest að hér skyldi vera tveir prestar við dómkirkjuna og var þá Haraldur Níelsson kosinn og tók við þvj starfi 1909. Fram yfir aldamót hafði dóm- kirkjan aðeins haft kertaljós, en þá voru sett í hana steinolíuljós, stór- ir ljóshjálmar og vegglampar. Þótti þetta mikil framför og setja hátíð- arsvip á kirkjuna. Guðsþjónustur voru vel sóttar og á stórhátíðum komust færri að en vildu. Sama var að segja um fríkirkjuna, sem reist var 1903. Bar einkum tvennt til um góða kirkjusókn þar, að söfnuður- inn var ungur og áhugasamur, og hafði nafntogaðan kennimann, séra Ólaf Ólafsson frá Arnarbæli. — Kirkja kaþólska safnaðarins (sem nú er íþróttahús Í.R.) stóð við Tún- götu skammt fyrir neðan Landakot. Hún var vel sótt á stórhátíðum, einkum um bænadaga og páska, því að þá fannst mönnum þar meirj viðhöfn en í hinum kirkjunum. — Hjálpræðisherinn hafði trúboð sitt á götum úti og í gamla „kastalan- um". Þangað sótti ærslalýður til þess eins að gera óspektir og sam- komuspjöll. Merkilegur atburður gerðist í kirkjulífinu hér 4. okt. 1908, því að þá vígði Hallgrímur biskup Sveins- son eftirmann sinn á biskups- stóli, Þórhall Bjarnarson. Hafði þá ekki farið fram biskupsvígsla hér á landi síðan 1797, að Sigurður Stef- ánsson Hólabiskup vígði Geir biskup Vídalín. — o — Um þessar mundir var æskulýðs- hreyfing að myndast og mótast hér í bænum. KFUM og KFUK hafði séra Friðrik Friðriksson stofnað rétt fyrir aldamótin. Sá félagsskap- ur var svo stórhuga að hann keypti sér hús 1901 Var það svonefnt Mel-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.