Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 2. Getur sólorka framleitt svo mikinn gufukraft að nægi handa verksmiðju? 3. Er hægt að koma upp smáum sólorkustöðvum, sem sé hagnýtar fyrir bændur? 4. Hvernig er bezt að hagnýta sólorkuna til framleiðslu raf- magns? Þetta eru allt aðkallandi vanda- mál og þess vegna hafa vísinda- menn í ísrael lagt sig í líma við að leysa þau. En geta má þess, að um tvær aðferðir er að ræða. Ef menn vilja ná mikilli orku, þá verður að nota holspegla, ef um minni orku er að ræða — svo sem til þess að kæla hús — þá má safna henni á húsþökum. Þetta hefir verið gert í-Beersheba, en þar á að framleiða tilbúinn áburð og skordýraeitur. Að vísu hafa þeir þar einnig holspegil. Á smástöðvum, eins og fyrir bændur, eru þeír helztír annmark- ar hve hitatap verður mikið þegar vatni er breytt í gufu og gufan svo notuð til rafmagnsframleiðslu. — Menn hafa enn ekki fundið ráð til þess að breyta sólarhitanum beint í rafmagn. í Bandaríkjunum. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna á þessum fundi var dr. Frank Edlin, vélfræðingur hjá Du Pont verk- smiðjunum. Hann gat þess að miklar framfarir væri nú þar í hagnýtingu sólorkunnar. Hann gat þess, að 5000 vatnshitunarkerfi hefði þegar verið seld í Suðurríkj- unum. Hitt væri þó jafnvel þýð- ingarmeira, að mönnum hefði tek- izt að nota sólorkuna beint til þess að hlaða rafhlöður. Sólarljós- inu er beint á silikon-krystal, og við það breytast 8—14% af sól- orkunni í rafmagn. Þessar rafhlöð- ur eru síðan notaðar í viðtæki, ljós- merki, ljósdufl o. s. frv., og eru þær framleiddar þúsundum sam- an á hverjum mánuði. Þessar raf- hlöður endast miklu lengur en aðrar, jafnvel tugi ára, en þær eru líka miklu dýrari en aðrar rafhlöður. Þá eru og sólorkustöðvar fyrir heimili, sem gera hvort tveggja í senn að kæla loftið inni ef það er of heitt, eða þá hita upp húsin þeg- ar kalt er. Slík hús eru nú kölluð sólarhús. Húsin snúa austur og vestur og er hitanum safnað á suð- urhlið þaksins. Yzt er tvöfalt gler- þak, sem hleypir hitageislum sól- arinnar í gegn, en undir því er svartmálað aluminiumþak, sem safnar í sig hitageislunum og undir því eru vatnspípur með stuttu millibili. Vatnið í þeim sjóðhitnar og er svo leitt í kerfi niðri í kjallara. Einn af fulltrúum Bandaríkj- anna skýrði frá því, að hann hefði einu sinni komið til Indlands og þar hefði hann séð naut notuð til þess að dæla vatni upp í áveitu- skurði. „En svo átu nautin aftur mestan hlut af uppskerunni", sagði hann og þótti það bágt búskapar- lag. Síðan hefir hann fengizt við að finna hina heppilegustu leið til þess að breyta sólorku í rafmagn, því að sú uppgötvun gæti orðið ómetanleg fyrir búskap í heitu löndunum. Hann er efnafræðing- ur og heldur að sér muni takast að finna nýa leið í þessu máli, sem eðlisfræðingunum hefir yfirsézt. Ensk kona, sem dvalizt hefir í Fær- eyum, segir að Færeyingar hafi lært ensku af hermönnunum, sem þar voru á stríðsárunum. En ýmis orðatiltæki, sem þeir hafi lært af hermönnunum, sé ekki alltaf sem heppilegust. Einu sinni kvaö'st hún hafa komið inn í vefnaðar- vörubúð. Kaupmaður afgreiddi hana sjálfur og var sýnilega mjög hreykinn af enskukunnáttu sinni. Þegar hún fór, opnaði hann dyrnar fyrir hana og sagði: „Goodbye, old Cock!" (Úr Daily Telegraph). Mý setningarvél ÚTGEFENDUR „The Wall Street Journal" hafa látið gera nýa setn- ingarvél, sem aðallega er ætluð blöðum, og hefir Radio Corpora- tion of America þegar hafið fram- leiðslu á henni. Setningarvél þessi hefir fengið nafnið „Electro-Typesetter" og er þrisvar sinnum hraðvirkari heldur en setningarvélar þær, sem nú eru notaðar. Handritin, sem vélin setur eftir, er mjótt band, sem stungið er inn í hana. Inni í vélinni er raf- eindaheili, sem les jafnharðan letr- ið á bandinu, og um leið setur vél- in með sama hraða og hún les. MIÐJARÐARLÍNAN í stjarnfræðitímaritinu enska, „The Observatory", hefir dr. S. K. Runcorn við Cambridge-háskóla nýlega birt grein, þar sem hann reynir að sanna að Evrópa hafi um eitt skeið verið nærri miðjarðar- línunni. Norðurpóllinn hafi síðar færzt um 20 breiddargráður nær henni. Hann dregur ályktanir sín- ar af því, að í grennd við miðjarð- arlínuna sé jafnan staðvindar og þar myndist roksandslög. En at mörgum slikum gömlum roksands- lögum í Evrópu og Bandaríkjun- um megi ráða, að þá hafi verið staðvindar þar. Þessi roksandslög sé svo mikil og dreifð yfir svo stór svæði, að hér geti ekki verið um staðbundið fyrirbrigði að ræða, heldur hafi veðrátta þá verið önn- ur á jörðinni. ^+<*v*—. Frami Fyrst vinnurðu samvizkusamlefea átta stundir á dag og hefir engar áhyggjur, en svo ertu gerður að for- stjóra, verður að vinna sextán stundir á dag og hafa allar'áhyggjurnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.