Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 Smásagan: Eg gerði heiminum skömm ÞAÐ var hérna um árið, þegar eg var blaðamaður hjá „Daily Mirror", að sveitastúlka nokkur eignaðist þríbura. Bláðið hafði sent kvenmann þangað til þess að hafa tal af henni, en móðirin vildi ekkert segja henni um það hver væri faðir barnanna. En þar sem blað- inu þótti mestu máli skipta að fá að vita það, var eg sendur á stað. Eg hitti ungu móðurina og spjallaði við hana. Eg sagði henni að það væri mjög ranglátt gagnvart föður barn- anna, að vilja ekki segja hver hann væri. Það væri eins og hún skamm- aðist sín fyrir hann. Á hinn bóginn kvaðst eg viss um að hún elskaði hann, og hann mundi verða sérstaklega stolt- ur af því að vera faðir barnanna. Hún mætti alls ekki gefa fólki ástæðu til þess að ætla, að faðirinn vildi hvorki líta við henni né börnunum. „Hann er ákaflega montinn af börn- unum, og hann elskar mig", sagði stúlkan. „En hann er giftur og þar að auki er hann amerískur hermaður". Nú varð eg spenntur. öll hin blöð- in höfðu getið um. þríburafæðinguna, en ekkert þeirra vissi hver faðirinn var. Eg bað hana blessaða að segja mér hvað hann héti og hvar eg gæti náð í hann, og lofaði að segja ekki frá því nema hann gæfi mér leyfi til þess. Og þá sagði hún mér það. Það voru 300 km. til herbúðanna, þar sem maðurinn var. Eg lagði því þegar á stað. Um kvöldið náði eg í hann og hann sagði að ég mætti segja alla söguna og gaf mér mynd af sér til þess að birta um leið. Og sagan, sem hann sagði mér, var alveg afbragð, eigi aðeins vffgna þess, að hún hafði mikið fréttagildi, heldur vegna hins hvernig hann sagði hana. Þetta var skemmtilegasta sagan, sem eg hafði heyrt. Hann kvaðst eiga konu heima, en þegar hann hitti þessa ensku stúlku, varð hann þegar ástfanginn, skrifaði heim og bað konuna blessaða að gefa sér eftir skilnað. Hann kvaðst vona að skilnaður fengist, og þá ætlaði hann þegar í stað að kvænast móður þríbur- anna. Þegar hann frétti að hún væri kom- in að því að fæða, hafði hann farið til yfirforingjans og beðið um frí vegna þessa atburðar. „Hver fjandinn!" sagði yfirforing- inn. „Við höfum svo mikið að gera, að við megum ekki missa þig. En ef þú lofar því að vera ekki nema einn sólarhring í burtu, þá held eg að eg verði að gera þetta fyrir þig". Hann sór þess dýran eið að vera kominn aftur til skyldustarfa áður en sólarhringur væri liðinn. Svo fór hann rakleitt heim til stúlkunnar, en þá sagði móðir hennar að hún væri komin í fæðingardeildina. „Nú var eg orðinn þyrstur", sagði hann við mig, „svo að eg segi við mömmu: Mamma, nú hefði eg gott af því að fá sopa! Og hún kom með sop- ann, fullan ketil af þessu bruggi, sem þið kallið te. Eg segi yður satt, að hún er bezta kona. Þess vegna vildi eg ekki styggja hana, svo að eg drakk þetta. Svo fór eg til að síma". Nú sagði hann mér frá því, að þegar hann náði í fæðingardeildina, var hon- um skýrt frá því að barnið væri fætt. „Eg símaði þá til yfirforingjans og sagði honum fréttirnar. — Þetta var laglega af sér vikið, lasm., sagði hann, og nú skaltu strax ná í lestina og koma eins fljótt og þú getur. — Auðvitað fór eg fyrst heim til mömmu að segja henni gleðitíðindin og sagði að við skyldum nú skála fyrir þessu. Og aftur kom hún með skrattans teketil- inn, og aftur drakk eg þetta dálaglega brugg". Svo kvaðst hann hafa símað aftur til fæðingardeildarinnar, til þess að vita hvernig stúlkunni liði, en þá var honum sagt að tvíburi væri kominn. Og þá símaði hann auðvitað til yfir- foringjans, að segja honum þetta. „Tvíburar!" hreytti yfirforinginn úr sér, „vertu ekki að þessari bölvaðri vitleysu!" En þegar eg bað hann um að framlengja fríið um einn dag, vegna þess að eg hefði eignazt tvíbura, þá hugsaði hann sig um dálitla stund, en sagði svo: „Jæja þá, en ef þú ert að ljúga að mér, þá skaltu sjálfan þig fyrir hitta___" „Þetta er allt saman hverju orði sannara, foringi", sagði eg. Og til þess að taka versta bragðið úr munninum á mér, fór eg svo rakleitt inn á knæpu og fekk mér vænan viskí. Og þeir urðu fleiri." Hann var ofurlítið valtur á fótunum, er hann lagði á stað heim til mömmu að segja henni gleðitíðind- in. En hann kom þó við í símabauk á leiðinni til þess að fá að vita hvern- ig elskunni sinni liði eftir að hafa átt tvö börn. Og þá sagði fæðingardeildin honum frá því að hann hefði eignazt þríbura. Þá var nú sjálfsagt að hringja enn einu sinni til yfirforingjans. „Þú argvítugi rauðlubbaði lygari", þrumaði foringinn. „Þú ert blindfull- ur, og ef þú kemur ekki undir eins, þá sendi eg menn að sækja þig!" Allir lesendur „Daily Mirror" voru harðánægðir með söguna, og ritstjór- inn var allra ánægðastur. „Þetta verður uppsláttur fyrir blað- ið", sagði hann. „Þú átt skilið að verða stríðsfréttaritari fyrir þetta". Litlu seinna hringdi eg til hans, og þá var hann grátklökkur. Einhver blaðamaður, sem var nýkominn frá Ameríku og tekinn við stofnun, sem átti að vinna að bættu samkomulagi milli Breta og Ameríkumanna, hafði orðið bálvondur og sagt að þessi saga mundi vekja andúð á ameríska hern- um i Englandi. Og ritstjórinn neyddist til að lýsa yfir því að sagan væri upp- spuni. En einhver hafði þó símað hana vestur um haf til dagblaðs í New York, og nú fekk eg eftirfarandi skeyti frá því: „Þér hafið gert heiminum skömm!" Þá varð mér svo mikið um, að eg hefði getað fleygt mér undir hrað- lest___ Úr ský^j; i a-n-rfyrirtæki'; n->''k- urs í Ulster: — Það hefir komið í ljós, að nokkrir af starfsmönnum fyrirtækisins eru dauðir fyrir löngu. Þetta getur ekki gengið, þvi að meðan svo fer fram er ekki hægt að sjá hverjir eru dauðir og hverjir eru fjarverandi af öðrum orsökum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.