Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 4
148 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hannes J. Magnússon: Kvöldbœnin HANNES J. MAGNÚSSON, skólastjóri á Akureyri, er þjóðkunnur maður, mikill bindindisfrömuður og velvirkur rithöfundur. Hann er ritstjóri uppeldismálatímaritsins Heimili og skóli, sem gefið er út á Akureyri, og flutti ritið eftirfarandi grein eftir ritstjórann fyrir nokkru. Hefir Lesbók fengið leyfi hans að birta hana á þess- um tímamótum. HINN víðkunni sálfræðingur og heimspekingur, William James, skrifaði eitt sinn bók um ýmsar teg- undir trúarreynslunnar, og segir þar meðal annars um bænina: „Bæn, eða innra samband við anda þess heims, hvort sem hann er Guð eða lögmál — er athöfn, sem ber verulegan árangur. Við bænina streymir inn andlegt afl, sem hefur í för með sér verkanir, andlegar og líkamlegar, í sýnilega heiminum“. Mér duttu þessi orð hins merka manns ósjálfrátt í hug hérna á dög- unum, þegar ég, af sérstökum á- stæðum, var að íhuga uppeldis- gildi kvöldbænarinnar. Og það, sem ég segi hér um hana, segi ég ekki sem neinn trúboði, heldur sem skólamaður og uppalandi. Við, sem komnir erum á fullorð- insár og gott betur, höfum séð sól hins gamla tíma ganga til viðar. Aðeins daufan bjarma ber enn við sjónhring, en nýr tími með nýum siðum og háttum, hefur lagt undir sig heiminn. Hvort hann er betri eða verri, verður ekki sagt hér, enda á fárra færi að daema þar um. En þótt ég hafi mikla tilhneigingu til að fullyrða, að hann sé betri, er þó víst, að mörg verðmæti hafa annað hvort glatazt með öllu eða eru ekki nema svipur hjá sjón. Það er til dæmis staðreynd, að efnis- hyggjan hefur í bili farið sigurför um heiminn og skilið eftir í slóð sinni annað hvort enga eða hálf- volga trú En hitt er líka staðreynd, að hinn nýi tími hefur fært okkur svo stórkostlegar ytri framfarir, að þess eru engin dæmi í veraldar- sögunni áður. Og hverju skiptir það þá, þótt við notum okkur ekki það afl bænarinnar, sem William James talar um? Hverju skiptir það, þótt lítið barn, einhvers stað- ar í heiminum, lesi ekki kvöldbæn- ina sína? Jú, það skiptir miklu máli, því að bænin, og þá einnig kvöldbænin, byggir einstaklinginn upp innan frá, en það er einmitt það, sem hinn nýa heim vantar. Hann vantar það að byggja sig upp innan frá. Einstaklinginn vantar það líka. Öll önnur menning er byggð á sandi. Maðurinn er að vísu voldug og dásámleg vera. En ef hann viður- kennir ekkert sér æðra, er hann sannarlega snauður, mitt í allri sinni auðlegð, og barn, sem aldrei hefur lært að hefja huga sinn til þess máttar, sem öllu stjórnar, hef- ur farið á mis við dýrmæta reynslu. En fara íslenzku börnin ekki með kvöldbænina sína nú, eins og þau hafa alltaf gert? Ég veit það ekki. En ég óttast, að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki eins almennt og áður var. Ég sé fyrir mér tvö heimili. Það er kvöld. Á öðru heimilinu eru for- Hannes J. Magnússon eldrar barnanna ekki heima. Þeir eru úti að skemmta sér, á kvik- myndahúsinu, dansleik, spilakvöldi, eða einhverri álíka samkomu hins nýa tíma. Börnin eru annað hvort ein heima, eða einhver ókunnugur hefur verið fenginn til að sitja hjá þeim. Góðar og tryggar vinnukon- ur, sem oft voru hinir beztu heim- ilisvinir, eru nú orðnar sjaldgæfar. Börnunum líður ekki vel. Þau skortir það öryggi, sem návist for- eldranna skapar alltaf. Þau hafa ekki skap í sér til að læra undir morgundaginn og koma því illa undirbúin í skólann næsta morgun. Þau hafa heldur ekki verulegt yndi af að leika sér. Loks hátta þau, leið í skápi. Dagurinn og kvöldið skilja ekki eftir neinar bjartar endur- minningar. Þau sofna með örygg- isleysið í sál sinni. Þau gera dag- inn ekki upp, hvorki það, sem mið- ur fór, né heldur hitt, sem betur fór. Dagarnir og vikurnar eru eins konar happdrætti. Og utan og of- an við þennan mislynda tíma,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.