Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 10
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um loftslagið er öðru máli að gegna. Á Marz er loftið svo þunnt. að það samsvarar því sem er um 18 km uppi yfir jörðinni. Enginn maður getur því hafzt við á Marz, nema hann sé í geimfarabúningi og með nóg ildi með sér. í gufuhveli Marz er ildi ekki til, en þótt það væri þar, þá mun það svo lítið að menn gæti ekki andað. Þessi geimfarabúningur yrði að vera mjög þungur, en það gerir ekki svo mikið til, því að á Marz vegur maðurinn ekki nema rúman þriðjung af því, sem hann vegur á jörðinni. Þótt hann væri því með stóra ildisgeyma á baki og alls kon- ar verkfæri hangandi við belti, mundi hann ekki vega jafn mikið og hér á jörðinni. Menn eiga því að geta ferðast fótgangandi á Marz, og þeir munu gera það, komist þeir þangað nokkurn tíma. En til þess að geta framkvæmt nokkrar rann- sóknir, verða þeir að hafa einhver fartæki með sér. Þessi fartæki verða að miðast við staðháttu á Marz. Sennilega er yfirborð stjörnunnar víða stór- grýtt mjög. Annars staðar eru svo sandauðnir. Og dökku blettirnir, sem sjást á myndum af Marz, eru sennilega seltuflatneskjur. Venju- legum fartækjum á hjólum verður því hvergi komið við. Fyrst kom mönnum í hug, að far- tæki á skriðböndum mundi henta bezt á Marz. En skriðbeltin hafa sína annmarka, og nú hallast menn helzt að því að bezt verði að hafa útblásnar völtur undir farartækj- unum. Þær hafa sums staðar verið reyndar og gefizt vel. Völturnar eru svo breiðar, að þær sökkva ekki niður í lausan sand. Þær henta líka vel þar sem er grýtt jörð og skekst þá farar- tækið ekki til eins og ef það hefði verið á hjólum. Þær eru einnig góðar í mýrum og vatni, og ef vatnið verður of djúpt, þá er flot- Bíll til feröalaga á Marz kraftur þeirra svo mikill, að far- tækið flýtur. Þótt loftið sé þunnt á Marz, mundi þó 'hægt að blása þær út þar, enda þótt seinlegt sé. Fleira kemur til greina. Hvernig á að knýja þetta fartæki áfram? Til þess þarf aflvél, sem ekki þarf á lofti að halda, því að loftið á Marz er gagnslaust til brennslu, enda þótt því væri þjappað saman. Menn eiga nú þrennskonar orku- vélar, sem ekki þurfa loft: rákettu, rafhreyfil og kjarnorkuhreyfil. Rákettur koma hér ekki til greina. Þær eru svo ofsafengar. Fartæki á Marz verður að geta farið hægt, en það leyfa rákettur ekki. Með rafhreyflum er unnt að fara bæði hratt og hægt. En þeir þurfa á rafmagni að halda, og það er ekki til. Að vísu mætti segja að innan 20 ára muni mönnum hafa tekizt að finna upp furðulega rafgeyma, en það er þó ekki víst. Vera má að mönnum takist ein- hvern tíma að smíða lítinn og létt- an kjarnorkuhreyfil, en hann er ekki fundinn enn. Og hann getur orðið vandmeðfarinn. Fyrir nokkru helt þýzki rákettu- fræðingurinn Wernher von Braun því fram, að fyrir fartæki á öðrum hnöttum væri bezt að hafa hverfil. og sérstök efnablanda (H202) höfð sem orkugjafi. Þessi blanda er fljótandi, en þegar hún er leyst sundur í vatn og ildi, myndast geisilegur hiti, vatnið breytist í gufu og með gufunni má snúa hverflinum. Með því nú að leiða gufuna og heitt ildið inn í brennslu- hólf hlaðið gasi, myndast þar bruni og kolsýruútblástur, sem get- ur snúið öðrum hverfli. Hér er því fenginn tvöfaldur hverfill, sem ekki notar loft til brennslu og ætti því að vera tilvalinn þar sem ekk- ert ildi er í loftinu, eins og á Marz. Á TUNGLINU En áður en menn fara til Marz, verða þeir helzt að hafa komið sér upp bækistöð á tunglinu. Og það er ekki auðvelt, því að þar eru örðugleikarnir enn meiri en á Marz. Þar er loftið ekkert svipað því sem er á jörðinni. Þó finnast þar nokkrar lofttegundir, svo sem argon o. fl., en menn hafa ekkert gagn af þeim. Nóttin á tunglinu stendur í hálfan mánuð og kuldinn getur þá orðið rúmlega 90 stig. En þegar dagur rís þar, fer að smá- hitna, og eftir viku er hitinn orð- inn svo mikill að klettar og klapp- ir verða rúmlega 100 stiga heit. Lengi heldu menn, að þessar miklu hitabreytingar þar mundu valda því að grjótið molnaði nið- ur, en nú eru þeir horfnir frá því. Tilraunir, sem gerðar hafa verið, sýna að grjót molnar ekki þegar það smákólnar og smáhitnar, eins og á tunglinu. Aftur á móti munu loftsteinar hafa mulið grjótið á tunglinu niður. Stórir loftsteinsr eru þó sjaldgæfir, en þar rignir látlaust smásteinum, og hver smá- steinn kvarnar úr grjótinu þar sem honum lystur niður. • Svo eru geimgeislarnir. Þeir hjálpa til að mylja niður grjótið. Á löngum tíma losa þeir sundur krystallamyndun klettanna. Nú hefir þessu farið fram um miljónir ára, og afleiðingin af því hlýtur að vera sú, að mikið sé um eggjagrjót á tunglinu, en sandur og möl þess á milli. í snarbröttum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.