Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 6
150 LESBÓK MORGITNBLAÐSINS Rykfall utan úr geLmnum nemur 14 milljónum tonna á ári ÞETTA er útdráttur úr grein, sem dr. Isaac Asimov ritaði ný- lega í tímaritiö „The Magazine og Fantasy and Science Fictiorí'. Ði. Asimov er lífefnafrœðingur. Hann er rússneskur að cett, en nú bandarískur borgari og á heima í Boston. GEIMURINN er fullur af smáögn- um, eða að minnsta kosti það svið, sem sólhverfi vort nær yfir. Þessar agnir eru margar hverjar á stærð við títuprjónshaus, en þær geisast áfram með slíkum ofsahraða, að þær geta vel orðið hættulegar geimförum. Þar að auki eru svo loftsteinar, smáir og stórir, sumir um pund á þyngd, aðrir mörg tonn, en um þá skal ekki rætt að þessu sinni. Jörðin dregur að sér aragrúa af smáögnunum á hverjum einasta degi. En um leið og þær koma inn í gufuhvelið, brenna þær af þeim núningshita sem verður af mót- stÖðu loftsins. í brezka vísindatímaritinu „Nat- ure“, hefir Hans Petterson skýrt frá rannsóknum sínum og mæling- um á þessu geimryki. Hann kleif um 3 km upp í fjallið Mauna Loa á Hawai-eyum, síaði þar loftið og einangraði geimrykið úr því. Á þess -um stað, mitt úti í Kyrrahafi og í þriggja km hæð yfir sjó, skyldi mega ætla að ekki væri mikið um ryk frá jörðinni sjálfri. Petterson komst og að því, að í rykinu sem hann safnaði, var mikið af „kóbalt“. í jarðryki er mjög lítið af því efni, en mikið af því í geimryki og loft- steinum. Úr 1000 teningsmetrum af lofti náði hann 14,3 míkrógrömmum af „kóbalt“. Nú er það vitað, að í geimryki eru um 2,5% af „kóbalt“, og þess vegna komst Petterson að þeirri niðurstöðu, að í gufuhveli jarðar mundu vera um 28.600.000 tonn af geimryki. Þetta geimryk heldur ekki kyrru fyrir. Það fellur stöðugt til jarðar, en jafnmikið bætist svo alltaf við utan úr geimnum. Ef 28.600.000 tonn af ryki eru í gufuhvelinu að staðaldri, þá hlýtur jafnmikið að bætast við utan úr geimnum eins og hitt er sem fellur til jarðar. En hve mikið af rykinu fellur þá til jarðar? Árið 1883 sprakk Krakato í loft upp, og hinn ógurlegi rykmökkur úr því gosi barst upp í háloftin og allt umhverfis jörðina. En eftir tvö ár mátti svo kalla að allt þetta ryk væri fallið til jarðar aftur. Ef geimrykið skyldi nú falla hlutfalls- lega jafn ört til jarðar, þá er dæm- ið auðreiknað segir Petterson. Helm -ingurinn af því geimryki, sem er í gufuhvelinu, fellur þá til jarðar á hverju ári, eða 14.300.000 tonn, og jafnmikið bætist þá við af ryki utan úr geim'num. Að þessari niðurstöðu kemst Pett -erson, en nú koma mínar eigin bollaleggingar, og þær snerta bæði iðnað hér á jörð og lendingarskil- yrði á tunglinu. I FLJÓTU BRAGÐI virðast 14.300,- 000 tonn af geimryki ekki vera neitt smásmíði. En það verður ekki svo mikið úr þessu þegar það dreif- ist yfir alla jörðina. Yfirborð jarð- ar er um 197 miljón fermílur ensk- ar, og þá er rykfallið ekki nema 145 pund á hverja fermílu, og það er ekkert, samanborið við það sót, sem kemur af kolum og olíu sem brennt er árlega. En hins ber að gæta, að þetta geimryk er jafnt og stöðugt og á sér langa sögu. Jörðin er talin um 5000 miljóna ára gömul, og ef ryk- fallið hefir verið jafnt allan þann tíma, þá ætti það nú að vera 54 feta þykkt, jafnfallið. Mikið af því hefir lent 1 sjónum, en það sem fallið hefir á fasta jörð, hefir ekki haldið kyrru fyrir. Vind- ar hafa borið það til og frá. Vatn hefir skolað því út í sjó. Sums staðar færir gróður það í kaf. Geimrykið hverfur aldrei með öllu, og það hefir hina mestu þýð- ingu fyrir oss. Borið saman við þunga jarðar, nemur þessi viðbót ekki nema 1/100.000 af efni hennar. En í þessu ryki er ákaflega mikið af járni, og það hefir alveg sérstaka þýðingu. Jörðinni er venjulega skipt í tvennt, kjarna og jarðskorpu. í kjarnanum er talið vera járn og öll hin þyngstu efni, en í skorpunni eru léttari efni. Þessi skipting jarð- ar verður rakin til þess er hún var enn glóandi og öll efni fljótandi. Þungu efnin drógust þá inn að miðju, en léttari efnin voru utan á, og storknuðu síðan. En hvernig stendur þá á því, að svo mikið skuli finnast af járni í yfirborði jarðar? Getur ekki skeð, að þetta járn sé ekki úr hinu upp- haflega efni jarðar, heldur hafi bor- ist hingað með geimrykinu, eftir að jörðin kólnaði? Með útreikning- um hefi ég komist að þeirri niður- stöðu, að allt það járn, sem finnst niður að 2^ km dýpi í jarðskorp- unni, geti verið komið hingað með geimrykinu — og þá auðvitað allt það járn, sem menn hafa unnið úr jörð fram að þessu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.