Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
163
Vísan um
ÚT AF smágrein í Lesbók 31. des.
sl., hafa henni borizt athugasemd-
ir frá tveimur mönnum, Halldóri
G. Sigurjónssyni á Húsavík og
Ragnari Ásgeirssyni ráðunaut, og
telur sjálfsagt að birta báðar.
Halldór segir m. a. svo:
— Eg verð fyrst að geta þess,
að eins og vísan er skráð í Les-
bók, er henni snúið við, og að öðru
leyti er galli á þriðju hendingu.
í Almanaki Ólafs S. Thorgeirsson-
ar í Winnipeg (37. árg. 1931) er
vísan þannig:
Ber af öllum snótum snót,
snótin blessúð veri.
Aldrei verður Ljótunn ljót
Ijótt þó nafnið beri.
Höfundur vísunnar lýsir Ljót-
unni í fyrstu hendingunni, en dáir
hana síðar í vísunni, og það er ein-
mitt list beztu hagyrðinganna.
auðnaðist ekki að átta sig á hinu
raunverulega framhaldi hennar í
nútíð. í stað þess að láta undan
síga í 600 sumur, eins og Jónas
kvað, og rétta svo við að nokkru
fyrir fulltingi fornsagnanna eða
anda þeirra, mundi nú verða hrap-
að, svo að ekki yrði endurrisið.
Takist íslendingum ekki og svo
öðrum þjóðum að átta sig á þeim
sannindum, sem dr. Helgi Pjeturss
hefir borið fram í ritum sínum,
munu hinar miklu framfarir nú-
tímans lenda í strandi áður en langt
líður. En ein afleiðing þess mundi
verða sú, sem þegar er 'afnvel far-
in að koma í ljós að grimmd og
miskunnarleysi mundi komast á
hærra stig en dæmi eru til um í
sögunni áður.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum.
Ljotunni
Vísan er í grein um Baldvin
Helgason Þingeying, föður Úndínu
skáldkonu. Kona Baldvins var
Soffía Jósafatsdóttir frá Stóru Ás-
geirsá í Víðidal, Tómassonar
„lærða“, sem kallaður var. En
kona Tómasar var Ljótunn Jóns-
dóttir, systir Jóns sýslumanns á
Melum í Hrútafirði. Síðan segir
orðrétt í greininni: „Tómas orkti
mest á latínu, eins og þá var títt
meðal lærðra manna, og er því fátt
af kvæðum hans almenningi kunn.
Samt eru nokkrar vísur eftir hann
enn þá uppi, eins og t. d. þessi, er
hann orkti til konu sinnar“.
Aftur á móti skrifar Ragnar svo:
Vísa feðruð.
Svo nefnist stutt grein eftir hr.
Gest Jóhannsson, í Lesbók Morg-
unblaðsins 31. des. 1958 — og vildi
ég leyfa mér að bæta svolitlu
spurningarmerki aftanvið fyrir-
sögnina.
Tilefni greinarinnar er það að í
fyrsta bindi af „Skruddu“ minni
hafði ég tekið upp þessa gömlu
húsgangsvísu:
Aldrei verður Ljótunn Ijót
ljótt þó nafnið beri.
Ber af öllum snótum snót,
snótin blessuð veri.
Taldi ég hana vera eftir ókunn-
an höfund.
Herra Gestur Jóhannsson hefur
lært þessa vísu í æsku, og þá heyrt
að hún hafi verið kveðin af Tómasi
stúdent á Stóru-Ásgeirsá í Húna-
vatnssýslu um Ljótunni konu hans.
Segir hr. G. Jóh.: „Annars minn-
ist ég ekki að hafa heyrt sérstak-
lega að Tómas hafi verið hag-
mæltur.“
Það er oft miklum erfiðleikum
bundið að feðra mannanna börn
rétt, en þó keyrir fyrst um þver-
bak þegar til þess kemur að feðra
vísur rétt, sem geymzt hafa á vör-
um alþýðunnar í öllum landshlut-
um í langa tíð. Leiði ég minn hest
hjá þeim vanda.
En í sambandi við þessa vísu
um Ljótunni, vil ég þó segja frá
því sem hér fer á eftir: Skömmu
eftir að Skrudda þessi kom út,
hitti ég Kristján skáld Einarsson
frá Djúpalæk og vísan um Ljót-
unni barst í tal okkar og kvað
Kristján hana vera orta um Ljót-
unni ömmu sína.
Hún hét, fullu nafni, Ljótunn
Sigríður Einarsdóttir og var frá
Geirbjarnarstöðum í Köldukinn.
Hún var að mestu leyti alin upp
hjá þeim séra Birni Halldórssyni í
Laufási við Eyafjörð og konu hans
og náið skyldmenni þeirra hjóna.
Ljótunn Sigríður giftist austur á
land, Eiríki Þorsteinssyni, og þau
bjuggu á Gunnarsstöðum og
Djúpalæk á Norðurströnd — nú
nefnd Langanesströnd.
Kristján Einarsson man þessa
föðurömmu sína vel og lærði vísu
þessa í barnæsku og hefur aldrei
heyrt annað en að hún væri kveð-
in um Ljótunni Sigríði í æsku
hennar, af séra Birni í Laufási. En
vísan var jafnan höfð svona:
Ber af öllum snótum snót,
snótin blessuð veri.
Aldrei verður Ljótunn ljót,
ljótt þó nafnið beri.
Blær vísunnar finnst mér bera
með sér ajð hún sé frekar ort um
unga stúlku eða barn heldur en
um ei°inkoni’. O'’ eitt, er víst: Að
sá sem h‘ isu hefur
getað ort meira.
í mínum augum er það jafnan
aðalatriði að vísa sem birt er sé
góð, faðernið, sem sumir hnakk-
rífast út af skiptir minna máli, þó
/