Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 166 T ímatalið hefir verið á hvertandi hveli NÖRFI eða Narfi hét jötunn, er byggði norður í Jötunheimum. Hann átti dóttur, er Nótt hét. Hún var svört og dökk, svo sem hún átti ætt til. Hún var gift þeim manni, er Naglfari hét. Þeirra son- ur hét Auður. Því næst var hún gift þeim, er Ánarr hét. Jörð hét þeirra dóttir. Síðast átti hana Dell- ingur, og var hann ása ættar. Var þeirra sonur Dagur. Var hann ljós og fagur eftir faðerni sínu. Þá tók Alföður Nótt og Dag son hennar, og gaf þeim tvo hesta og tvær kerr- ur og sendi þau upp á himin, að þau skulu ríða á hverjum tveim dægrum umhverfis jörðina. Ríður Nótt fyrir þeim hesti, er kallaður er Hrímfaxi, og að morgni hverj- um döggvir hann jörðina af mél- dropum sínum. Sá hestur, er Dag- ur á, heitir Skinfaxi, og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans. Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, og gættust um það; nótt og niðum nöfn of gáfu, morgun hétu og miðjan dag, undorn og aftan, árum að telja. Þannig segir í hinni fornu nor- rænu goðafræði um upphaf tíma- tals. Þar bendir til þess, að skifting dags og nætur var fyrsta tímatal mannanna. En löngu áður en menn fundu upp að telja í árum, höfðu þeir þó uppgötvað missiraskifti. Menn heldu þá að jörðin væri mið- depill alheims og stæði kyr, en himinhnöttunum væri sveiflað í kringum hana. En af gangi himin- hnattanna merktu þeir svo mis- munandi árstíðir. Sú þekking var mjög rnikils varðandi, til þess að geta ákveðið sáningartíma. Og þannig hófst tímatal fyrst. Tunglárið Elzta tímatal manna er miðað við göngu tunglsins. En til þess að vita hve langur væri umferðartími tunglsins, höfðu menn þá aðferð að stinga kvisti niður í jörðina með nýu tungli, og síðan einum kvisti á dag þangað til nýtt' tungl kæmi næst. Þá var ekki annað en telja kvistina til þess að sjá hve langur væri umferðartími tunglsins. Nú er það vitað, að umferðar- tími þess er 29 dagar, 12 klukku- stundir 44 mínútur og 2,8 sekúnd- ur. Þegar menn nú reiknuðu mán- uð frá kveikingu til kveikingar, þá varð hann annað hvort 29 eða 30 dagar. Þannig varð tunglárið 354 dagar, 11 eða 12 dögum styttra en almanaksárið er nú. Væri nú árið látið hefjast um vorjafndægur (21. marz) vegna sáningartímans, þá hefði næsta ár átt að hefjast 354 dögum seinna, eða 10. marz, en sjö árum seinna hefði árið átt að byrja 2. janúar, en þá er ekki heppilegur tími til sán- ingar. Þenna galla fundu menn fljótt, alveg eins og þegar fslend- ingar komust að því „að súmri miðaði aftur til vors“. Fræðimenn þeirra tíma reyndu að bæta úr þessu á ýmsan hátt. Hebrear bættu aukamánuði inn í árið, þegar þeim þótti við þurfa, til þess að allt gæti haldist í skorð- um, vegna sáningartímans. Grískir og rómverskir embættismenn bættu inn í árið einum mánuði þegar þeim henta þótti sjálfs sín vegna eða af stjórnmálalegum ástæðum. Út af þessu var róm- verska tímatalið komið í slíkt öng- þveiti áður en Julius Cæsar kom til valda, að janúar var hjá þeim þá á sama tíma og október er nú. Tímatal Múhameðsmanna skeytti ekkert um þessar reglur, og þar var engum aukamánuði skotið inn í árið. Afleiðingin varð sú, að 32% ár líða á milli þess að nýársdagur sé á sínum rétta stað í almanakinu hjá þeim. Sólarárið Þegar Julius Cæsar kom til valda í Rómaríki, höfðu Rómverjar að vísu reiknað með sólarári um 400 ára skeið. En tunglárið var þó í miklum metum, því að sagt var að Rómulus keisari hefði lögskipað það um leið og hann stofnaði Rómaborg. Árið hófst hjá þeim í marz og var ekki nema tíu mán- uðir, en svo hafði tveimur mánuð- um — janúar og febrúar — verið skotið inn í. Enn í dag eru róm- versku mánaðanöfnin í gildi um allan heim: Martius, kenndur við orustuguð- inn Marz. Aprilis, kenndur við það, að þá vaknar jörðin af vetrardvala. Maius, kenndur við frjóvsemis- gyðjuna Maia. Junius, kenndur við æðstu gyðj- una Juno. Quintilis — fimmti mánuður. Sextilis — sjötti mánuður. September — sjöundi mánuður. October — áttundi mánuður. November — níundi mánuður, December — tíundi mánuður. Januarius — kenndur við guðinn Janus.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.