Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 Stúlka stendur öðrum fæti á skíði, um hinn er brugðið dráttartaug. um 50 km. hraða og heldur beinni stefnu, en beggja megin við hann, og alllangt frá stefnunni, eru dufl, sem skíðamaðurinn verður að krækja fyrir. En með því að taka þessar sveiflur, eykst hraðinn um helming, svo að hann fer hálfu hraðar en vélbáturinn. Alls konar sýningar fara fram samtímis því að keppt er', því að sumir hafa komizt upp á að leika hinar furðulegustu listir á vatns- skíðunum. Þeir standa þá öfugir á skíðunum og halda í dráttartaug- ina að baki sér. Aðrir leika þá list að fara öfugir upp á stökkpallinn, ná stökkinu og snúa sér við í loft- inu og koma rétt niður. Það geta þeir vegna þess, að sigurnagli er í skíðaböndunum. Enn aðrir leika þá list að fara á einu skíði; stund- um standa þeir þá öfugir og hafa dráttartaugina festa við lausa fót- inn. Sumir eru svo leikrtir í listinni, að þeir losa sig við skíðin á fullri ferð og renna sér svo líkt og fót- skriðu eftir yfirborði vatnsins. En glæfralegust eru stökk með nokkurs konar flugdreka. Það var byrjað á þeim 1950. Dráttartaugin er bundin í grind neðan í flug- drekanum og skíðamaðurinn held- ur sér í þessa grind. Þegar hrað- inn á dráttarbátnum er orðinn 40 —50 km. tekst skíðamaðurinn á loft, líkt og flugvél, sem náð hefir nægilega miklum hraða, og svífur í stóran boga. Hafa menn komizt í 120 feta hæð (40 metra) í þess- um stökkum. En þetta er ekki hættulaust og hafa sumir drepið sig á því. Það reynir ákaflega mik- ið á handleggina og það er eng- inn hægðarleikur að stjórna flug- tjaldinu í uppstreymi og hliðvind- um, eða þegar „slær í baksegl“. Við það hafa margir hrapað, og þeir, sem orðið hafa fyrir því, vilja fæst- ir reyna þetta aftur. En þetta „flug“ dregur fólk mjög að sýningum og þykir mikið í það varið. O--00—o Þeir, sem eru leiknastir í vatns- skíðalistinni, segja að ekki sé mik- ill munur á því að fara á vatns- skíðum og venjulegum skíðum. En sá er þó munurinn, að enginn skyldi reyna að læra að fara á vatnsskíðum, nema því aðeins að hann sé syndur. Það er ekki sama að detta í lausamjöll eða detta á djúpu vatni. Blaðamaður, sem þetta er haft eftir, lét telja sig á að fara á vatns- skíðum. Hann segir svo frá hvern- ig það gekk: Það er ekki nema einstaka maður, sem getur leikið það að fara fót- skriðu á yfirborði vatnsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.