Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 Tölur margfaldast fljótt Breytingar í vændum Mörgum þykir það ókostur á almanakinu, að sami mánaðardag- ur skuli ekki koma á sama vikudag árið um kring. Hafa því komið fram tillögur um að breyta alman- akinu enn, halda þó 12 mánaða- fyrirkomulaginu, en láta vera 91 dag í hverjum ársfjórðungi. Þá yrði 31 dagur í janúar, 30 í febrúar, 30 í marz, 31 í apríl o. s. frv. Eftir 30. desember skal skotið inn einum degi, sem nefnast skal Alþjóðadag- ur. Og þegar hlaupár er, skal hlaupársdeginum skotið inn milli júní og júlí. Með þessu fyrirkomu- lagi er gert ráð fyrir því að árið hefjist jafnan á sunnudegi og jóla- dagur verði á mánudegi. (Sjá grein í Lesbók 15. apríl 1954). Þetta mál hefir nú verið á döf- inni hjá Sameinuðu þjóðunum 1 fimm ár, en ekki hyllir undir neitt samkomulag enn. Þótt allir hag- sýnir menn játi, að breytingin mundi verða til bóta, er hér við marga örðugleika að etja, einkum vegna trúarbragða, hjátrúar og fastheldni. Sumir halda því fram, að tímatalið sé af guði sett, og mennirnir hafi ekki neina heimild til að breyta því. Þessir menn halda því fram, að með því að skjóta inn Alheimsdeginum og Hlaupársdeginum og telja þá ekki, verði sabbatsdagurinn ekki sjö- unda hvern dag, eins og fyrirskip- að sé í biblíunni. Sumir telja hinu nýa almanaki til foráttu, að það felli alveg niður fjóra daga, 31. marz, 31. maí, 31. ágúst og 31. des- ember og telja að það geti valdið miklum vandræðum og vafningum vegna þeirra, sem fæddir eru á þeim dögum. En hörðust mun þó andstaða kaþólsku kirkjunnar vegna messudaganna. Það voru Indverjar, sem gengust fyrir því að þetta mál var tekið til meðferðar í efnahags- og félags- máladeild Sameinuðu þjóðanna. Menn eiga bágt með að gera sér grein fyrir tölum, þegar þær fara að hækka. Oft er það, þegar heiðskírt er veður og stjörnubjart á síðkvöldum, að menn fullyrða að þeir sjái milljónir stjarna á himin- hvelinu. En nú segja stjörnufræð- ingar, að sú allra hæsta tala stjarna sem hugsanlegt sé að menn sjái með berum augum, sé um 4000. Og þegar menn geta farið svo villt um ekki meiri fjölda, hvernig ættu Þeir þá að „skilja“ miklu hærri tölur. Sagt er, að sá sem fann upp skák- taflið, hafi farið með það til keisara nokkurs og keisarinn orðið svo hrif- inn af þessari uppfinningu, að hann hafi sagt manninum að hann mætti sjálfur kjósa sér laun fyrir. Hann kaus sér þá að fá eitt hveitikorn fyrir fyrsta reitinn á skákborðinu, tvö fyrir þann næsta og síðan tvö- faldað við hvern reit, þangað til Þetta var mjög eðlilegt, því að þar í landi gilti mismunandi tímatal í hinum ýmsu furstadæmum, og allt varð á ringulreið þegar landið fekk sjálfstæði. Gregorianska tíma- talið er nú hið opinbera tímatal þar, en 17 önnur tímatöl eru við hliðina á því. Út úr þessu öng- þveiti reyndi stjórnin svo að kom- ast með því að gefa út nýtt tíma- tal og gekk það í gildi 22. marz 1957. En það er ekki hið nýa al- heims tímatal, og það afnemur ekki heldur gregorianska tímatal- ið. Það er sett til þess að ákveða helgidaga í ríkinu. Allt er enn í óvissu um framtíð þess, og svo get- ur farið að stjórnin glúpni á að halda því til streitu, ef andstaðan gegn því verður mjög mögnuð. Og á heimsalmanakið er nú ekki minnzt hjá Sameinuðu þjóðunum. 64 væru komnir. Keisaranum þótti hann velja heimskulega lítil laun, en Þegar átti að fara að úthluta hveitinu, átti keisarinn ekki svo mikið korn til í öllum kornhlöðum sínum, að hann gæti greitt verð- launin. Vér skulum taka annað dæmi. Taktu pappírsræmu og brjóttu hana saman 53 sinnum — það er að segja ef þú getur. Víst get ég það hæglega, muntu segja, og svo byrjar þú. Þegar þú hefir brotið pappírinn saman einu sinni, er hann tvöfaldur, en næst verður hann ferfaldur og þar næst átt- faldur. Ef vér gerum ráð fyrir því að Þetta sé venjulegur blaðapappír, þá er þykktin orðin V* úr þumlungi þegar þú hefir brotið hann sex sinnum. í sjöunda skipti verður þykktin Vá þumlungur og í áttunda skipti 1 Þumlungur, í níunda skipti 2 þuml., í tíunda skipti 4 þuml. Þegar þú hefir brotið pappírinn saman 15 sinnum, er þykktin orðin um 10 fet. í 19 skipti er þykktin orðin 160 fet, í 20. skipti 320 fet. Þegar þú hefir brotið ræmuna sam- an 24 sinnum, er þykktin orðin íVi km. Við 25. brot verður hún 3 km., við 26. 6 km. og við 27 brot 12 km. Við 34 brot verður Þykktin 1600 km., og tvöfaldast svo við hvert brot og verður orðin um 800.000 km. við 43. brot, 1.600.000 km. við 44. brot, 3.200.000 km. við 45. brot. Og við 53 brotið, eða það seinasta, verður þykktin orðin um 820 millj. km., og mundi því ná rúmlega fimm sinnum milli jarðar og sólar. Miklar framfarir hafa orðið i laeknis- fræði á undanförnum árum, ekki síður en á öðrum sviðum. Það sem áður var kallað kláði, er nú kallað ofnæmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.