Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 12
156 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vinsœl íþrótt: • ' » Að fara á vatnaskíðum ÞAÐ eru ekki ýkja mörg ár síðan að menn fundu upp þá list að fara á vatnsskíðum og láta hraðskreiða báta draga sig. Nú er þetta orðið að íþrótt, sem er stunduð víðs vegar um heim. Á baðstöðum við Mið- jarðarhaf er hún stunduð af kappi, á vötnum í Sviss og Austurríki og á Thamesánni í Englandi, austur í Singapore og Sarawak, í Svíþjóð, Suður-Afríku, Ástralíu og um alla Ameríku. Ævintýragjarnir menn hafa látið báta draga sig á skíðum meðal krókódílanna í Zambesi- fljóti, og í gegnum Panamaskurð- inn. Norður í Alaska hefir Eskimó- um verið kennt að fara á vatna- skíðum. Hvergi í heimi mim þó jafn mikill áhugi fyrir þessum leik, eins og í Bandaríkjunum. Þar hefir hann orðið að sérstakri íþrótt, sem stunduð er af miklu kappi. Þar eru ótal vatnsskíðafélög, er mynda eitt samband og teljast félagar þess um þrjár miljónir. í mörgum háskól- um hefir þessari íþrótt verið bætt við þær íþróttir, sem þar eru stund- aðar, og um eitt skeið stunduðu 400 stúdentar við háskólann í Miami í Florida þessa íþrótt. Vatns- skíðasambandið efnir árlega til keppni í ýmsum stöðum, og árið sem leið voru háð 70 vatnsskíðamót í Bandaríkjunum. Keppni er hagað líkt og á venju- legum skíðamótum. Þar er keppt í bruni, stökkum og svigi, bæði fyrir karla og konur. Stökkunum er hagað þannig, að úti í vatninu er skáhallur fleki. Annar endi hans nær niður fyrir vatnsskorpuna, en hinn rís hátt. Keppandinn kemur á fleygiferð (með 50 km. hraða á klukkustund) að lægri enda flek- ans, rennur upp á hann og tekur svo stökkið af hærri brúninni. Þarf til þess mikla æfingu og leikni, og þó sérstaklega að falla ekki þegar komið er niður í vatnið aftur á þessari fljúgandi ferð. Konan, sem á metið í þessu stökki, heitir Nancy Rideout, og hefir hún stokkið 89 fet (nær 30 metra). Svigið er einnig mjög vanda- samt. Báturinn fer sem áður með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.