Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 8
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Síðan heíir bletturinn verið kall- •ður „Álögublettur“. Er ekki vitað að nokkur haður hafi slegið hann í 280 ár, þó stundum hafi komið til orða, að skömm væri að nota ekki þennan fallega og grösuga blett. En allir hafa óttast álögin, enda þótt þeir trúi ekki á neitt annað. Bletturinn skyldi sleginn. Um 1840 bjó á Krossstekk Jón Bessason sterki. Hann var kominn í 6. lið frá séra Jóni Bessasyni á Sauðanesi. Jón á Stekk var nú kominn á efra aldur, en þó hraust- ur og kjarkmikill. Lítið var bú hans, því jörðin var rýr. Hafði hann aðeins eina kú, nokkur hæns og fáeinar kindur, en 5—6 manns i heimili. Neyzluvörur sótti hann til Neskaupstaðar og varð þá stundum að fara um fjallveg all- hættulegan. Túnið á Stekk var lítið og komið í órækt. Þar voru engar útengjar og varð Jón því oft að leita á náðir annarra búenda um slægjur, en það gekk illa, því að fæstir þóttust aflögufærir. Þá var það að bónd- Inn á Reykjum bauð Jóni, að hann mætti slá álagablettinn, ef hann þyrði að voga sér það, — „en mikið hey getur þú haft þar upp á stutt- um tíma“, kvað bóndi. „En hvað segir þú um þessi fjandans álög?“ sagði Jón. Bóndi mælti: „Eg held að það sé eins og hver önnur vitleysa og hjá- trú. Hverjum ætti að vera þægð í því að grasið verði engum að gagni? Við látum þetta sem vind um eyrun þjóta“. Jón fellst á að Reykjabóndinn hefði satt að mæla og rök hans væri skynsamleg. Síðan fór Jón að skoða álagablettinn og þóttist mjög hepp- inn að hafa hlotið slíkar uppgripa slægjur. Eftir nokkra daga fór svo Jón á Stekk með heyskapar amboð sín inn á álagablettinn, og hugðist nú láta hendur standa fram úr erm- um og heya mikið á skömmum tíma, því að grasið var mikið. Þeg- ar hann er að slá ljáinn í orfið, heyrir hann sagt í annarlegum róm að baki sér: „Hættu áformi þínu, Jón!“ Hann þóttist vita að einhver kunningi stæði að baki sér og ætl- aði að gabba sig. Sneri hann sér því snöggt við til þess að sjá hver þar væri, en þar var enginn maður sýnilegur. Jón hugsaði sem svo: Hann skal hrópa aftur, ef honum er alvara að hindra verk mitt! Tekur hann svo til að brýna ljáinn. Þá er hrópað í líkum tón: „Sláðu ljáinn úr og haltu heim í bæ þinn!“ Jóni heyrðist röddin vera rétt að baki sér, og leit þegar við. Engin mannleg vera sjáanleg. Þá var Jóni nóg boðið og stóð hann lengi hugs- andi: „Er ráð að standa í þverúð við þessa hrópandi dularveru? Er hún ekki að leggja mér heilræði? Jú, eg verð að líta svo á“. Jón hætti við sláttinn og helt heim að Stekk. Engum sagði hann frá því hvers vegna hann hefði hætt við heyskapinn. En þremur dögum seinna reri hann til fiska suður frá Nýpu og aflaði ágætlega. Gekk svo í nokkra daga, og þannig skaðaðist hann ekki á því að hlýða dularröddinni og hætta við hey- skapinn á Álögubletti. Litlu seinna fór Jón sjóveg inn í fjörð og með honum synir hans tveir, Sigurður og Árni, þá báðir fyrir innan fermingu. Þegar þeir komu aftur út að Krossstekk, var orðið nokkuð skuggsýnt. Báturinn var ósetjandi fyrir aldinn mann og tvo unglinga; varð að draga hann yfir háar klappir og bakka. Þeir biðu eftir mannhjálp frá Krossi, því venjulega hjálpaði hver öðrum að setja bát, á hvaða tíma sem var. Þeir höfðu beðið nokkurn tíma, en enginn kom frá Krossi. Fóru þeir feðgar þá að bisa við að færa bát- inn ofar, þótt lítil von væri að þeim tækist það. Þá sjá þeir allt í einu, Jón og Sigurður — en ekki Árni — að hrikastór maður gengur að framstafni bátsins, bregður hendi undir stafnlokið, og urðu þá þau umskipti, að báturinn rann í einni lotu upp í uppsátrið. Feðgarnir þurftu ekki annað en standa við bátinn og styðja hann. Ekki gátu þeir greint hver þessi maður var, heldu að það mundi hafa verið langferðamaður. En hvergi spurð- ist til hans, og var þó vel og lengi og vandlega eftir leitað. — í þetta sinn fengu þeir feðgar góða og óvænta hjálp, þegar þeim lá mest við, og minntust þeir hennar oft- lega síðar með sérstöku þakklæti við dularvöldin. Ljósið sem bjargaði Jón bóndi Bessason á Stekk var enginn miðlungsmaður. Hann var hetja í lífsbaráttunni, og brá ekki við váveiflega hluti. Hann var sterkur og traustbyggður og vel á sig kominn. Hann komst oft í hætt- ui, bæði á sjó og landi, oftar en sögur fara af. Hann var ratvís og mátti nokkuð treysta á sig á hættu- sömum leiðum, því að gætni var honum í blóð borin. En þó var eins og einhver náðarkraftur héldi verndarhendi yfir honum alla- jafna, og hann treysti á ekki síður en sjálfan sig. Ekki hikaði Jón við á efri árum að feta örðuga fjall- garða, þar sem margir hafa hlotið sína seinustu sæng og eilífa hvíld, þótt ekki sé getið um nöfn þeirra allra, því að allir gleymast um síðir, þegar aldir renna. Oft átti Jón ferð yfir fjallgarð þann, sem er á milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Er það hár og bratt- ur fjallvegur, og síst fær í dimm- viðri eða myrkri, því víða eru hengiflug og skarpar bjargbrúnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.