Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 1
16. tölublað JttwBWttMaíiý im Sunnudagur 17. maí 1959 XXXIV. árg. Theodór Cunnlaugsson frá Bjarmalandi: Vágestur í Hólmatungum FÁ SVÆÐI á landi hér munu luma á eins mörgum fögrum, og þó stórbrotnum stöðum, og gljúfr- in, báðum megin við Jökulsá á Fjöllum, frá Dettifoss að Ásbyrgi í Kelduhverfi. Nokkur örnefni þar eru landskunn. Hér nefni ég að- eins tvö. Það eru Forvöð, sem er undirlendi austan við Jökulsá, en gegnt þeim, að vestan, Hólmatung- ur. — Mörg ár eru síðan að vegur var lagður að Forvöðum. Ýmsir ferða- menn hafa því lagt leið sína þang- að, og flestir munu hafa farið upp á Vígabjargið, sem rís við Jökulsá, rétt við vegarendann. Af Víga- bjargi sést vel yfir næsta nágrenni, sem er bæði fagurt og breytilegt. Þar sem bjargið ríst hæst, að sunn- an og vestan, stóð eitt sinn skáldið Guðmundur á Sandi, í sólskini og blíða veðri, síðla dags. Þeirrar stundar minntist hann síðar, í stór- brotnu kvæði. Þar eru þessar ljóð- línur (eftir minni): Vígabjarga-fossinn fagri fellur þar af kúptri hellu. Þar á milli sýður og svellur. sveipast niður í þröngar greipar. Úði rýkur upp úr koki, allt er þar í votum loga.*) Hjá Vígabjargi, skammt neðan við fossinn, var mælt fyrir göngu- brú, fyrir nokkrum árum, af þá- verandi vegamálastjóra, Geir Zoega. Þar eru tæpir þrjátíu metr- ar á milli standbjarga, sem eru óbifanleg um aldir. Gaman verð- ur að koma þarna og litast um, báðum megin árinnar, þegar brú- in er komin, hugsa margir. Um Hólmatungur er nýkominn sæmilegur vegur, sérstaklega að norðan, frá Tóvegg í Kelduhverfi. Þangað hafa margir lagt leið sína síðustu þrjú sumrin. Þegar komið er að Hólmánni, sem er nálægt fimm kílóm. sunn- ar og austar en eyðibýlið Svína- dalur, en meðfram því að norðan og austan liggur vegurinn, er hún auðþekkt á því, að yfir hana eru tvær brýr, með nokkra metra millibili. Rétt neðan við brýrnar, steypist áin fram af brekkubrún *)Vígabjarg er aðeins eitt Syðsta lygnan á Stallánni. Horft til norðvesturs. Stallar og Þúfubjarg i baksýn. — (Myndina tók Eðvarð Sig- urgeirsson, Akureyri). og myndar kaststrengi og fossa- föll, niður brattan stórgrýtiskamb, að Jökulsá. Ég vil benda þeim, sem hingað leggja leið sína á það, að ganga þarna niður með ánni að norðan þar til skóginn þrýtur, en það er stuttur spölur. Þá sjá þeir, á vinstri hlið, eða til norðvesturs, nokkra læki, sem koma niður undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.