Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 Séð frá Vígabjargi ogr suður eftir árgljúfrunum. Fjarst til hægri á myndinni, er brött brekka, sem endar á fjallsöxl við ána. Það er Syðra-Þórunnarfjall. Nokkru nær — um miðja brekku — sér í dökka rönd. Það er Langabjargið. Bjargnefið, á miðri myndinni, er syðra hornið á Réttarbjarginu. Gegnt því sést úðinn upp úr Réttarfossi. Háa bjargið næsta, til vinstri, er ytri endinn á Rétt- arbjarginu, sem myndar óslitinn boga um Réttina, sem er undiriendi við ána. Á miðri mynd sést sú kvisl Jökulsár, sem myndar Vígabjargsfossinn. Öxarfirði. Numið var staðar hjá Tóvegg. Þaðan munu vera um 20 km í Hólmatungur. Það var farið þaðan á tveimur jeppum, því bú- ast mátti við torfærum, og að jafn- vel bílarnir festust, eins og líka raun varð á. Ferðin þaðan, fram og til baka, tók um 15 tíma. Þar af vorum við á gangi um tíu stund- ir. Sólskin var og fagurt veður all- an daginn. Þessum mánudegi mun ég seint gleyma, þótt engan sæum við minkinn. Það var heldur ekki sú ástæðan, að hann grópaðist svo djúpt í vitund mína. Með nokkr- um orðum skal ég nú gera grein fyrir þeim: Við hófum leitina við Jökulsá, gegnt Vígabjargi, þar sem nefnd Melbugsá fellur í hana. Við þá á var mesta vonin um að minkurinn héldi sig. Þórður, Bergsteinn og Adam, gengu með ánni að vestan. Þar er grýtt land á pörtum, háir bakkar og lækir, sem í hana renna, en allt er þakið þéttum skógi og öðrum gróðri. Austan árinnar er aftur bert og gróðurlítið, á löngum kafla. Ég hafði því góða aðstöðu að fylgjast með félögum mínum og þá ekki síður hundunum. Hvort tveggja opnaði mér sýn, yfir áður óþekkt svið. Skammt höfðu þeir félagar far- ið, þar til hundarnir rákust á minkasaur, meðfram steinum á ár- bakkanum. Hann var gamall, en það voru hin fyrstu sýnilegu merki eftir víkinginn, sem hér hafði haft vetursetu. Ég segi vík- inginn, því mér hafði runnið í skap. Enn þá hafði ég enga önd séð og engan músarindil. Slík breyting minnti mig svo átakanlega á auðn- ina og dauðann í þessu dýrðarríki, að ég tók ekki á heilum mér. Með- fram þessum ám hafði ég svo oft gengið og ævinlega séð margar endur, sérstaklega á þessari á, og á þessum tíma árs. Lygnan breiða brosti hér svo oft við þeim og bjarkakrónur teygðu sig víða fram yfir vatnsflötinn, og buðu þeim alls staðar skjól. Það brást aldrei. Og við bakkana og botn árinnar biðu þeirra allsnægtir af ýmsum skordýralirfum. Og einmitt hérna hafði ég svo oft séð smálontur, allt að 10 sm. langar. En núna. Nú sá ég ekkert af þessu — ekkert. Það virtist allt horfið. Hér hóf sig nú engin önd til flugs. Hér sást held- ur enginn músarindill hoppa og sendast grein af grein í árbökkun- um og skjótast inn í holur og undir birkistofna. En samt voru hér nokkrir fuglar. Það voru þrír þrest- ir, sem eftir búningi þeirra að dæma, voru nýkomnir heim, til æskustöðvanna. Þeir voru hljóðir. Gat það verið að þá grunaði komu óvinarins nýja, sem var öllum öðr- um ægilegri? Og þarna settust sex auðnutitlingar, í þéttasta skógar- þykknið, skammt vestan við þá fé- laga mína. Og lágu, blæfögru Ijóð- in þeirra ómuðu strax, eins og eng- ilraddir með undirleik vatnaniðs- ins. Svo hurfu þeir á brott. Þögul vitni sögðu mér fljótt hvað hér hafði gerzt. Ég fann víða nokkrar fjaðrir saman, þar sem lítið bar á. Þær voru af stokköndum, bæði kvenfuglum og hinum skraut klæddu steggjum. Ég fann lika rjúpnafjaðrir, grunsamlega marg- ar, undir bjarkastofnum. í þéttasta skóginum. En þangað leita þær að skjóli, í verstu veðrum. Og — ég fann líka fleira, — seinna. í brekkunni vestan við ána, þar sem Adam og félagi hans töpuðu af minkaslóðinni, voru mörg bæli, eftir minkinn, og stórar hrúgur af saur, skammt frá holunum, sem hann hafði gengið um. Þarna hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.