Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 TVlBURAR A TVENNAN hátt geta tvíburar orðið til. Venjulegast er það þannig að tvö egg frjóvgast hjá konunni og dafna sem tvö sjálfstæð íóstur í lífi hennar. Þeir tviburar, sem þannig verða til, geta hœglega verið sinn af hvoru kyni, drengur og telpa. En svo kemur það fyrir, að frjóvgað egg í konu finnur upp á þvi að skifta sér i tvennt. Þeir tvíburar, sem þannig verða til, eru alltaf samkynja, annaðhvort tveir drengir, eða tvær telpur. Og þessir tví- burar eru að jafnaði svo líkir, að fólk á erfitt að þekkja þá sundur. O------O Tvíburar fæðast ekki alltaf sam- tímis. Stundum líður dagur eða tveir dagar á milli þeirra. Oft lengur, jafn- vel mánuður. Getið er um konu í Bengal sem eignaðist tvíbura fyrir nokkrum árum, en það liðu 45 dagar á milli þeirra. Þetta er langlengstl timi sem menn vita um að liðið hafi milli fæðingar tvibura. O------O Þótt undarlegt kunni að virðast, þá er það ættarfylgja konunnar, en ekki föðursins, að tvíeggja tvíburar fæðast. þóttist ég fljótt sjá, að hún hefði verið í látum, þegar bogarnir breyttu för hennar. Var hún — ef til vill — víðs fjarri, í leit að maka, fyrir tíu dögum? Eða var hann enginn, á þessum slóðum? Tíminn einn svarar því — síðar. Fréttin komst í símann. Eftir það skilaði henni vel. Sjálfir lékum við á als oddi og óskuðum þess heitt, að báðir væru þeir, nú komnir, Bergsteinn og Þórður, til að gleðj- ast með okkur. Því — svona — er- um við víst flestir, — inn við bein- ið, — þessir syndaselir. í apríl 1959. Theodór Gunnlaugssou Það er hlutfallslega mörgum sinnum algengara, að konur sem sjálfar eru tvíburar fæði tvíbura, heldur en mæð- ur sem eru einburar. En þótt karimað- ur sé tvíburi, eru engu meiri likur til þess að hann verði tvíburafaðir, frem- ur en hver annar maður. Sumar konur ala tvíbura hvað eftir annað, og það er ekki langt síðan að ítölsk móðir ól sjöttu tvíburana i röð. Og fyrir mörgum árum var kona á Sikiley, sem ól 11 sinnum tvíbura á 11 árum. Það er metið. Arið 1929 ól kona i Bandaríkjunum tvenna tvíbura á einu ári. önnur kona eignaðist tvenna tvíbura á 15 mánuð- um. Og í Englandi var kona, sem ól þrenna tvíbura á þremur árum. A þessu má sjá að sumum konum er hættara við því en öðrum að eignast tvíbura. O------O Ekki er alls staðar fögnuður þegar tvíburar fæðast. Margar frumstæðar þjóðir skilja ekki hvernig á því stend- ur. Hjá sumum er móðirin fordæmd vegna þess að hún hafi verið manni sínum ótrú, því að óhugsandi er talið að sami geti verið faðir beggja barn- anna. Hjá sumum þjóðflokkum 1 austan- verðri Afríku er tvíburamóðir talin „óhrein" og hún verður að ganga undir allskonar siði og „hreinsanir" áður en kynflokkurinn tekur hana í sátt aftur. Hjá sumum þjóðflokkum er það venja að ganga hreint til verks og stúta tví- buramæðrum undir eins. En hjá öðrum þjóðflokkum, sem standa á hærra stigi, er tvíburafæðing talin dásamlegur viðburður eða krafta- verk. Og slíkir þjóðflokkar eiga jafnan margar þjóðsögur um frægð og afreks- verk tvíbura. En meðal menntaðra þjóða er það talin undantekning, ef tvíburi kemst til valda og virðingar. Menn segja að það sé vegna þess, að tvíburar sé alla ævi háðir hvor öðrum að einhverju leytL ALLT tlR NYLON Treysta skaltu tækninni, tízkan galt þér verðmætl. Nú er allt úr nyloni, nema salt og blágrýti. Tæknin mól i töfrakvörn til að auka fjölbreytnl. Nú eru framleidd nylonbörn og náttkjólar úr þakjárni. VÍSITALAN Verðbólgan með veldi sltt virða þjálr flesta. Viltu Gudda í vestið mltt vísitölu festa. Að hafa allt á hælunum hrella náði smalann. Slltnaði burt úr buxunum bölvuð vísitalan. ÓFRIÐUR Felmtri sló á Formósu er fjandmenn drógu að herlnn, og frlði og ró þar förguðu, en fjandinn hló á kínversku. FRAMLIÐINN MAÐUR KVAÐ A GLUGGA I ÞÓRSGÖTU Fáum árum eftlr að ég var hengdur sakleysi mitt sannað var, svona eru dómar ráðstjórnar. BJARGRÁÐ Loksins þjóðin þetta sá, þótt hér dýrtíð geysi að velmegunin veitur á vanefndaskortsleysi. Verðbólgan að vísltölu spurði, var sú ekki viðlátln, hún var að telja bjargráðln. ÞINGMENN SÆKJA SOVÉT HEIM Stórmannlega í veiglum veitt var hjá harðstjórunum. Þlngmennlrnlr brostu breltt við barnamorðlngjunum. (1951)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.