Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 261 Nú hafði Snæbjörn siglt í útnorður í nær tvö dægur, og eigi örlaði enn á hin ævintýralegu Gunnbjarnarsker. Fjöll íslands voru löngu horfin, en á bakborða hafði lengi legið mikill þoku- bakki, er lokaði allri sýn í vesturátt, og skammt sást um stafn fram. Og nú féll byrinn. Hrólfur rauðsendski gekk til Galta. Þeir höfðu skiptsk á um að stýra alla leiðina. Þetta er ísaþoka, mælti Hrólfur, og mun nokkuð hart undir búa. Oft er ísaþoka á íslandi, mælti Snæ- björn, þó að undir búi bæði grænt og milt. Sumir kurra, sagði Hrólfur.... Eigi spyr eg að því, mælti Snæ- björn.... En eg vil minna þig á það, er áskilið var í okkar samningum, að eg skyldi vera fyrirmaður þessa leið- angurs.... Nú kvað við óp mikið, sem heyrðist um allt skip og í hvert flet. Var fögn- uður mikill og sigurhreimur í rómn- um. Það var Snæbjörn galti, sem kall- aði og kvað: Veslir vílmegir vakni hugrakkir, drengjum dáðrökkum drýgir glaðværi land í útsuðri, land um stafn frammi, land í ókynni, landsýn hátigin. Varð ys og þys um allt skipið, er menn heyrðu kallið. Risu allir upp og lituðust um undrandi. Vindurinn hafði snúizt, og stóð nú af suðri eða suð- vestri. Þokubakkinn í vestri var horf- inn, en við blasti á bakborða borgar- ísjaki hár og mikill, og á bak við hann var ísspöng allbreið allt til lands og lágu kópar á ísinum. Til lands gat að líta hálendi mikið og gnæfandi fjöll með geysiháum tindum, en á milli gnípanna komu fram skriðjöklar, er námu við sjó sjálfan. Á bak við virtist allt land vera sveipað jökulhvítum serki. Undirlendi var hér ekkert og grænt hvergi“. Þannig lætur Sigurjón hinn vest- ræna heim birtast íslendingum í fyrsta sinn. Og svona kaldranalega birtist hann án efa Snæbirni galta og félögum hans við fyrstu sjón. En Grænland var fundið! Vestur- heimur var fundinn! Grænlandsís- inn og ókynnið fyrir vestan ísland var sigrað! Nú lá leiðin greið fyrir hina íslenzku sægarpa, og síðar aðra Norðurálfumenn, til vesturs og suðvesturs til frjósamari og veð- urblíðari stranda. Skáldið lætur svo þá Snæbjörn galta halda nokkru lengra norður með landinu og leggja inn á fjörð- inn Öllumlengri, sem kunnur er úr Króka-Refssögu og úr Grænlands- lýsingu ívars Bárðarsonar frá ca. 1360. Þar eru fögur sólskin og veð- urblíða, láglendi vafið grasi, lyngi, kjarrskógi og öðrum gróðri undir háum fjöllum en gnægð veiðidýra á landi og í sjó. Lýsir skáldið könn- un þessa svæðis sennilega. Og svo lætur skáldið Snæbjörn galta framkvæma hið löngu fyrirhugaða markmið ferðarinnar með þessum orðum: „Helga ég mér allt þetta mikla land, sem ég og mínir skipverjar höfum fundið fyrstir manna. Svo hjálpi mér hinn almáttki áss, Þór, Njörður og Freyr og guð móður minnar, til þess að halda þessu ríki án þess að þurfa að beygja háls fyrir nokkrum né nokkru nema lögum Alþingis við Öxará“. Öllumlengri er næsti og líkleg- asti staðurinn, þar sem þeir Snæ- björn galti gátu náð landi í Græn- landsóbyggðum, og þar hafa þeir án efa tekið land. En að þeir höfðu vetursetu í Grænlandsóbyggðum, sýnir þessi texti úr Landnámu: „Þeir fóru að leita Gunnbjarnar- skerja og fundu land (þ. e. Grænland). Eigi vildi Snæbjörn kanna láta um nótt. Styrbjörn fór af skipi og fann fésjóð í kumbli og leyndi; Snæbjörn laust hann með öxi; þá féll sjóðurinn niður. Þeir gjörðu skála og lagði hann í fönn. Þorkell son Rauðs fann, að vatn var á forki, er stóð út um skálaglugg; það var um gói; þá grófu þeir sig út. Snæbjörn gjörði að skipi, en þau Þor- oddur voru að skála af hans hendi, en þeir Styrbjörn af Hrólfs hendi. Aðrir fóru að veiðum. Styrbjörn vó Þorodd, en Hrólfur og þeir báðir Snæbjörn. Rauðssynir svörðu eiða og allir aðrir til iífs sér. Þeir tóku Hálogaland og fóru þaðan til Islands og komu í Vaðil. Þorkell trefill gat sem farið hafði fyrir Rauðssonum. Hrólfur gerði virki á Strandarheiði". Síðan segir Landnáma af hefnd- unum eftir Snæbjörn. o—/—o Þótt Snæbjarnar galta sjálfs nyti ekki við til frekari landkönnunar og athafna, varð þessi för hans og landafundur hinn afdrifaríkasti. Eftir heimkomu förunauta Snæ- bjarnar galta mun ekki hafa verið eins tíðrætt um neitt á íslandi eins og hið nýfundna, mikla ísa- og jöklaland í vestri, er var fullt af hinum dýrmætustu konungsgersem -um í fornöld, svo sem hvítabjörn- um, hvítum völum, sverði, tönn og sæg af óstyggðum veiðidýrum á landi og í sjó, þar á meðal miklum sauðgæfum hreindýrahjörðum. í augum þeirrar tíðar manna var þetta hin mesta gullnáma. Því gripu Breiðfirðingar tækifærið, er Eiríkur rauði varð sekur fjörbaugs sekt á Þórsnesþingi 982, skutu und- ir hann skipi, og réðu honum skips- höfn, og sendu hann til að kanna hið nýja land til suðurs og vesturs, hvort þar mundi ekki byggjandi. En sem fjörbaugsmaður hlaut Ei- ríkur að vera algerlega eignalaus. Höfðingjar Breiðfirðinga fylgdu honum út um eyjar, og tóku það loforð af honum, að koma aftur „ef hann fyndi landið“. Hjer er því ekki um Gunnbjarnarsker að ræða, heldur land, sem búið er að finna. Á öðrum stað er sagt, að Eiríkur færi að leita „lands þess“, er Gunn -björn sá, er hann fann Gunnbjarn- arsker. Þá er það orðið ljóst, að Gunnbjarnarsker voru ekki annað en hinir hvössu tindar Grænlands, er vatnaði um vestur í sjóndeild- arhringnum. Má ske voru einhverj- ir af förunautum Snæbjarnar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.