Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 263 „Hvað meinarðu, fóstra góð?“ seg -ir hann. Þá mælti hún fram þessa stöku: Lífið manns er lukka og þraut, liggur að grafar velli. Síðla mátt ei byrja braut, því blinda er á heiðarsvelli. Gísli var flugnæmur og nam vís- una þegar. Hann fór þá að íhuga hvað hún mundi þýða, og sá að fóstra var að ráðleggja sér að leggja snemma á stað, því að dimma mundi með kveldinu áður en byggð yrði náð. Gísli reis þá á fætur, vakti fé- laga sína og bað þá klæðast. Þeir skildu ekkert í þessu óðagoti í Gísla og voru undirtektir daufar. Þó klæddu þeir sig og gengu svo allir þrír heim að Þingvöllum. Þá voru þar flestir í fasta svefni, og enginn sjáanlegur ferðahugur í neinum. Gísli fékk ákúrur hjá sumum fé- lögum sínum og sögðu þeir að þessi árvekni hans mundi vafalaust vita á ill tíðindi. Heldur gekk mönnum seinlega að komast á stað, alltaf var eitthvað sem tafði fyrir. Veður var sæmi- legt, en þó nokkur snjór, og draup vatn af þiljum er þeir lögðu á stað frá Þingvöllum. Þegar leið á daginn tók að dimma í lofti með snjókomu, og svo rauk hann upp á norðan og herti frostið þegar nóttin kom. Ekki sást út úr augum fyrir dimmviðri, og klaki hlóðst á andlit manna, svo að þeim lá við köfnun. Þröngu fötin reynd- ust illa, þau gerðu menn ógang- færa og sprungu utan af þeim. Sex menn létu lífið þarna á heiðinni, en aðra sex kól til skaða, misstu fingur og tær. Tvo kól ekki, og ann- ar þeirra var Gísli. Víðu fötin, sem draumkona hans hafði bent hon- um á að láta gera sér, björguðu honum þá. Öf Hið þögla mál á mllli sálna mér er kært. Það túlkar alit, sem orðunum mun aidrei fært. 1 handabandl hlýir straumar bera boð. Með orðum mun þér aldrel veitt svo örugg stoð. Og augun sýna samúð djúpa i sárri neyð. Þó orðin geti aldrel komlzt alla leið. Á mllli vina þögnin geymir þelið hlýtt. Það yrði, tjáð með orðagjálfri, einskis nýtt. Þltt milda bros, þin hlýa hönd þau bera blóm. Á orðslns valdi er andans kyngl aðeins hjóm. Mltt litla kvæði heflr hlotið harðan dóm. Því þetta eru aðeins orðin innantóm. Dóttir jaröar. Laxamóöir í ÞJÓÐSÖGUM eru til sögur um sil- ungamæður, laxamæður, flyðrumæður o. fl. slíkar kynjaskepnur. Sendi Les- bók Mbl. eina slíka sögu, sem eg hefi ekki séð 1 neinu þjóðsögusafni, sem eg hefi lesið. Sögumaður er Guðmundur bóndi Helgason (d. um 1920), er bjó síðasta þriðjung síðustu aldar og fram yfir aldamót að Tjarnakoti i V.-Hún. Eins og kunnugt er skiftist Miðfjarð- ardalurinn í þrjá dali, er nokkuð kem- ur inneftir. Eftir vestasta dalnum fell- ur Vesturá, ein aðaláin, er myndar Miðfjarðaré. Hún kemur langt austan af Tvídægru, úr ýmsum kvíslum er renna saman vestarlega á Tvídægru norðanverðri, einnig tekur hún vatn frá Sléttafelli austanverðu og er því nokkuð vatnsmikil er hún fellur niður i Vesturárdal. í botni Vesturárdals er hár og fríður foss, er Rjúkandi heitir, er áin ekki laxgeng lengra inneftir. Lítið eitt af laxi hefir einstöku sinnum veiðzt undir Rjúkanda, en veiðiréttinn átti Staðarbakkakirkja. Vart hefir þó verið talið borga sig að stunda veiðl í Rjúkanda, enda er hann alllangt fyrir innan byggð. Munu vera um eða yfir 8 km. frá innstu bæum í Vesturárdal og nær 30 km. frá Staðarbakka inn að fossinum. Eitt sinn, er eg var krakki á Brekkulæk, man eg til að sr. Eyólfur Kolbeins, er þá var prestur að Staðar- bakka, fór veiðiför að Rjúkanda, en veiddi lítið, eða ekkert. Enda mun för- in hafa verið farin meir til gamans en ábata. Fyrrum átti að hafa verið gnægð laxa undir Rjúkanda, en hvarf og er til þess eftirfarandi saga: Vesturárdæl- ir stunduðu mjög veiði í Rjúkanda með góðum árangri, enda var laxinn þar í þykkum torfum, en illt var að ná hon- um, því hann hélt sig mest í iðunni undir fossinum þar sem netum varð illa viðkomið. Tóku bændur nú að hugsa ráð sitt til að hrekja laxinn fram úr iðunni. Varð það ráð þeirra að láta hrísbagga fljóta fram af fossinum. Áð- ur höfðu þeir þvergirt ána með netum neðan hylsins. Er hrísið kom í iðuna hljóp fram mergð laxa og höfðu bænd- ur aldrei veitt svo vel. Vildu þeir nú reyna aðra vél og létu hund koma í ána og veiddu þá enn betur, en ið fyrra sinn. En jafnan slapp ið mesta af laxinum aftur upp í hylinn. Sáu nú bændur að enn gæti veiði þeirra orðið meiri, ef þeir gætu fælt laxinn frá að leita upp í hylinn. Varð það því ráð þeirra að útvega sér lifandi sel, vestan úr Hrútafirði, og sleppa honum í ána. Aður höfðu þeir girt yfir ána og búið um ið ramlegasta. Er selurinn kom í hylinn ruddist fram slík mergð laxa að netin rifnuðu og laxavaðan hélt niður ána til hafs. Síðast kom fram undan fossinum ferlíki mikið og ruddist fram ána. Það var laxamóðirin, var hún svo stór að bægsl hennar tóku upp é tún á bæunum Húki og Dalgeirsstöðum (um 1 km.) Hélt hún eftir laxavöð- unni til sjávar. Síðan hefir lax ekki haldizt við í hylnum undir Rjúkanda. P. A.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.