Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 14
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sklpl með Eiríki 982. Eiríkur kann- aði Vestur-Grænland norður að Snæfelli árið 983 tók hann land í Brattahlíð, og þá er hafin gerð fyrsta bændabæjarins á Grænlandi. Eflaust sat Þjóðhildur kona Eiríks og synir þeirra þar eftir, er hann fór til íslands 985. En 986 létu 25 ísl. landnámsskip, mest frá Breiða- firði og Borgarfirði, í haf til Græn- lands, en haustið 986 fann Bjarni Herjólfsson meginland Ameríku, og svo rak hver stórviðburðurinn annan. Að Eiríkur gaf landinu, sem hann kannaði, fagurgrænt nafn og lofaði það mjög, var fyrst og fremst til að vega á móti þeim hrollvekj- andi lýsingum af vetrarríkinu og vetrarmyrkrinu, er komnar voru áður úr Grænlandsóbyggðum. Árið 1892 var hátíðleg haldin um allan heim 500 ára minning fund- ar Columbusar á Ameríku. Ekki var íslendinga þá getið nje heldur þeirra afreka. Nú eru 1000 ár liðin, síðan Snæbjörn galti opnaði hinn vestræna heim fyrir Norður- álfumönnum. Og 986 höfðu íslend- ingar bæði fundið meginland Ame- ríku og hafið landnám í hinum vestrænu löndum. Á grundvelli landkannana einna í hinum vest- ræna heimi og í heimsskauta- löndunum og lærdómi að austan byggðu íslendingar sjer sjálfir upp sína eigin landfræðilegu heims- mynd. Hún barst suður um Evrópu, og varð undirrót þess, að farið var að leita Asíu í vestur, því Ameríku heldu menn þá vera Asíu. Siglingasamband það, sem ís- lendingar stofnuðu 986 milli Norð- ur-Evrópu og Ameríku um Græn- land helst svo sannað verði óslitið fram til 1500, en líklega svolítið fram á 16. öld. íslenzka Vínlands- leiðin gleymdist heldur aldrei, og hún var enda, svo sannað verði, sigld af suðrænum þjóðum nokk- uð langt fram á 16. öld. En í stað þess að halda þessum Sigurður J. Arness: Á /e/ð / verið J857 GÍSLI Jónsson hét einn af þeim, sem lentu í mannskaðaveðrinu mikla á Mosfellsheiði veturinn 1857. Hann var þá fertugur að aldri, og vinnumaður á Snorrastöðum í Laugardal hjá Eyjólfi Þorleifssyni. Gísli var fæddur á Þórarinsstöð- um 1817. Jón faðir hans dó á bezta aldri 1823. Var Gísli þá tekinn í fóstur að Hamarsholti. Fóstra hans var Margrét Jónsdóttir bónda og bryta á Hömrum, Jónssonar bónda á Hæli í Flókadal, Einarssonar. Margrét var kona Guðmundar kirkjusöngvara og bónda í Hamars- holti, Einarssonar lögréttumanns í Núpstúni í Hrunamannahreppi, Ólafssonar. Það varð skömmu eftir að Gísli kom að Hamarsholti, að hann týnd- ist og vantaði í fimm daga. Var þá allri leit hætt. Eftir húslestur á sunnudegi sást Gísli sitja á hlóð- arsteini í eldhúsinu, og hafði á höfði sér fagurrauða húfu. Hann var ýtarlega spurður um burtveru sína. Margrét komst helzt að þeirri niðurstöðu, að huldufólk hefði afrekum feðra vorra á loft og gæta rjettar og sóma þjóðar vorr- ar, rembist nú öll íslenzka þjóðin við það, ,að grafa þetta allt í gleymsku og dá, og afneita bæði þessum þætti íslands í veraldar- sögunni, afneita tilveru afkomenda hinna fornu ísl. landnámsmanna, sem enn eru við lýði í hinum vest- rænu löndum, eða er nokkur sá íslendingur, er vilji rétta þeim hjálparhönd? — Jón Dúason. ginrit hann til sín, og þess sáust líka merki, þar sem var rauða húf- an. En ekki skyldi hann hafa hana degi lengur — og mun Margrét hafa vistað hana örugglega. Seinna þótti ekki allt einleikið um Gísla, og var það sett í samband við hvarf hans.-------- Áður en lagt var á stað í verið 1857, sagði Gísli það fyrir, að hann mundi ekki komast á sjó þá ver- tíð. Hann bað að gera sér öll föt vel víð, en það var venja þá, að föt væri nærskorin. Þetta var lát- ið eftir honum, en ekki var laust við að fólk hendi gaman að þessu, bæði konur og karlar. En Gísli hafði hugboð um hvað við lá, og lét sig hæðni fólksins engu skipta. Svo var lagt á stað úr Laugar- dalnum og voru þar 14 vermenn saman, margir úr Biskupstungum. Ýmsa hafði dreymt heldur þung- lega fyrir ferðinni, en flestir sinntu því ekki, og þótti ekki mark á því takandi. Þessir 14 menn héldu svo hópinn yfir í Þingvallasveit og gistu 11 á prestsetrinu Þingvöllum, en þrír fóru til gistingar í Vatns- kot, og var Gísli Jónsson einn af þeim. Undir birtu um morguninn dreymir Gísla að Margrét fóstra sín sé þar komin. Hann mundi hvar hann var og skildi elckert í þessu, að hún skyldi vera á ferð úti í Þing- vallasveit. Honum fannst hún vera mjög áhyggjufull. Hann spyr: „Hvernig stendur á ferð þinni hér núna?“ Hún svarar: „Eg er einmitt kom- in til að finna þig undir hervæð- inguna“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.