Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 hafði heyrt þvílíka ræðu. Hún hreif jafnvel svo unga sveina, að þeir mundu kafla úr henni á gam- als aldri. „Ræðan varð upphaf nýrrar aldar hér í borginni“, sagði einn þeirra. Ræðan er nú glötuð, mim hafa verið mælt af munni fram í hrifningu augnabliksins og aldrei verið skrifuð. En um hana hefði mátt segja það, sem skáldið sagði löngu seinna af öðru tilefni: „Að geta sagt rétt orð á réttum stað — það er að vera skáld“. Og þegar hinn nýi ættjarðarsöngur hans hljómaði og bergmálaði um borgina, náði hrifning áheyrenda hámarki sínu, og mörgum fannst sem hér væri kominn Henrik Wergeland endurborinn. Á skömmum tíma hafði Björnson unnið tvo stórsigra, fyrst sem stjórnmálamaður og síðan sem ræðuskörungur og skáld. Hann mátti því vel við una og átti það skilið að fá góða hvíld um sum- arið. Þau hjónin áttu þá heima í Hópi hjá Björgvin, fögrum bústað, sem Michael Krohn konsúll átti. Um- hverfið var unaðslegt, blá sund og hnarreist fjöll og skógi vaxin. — (Þar skapaðist sagan um að klæða fjallið). — í sumri og sól vaknaði skáldskapargáfan aftur. Hann tók til þar sem fyr var frá horfið, en það ætlaði ekki að ganga vel. Hann var altekinn af eldmóði þeim, er brunnið hafði í honum undanfarna mánuði, og skapið var mjög ólíkt því, sem það hafði verið í kyrrðinni og friðnum í Eikisdal sumarið áður. Veittist því erfitt að taka upp þráðinn, þar sem hann hafði skilið við hann. Einhverntíma um veturinn hafði hann fitjað upp á kvæði, sem hann ætlaði að fella inn í skáldsöguna „Árna“. Það hófst þannig: „Ja, vi elsker dette landet“. Nú ætlaði hann að fullgera kvæðið. En eftir því sem verkinu miðaði áfram, varð honum það ljóst, að þetta kvæði gat ekki fallið inn í söguna. Það mundi sprengja umgjörð sögunnar og bera hana algjörlega ofurliði. Hann ákvað því að þau skyldi skilja, sagan og kvæðið, þetta væri tvö sjálfstæð verk. Á hinum fögru vordögum, rétt eftir þjóðhátíðina miklu í Björg- vin, fullgerði hann kvæðið. Eru nú rétt 100 ár síðan. Kvæðið var fyrst birt í „Aftenbladet“ 1859 og var þá sex erindi. Seinna breytti skáldið því. Fimmta erindið var hylling konungs og bræðralags Svía og Norðmanna. Það var fellt úr, en skáldið bætti við nýu erindi í stað- inn. Enn seinna bætti skáldið svo við tveimur erindum, og breytti þá um leið niðurlagi kvæðisins. Var það nú orðið 8 erindi, og þannig breytt birtist það fyrst í „Illustrer- et Nyhedsblad“ 20. desember 1863. Og svo kom vinur hans og frændi, tónskáldið Rikard Nord- raak, og samdi við kvæðið lagið, sem síðan hefir verið þjóðsöngur Norðmanna. Auðséð er á öllu, að lagið er samið við kvæðið, því að þar falla orð og tónar saman í eina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.