Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 2
250 LESBÓK MORGJNBLAÐSINS skógarþykkninu og mynda aðra á, sem rennur þarna norður. Það er Stalláin. Hinum megin við Jökulsá blasa þá við brattar, skógivaxnar brekk- ur, með klettabeltum. í einni brekkunni, neðan við langt kletta- belti syðst, blikar á freyðandí bergvatnslæki, sem falla niður brekkuna, milli stórvaxinna bjarka. Þessi staður heitir Hvann- stóð, og er einn sá allra fegursti í Forvöðum. En — rétt við hægri hönd, hendist hér Hólmáin niður kambinn og seyðir áhorfandann, með þeim söngvanið, sem hún magnar, í hinni miklu hljómkviðu, er hér ríkir, um ár og aldir. Við þann óð er öllum holt að nema staðar um stund — og hvílast. Og einmitt hér var eitt sinn ann- að skáld á ferð. Það var Jón Magnússon. Hann kom frá Mý- vatnssveit, einn og gangandi, en dísir guðanna gáfu honum fagurt veður, alla leið að Svínadal, sem var næsti áfangi. Á leið sinni sá hann líka margar sýnir, eins og öll skáld, sem hrífast af hreinleika og töfrum landsins. Þær birtust síðar í ódauðlegum ljóðum. Af þessum stað er þar brugðið upp eftirfarandi mynd: Hér faeðist jörðin undan ís í öræfanna paradís, er vorsins dúfa vængjablá sér vegu kýs um loftin há. Frá Hólmatungum heyrist gnýr. Þar heiðin þúsund strengi knýr. Þar andar jörð við ilm og hljóm, þar angar kjarr, þar glóa blóm. Hver foss á hörpu, i hyl og ál, hver hólmi sérstakt tungumál. Hver, sem reikar hér um einn, í ríki bjarka og blárra lækja, í þeim ásetningi, að safna minning- um, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, hann mun sjá og sann- færast um, að í þessum orðum skáldsins er falinn lykill að mikl- um lífssannindum. — Þegar djöfullinn fær að dansa í paradís. Flestir munu geta þess til, að aðkoman verði þá óglæsileg. Svo mun líka ávallt reynast. Sjálfur hef ég augum litið ýmsar slíkar myndir. Einni þeirra ætla ég að lýsa hér. — En það er langt frá því að það sé sú Ijótasta. Ófögur mun hún þó þykja og þess vegna festist hún fremur í minni. í nóvember sl. sáu rjúpnaskyttur úr Kelduhverfi nýgengna minka- slóð í nýföllnum snjó, norðan við Hólmána, einmitt á þessum stað, eða í skógarhlíðinni utan og neðan við áðurnefndar brýr. Sá maður, er bezt tók eftir þessu, hafði áður séð minka og veitt þá. Hingað var þá þessi ófögnuður kominn. Það var staðreynd. Nokkru síðar, eða um mánaða- mótin nóv.-des., var hér einstök veðurblíða og alautt. Tilraun til að vinna þennan mink — eða minka — var þó ekki gerð. Af hendingu lentu tvær vanar refaskyttur, úr Kelduhverfi, fram í Hólmatungur 13. marz sl. Þær sáu nýgengna minkaslóð meðfram læk, sem rennur frá Hólmánni syðst, austur og niður í svonefnda Melbugsá, eða nánar tiltekið að stað, sem er einn sá allra fegursti í Hólmatungum. Þar töpuðu þeir af slóðinni, niður í auða og bratta, skógivaxna brekku, fast við sveigmyndaða lygnu á ónni. Allt benti nú til, að minkur, eða minkar, hefðu haldið til á þessum slóðum í allan vetur. Fyrrnefndar refaskyttur veittu því líka strax eftirtekt, að nú sáu þeir hvergi andir eða músarindla, sem allt af bar mikið á áður. Það var grunsamlegt, í meira lagi. Endirinn varð því sá, að vel athuguðu máli, að ekki þótti nú annað sæma, en hefjast strax handa um að fá vana minkaveiði- menn, til að gera þarna rækilega leit. Ástæður voru fyrst og fremst þær, að þarna var minkurinh kominn, í nýtt umhverfi, þar sem fuglalíf var mikið, og veitti um- farendum ómetanlegan unað, og svo hitt, að skeð gat að minkurinn næðist þarna strax, þar sem allt var nú sumarautt og víðast þýðir árbakkar. Sunnudagskvöld 22. marz, eða níu dögum síðar, komu því tveir vanir minkaveiðimenn úr Laxórdal í Suður-Þingeyjarsýslu hingað norður, í jeppa, með hunda og all- an útbúnað, sem hér verður ekki talinn. Annar þeirra var Þórður Pétursson frá Árhvammi, ungur og mjög efnilegur veiðimaður, enda byrjaði hann snemma, eða innan við fermingu, að fást við refaveiðar með föður sínum. Hinn maðurinn var nágranni Þórðar, og sem oft er með honum til aðstoðar á minkaveiðum. Hann heitir Berg- steinn Gunnarsson frá Kast- hvammi, harðduglegur og sýnilega fær í flestan sjó, enda er það oft meiri þrekraun að vera á minka- veiðum en flesta grunar. Það er annars mikið lán fyrir okkur Þing- eyinga, hve marga röska og ósér- hlífna menn við eigum í barátt- unni gegn minknum. Þeir sýna það líka í verki, t. d. í Mývatnssveit og Laxárdal, hve öflugt viðnám þeir veita gegn þessum djöfli, þar sem umhverfið er víða eins æskilegt fyrir hann til varnar og framast má verða. Rannsóknaför Ég átti þess kost að fara með fyrrnefndum veiðimönnum fram í Hólmatungur, ásamt manni úr Kelduhverfi, Adam Jónssyni frá Tóvegg. Hann var önnur refa- skyttan, er rakti slóðina eftir mink- inn 13. marz. Hinn var Kristján Jónsson frá Hlíðargerði. Mánudagsnótt kl. 4, 23. marz, var lagt af stað frá Austara-Landi í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.