Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 2
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hjálpa flækingi eða betlara og hann nýtur þess í ríkum mæli, en hugur hans hvarflar ekki eitt and- artak að þjóðfélaginu. „Sult“ markaði upphaf nýs tíma- bils í norskum bókmenntum. Hinn lýríski tónn, hin snöggu og ó- væntu blæbrigði og hinn laus- beizlaði stíll ollu miklum umræð- um í bókmenntaheiminum og gerðu Hamsun í einu vetfangi einn kunnasta höfund á Norðurlöndum. Bókin er til á íslenzku í snilldar- þýðingu Jóns Sigurðssonar fra Kaldaðarnesi. Næsta bók Hamsuns, „Mysteri- er“ (1892), var ekki síðri þeirri fyrri. Þar er dregin upp ógleyman- leg mynd af sérkpnnilegum ein- staklingi, Nagel, kenjum hans og sérvizku, hinum öru skapbrigðum hans og einkennilegu sambandi við Minutten, ást hans á Dagny Kiel- land og hinum furðulegu áhrifum sem gráhærð piparmey, Martha Gude, hefur á hann. Bókin er um margt svipuð „Sult“, en frásögnin er magnaðri og margræðari. í j,Mysterier“ kemur fram hin ríka andúð Hamsuns á ýmsum við- urkenndum verðmætum og ein- staklingum. Hann lætur Nagel ráð- ast harkalega á menn eins og Ib- sen, Victor Hugo og Leó Tolstoi, en hins vegar er Björnson hafinn til skýjanna. Á sama hátt ræðst Nagel á viðurkennda stjórnmála- menn samtíðarinnar, allt frá Glad- stone til norskra pólítíkusa. í næstu tveimur skáldsögum Hamsuns fær ádeilan yfirhöndina. „Redaktör Lynge“ og „Ny Jord“ komu báðar út árið 1893. í þeirri fyrri ræðst Hamsun á blöðin og stjórnmálamennina, en í þeirri síðari á rithöfunda og listamenn. Þessar sögur eru skrifaðar í raun- sæjum stíl, þó stundum bregði fyr- ir hinum glæsilegu lýrísku stíl- brögðum fyrstu bókanna í „Mysterier" réðist Hamsun a eldri höfunda, en í „Ny Jord“ tek- ur hann yngri mennina í karphúsið og er ekki sérlega mildur í dóm- um. Hann lætur söguhetjuna Coldevin lýsa yngri rithöfundum á þann hátt, að þeir séu andlausir, skorti innblástur, eigi ekki þá áuð- legð sem geri menn stóra í brot- um. •Hin lýríska æð í Hamsun kom aftur fram í skáldsögunum „Pan“ (1894) og „Victoria“ (1898), sem eru stórkostleg prósaljóð. Hann sér konuna í mjög rómantísku ljósi og lýsir henni aðeins í sambandi hennar við karlmanninn. Edvarda í „Pan“ er skoðuð með augum Glahns, við sjáum hana aldrei sem sjálfstæðan einstakling. Hamsun er eitthvert undursamlegasta skáld ástarinnar, sem fram hefur komið í heimsbókmenntunum. Ástin sem hann lýsir er af ýmsum toga: hin skammvinna og brothætta ást eða hin sterka, lífseiga ást sem endist til dauðans, eins og í „Victoria“, hin hamslausa ást, „æðið í blóð- inu“, eins og 1 „Livets Spill“ (1896), „Dronning Tamara“ (1903) og „Livet ivold“ (1910), eða hin kyrrláta tónlist, eins og í skáld- sögunum um förumanninn, stund- um barnaleg og viðkvæm, stund- um grimm. En alls staðar er af- brýðin hið sterka afl sem veldur snöggum geðskiptum og óvæntum viðbrögðum, eins og t. d. þegar Glahn kastar skónum af drauma- dís sinni í sjóinn. Náttúrulýsingar Hamsuns eru einstaklega myndríkar og eftir- minnilegar. Það er eins og sál söguhetjunnar sameinist andar- drætti náttúrunnar og umhverfið gæðist næstum trúarlegri dul- mögnun. Ekkert það hljóð er til, sem eyra skáldsins nemi ekki, og hann virðist hafa sjónskerpu smá- sjárinnar þegar hann lýsir hinum einstöku smáatriðum. í flestum bókum Hamsuns er söguhetjan einmana förumaður, hold af holdi Hamsuns sjálfs. Hann er veiðimaður 1 „Pan“, uppreisnar- maður í „Munken Vendt“ (1902), lítilmótlegur stúdent í „Rosa“ sím- ritari með blóm í hnappagatinu f hinni hugðnæmu litlu sögu „Sværmere“ (1904). Förumaðurinn kemur fram í gervi skáldsins sjálfs í „Den siste Glæde“ (1912). Þar er eldmóðurinn og hrifningarvíman runnin af honum, hann er orðinn íhugull og þunglyndur. Hann kennir í brjósti um mannkynið, en er of stoltur til að láta það uppi. Förumaðurinn er næstum undan- tekningarlaust á^tfanginn af hreykinni og þóttafullri konu, sem er þó trygglynd í hjarta sínu. Hann hefur ímugust á borgarlífinu og menningunni. Ást Hamsuns á hinum heimilis- lausa og ófélagslynda förumanni leiddi til þess að hann fyrirleit þjóðfélagið sem hann lifði í. Þjóð- félagsbreytingarnar, sem áttu sér stað í samtíð hans, fóru í taug- arnar á honum, hann fyrirleit hina nýríku, kapphlaupið um pening- ana, hinn vaxandi ferðamanna- straum, kvenréttindahreyfinguna, niðursuðuvörur og verkalýðsfélög. Þessi fyrirbæri í samtímanum og mörg fleiri réðist hann á í ritgerð- um sínum og ýmsum skáldverkum, t. d. „Börn av Tiden“ (1913) og „Segelfoss By“ (1915). Þessar sög- ur eru þjóðfélagsádeilur þar sem dregin er upp mynd af smábæja- lífinu í Norður-Noregi: menning- in er þar rótlaus, fólkið hefur glat- að hinum gömlu dyggðum, en ekki fengið neinar nýjar í staðinn. Hinn jákvæði boðskapur, sem Hamsun vildi flytja sjúkri samtíð, fólst í meistaraverki hans, „Mark- ens Gröde“ (1917), sem tryggði honum Nóbelsverðlaunin og heims- frægð. Hugmyndirnar í þessari sögu eru runnar frá árunum kring- um 1912, þegar Hamsun hætti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.