Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 13
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 365 eyrun lágu á öxlunum, Egill það veit, eyrun lágu á öxlunum áföst við nef, eins var hár á hökunni og hnýtt garn á vef, eins var hár á hökunni og héngi þar á bót. 1 henni voru tennur sem ónsbrunnið grjót. Hræddur varð hann Egill og hijóp inn í dyr, aldrei veik sér undan af óttanum fyrr, aldrei veik sér undan ódýri því. Bað hún hann um barnkorn að beina s^r í, bað hún hann um barnkorn að beina sér í sekk. „Sjáðu,“ sagði hann Egill, „þau sitja innar á bekk.“ „Sjáðu,“ sagði hann Egill, „þau sitja við ull, lítt eru þau í látunum leiðindafull, lítt eru þau í látunum, leggja þau ei af“. Reiddi þá hún grýla sinn rauðbrota staf, þá reiddi grýla sína rauðbrota stöng. Höggið kom í hnjúkinn, því hún var svo löng, höggið kom í hnjúkinn og hrökk þar í skarð, átta stóru steinarnir stukku í garð, átta stóru steinarnir stukku heim á tún, en þau tóku að yrðast, hann Egill og hún, en er þau tóku að yrðast hún upp reif sitt gin, gaf sig fram að gleypa þann góðlynda vin, gaf sig fram að gleypa þann góðlynda mann. Feitan átti hann færleikinn, færði hann henni hann. Þennan feita færleikinn felldi hún og skar, og svo alla átuna á öxlunum bar, og svo alla átuna æddi hún með á burt, yfir stökk hún ána og strauk svo á þurrt, yfir stökk hún ána ófæra þó. Hennar kaldi hláturinn heyrðist oná sjó, hennar kaldi hláturinn heyrðist oná braut. Barði hún þá á Bræðraá sem beljandi naut, barði hún þá á Bræðraá, svo börnin urðu hrædd. Hún varð þá á hlaupunum svo hræðilega mædd, hún varð þá á hlaupunum svo hræðilega þyrst. Beiddi hún hann Nikulás að beina sér fyrst, beiddi hún hann Nikulás um börnin hans þrjú. Öllum hennar uppkvæði ógnaði nú, öllum hennar uppkvæðum afhermt svo var lærða bæn í baðstofu börnunum þar. „Enga bæn í baðstofu busla ég né syng, hlýt ég helzt að hugsa um það höfðóla Þ«ng, hlýt ég helzt að hugsa um það hvað mér sé beint, betra þykir mér barnskjötið blóðugt og hreint“. „Biddu ekki um barnskjöt í bænum hjá mér, farðu,“ sagði hann Nikulás, „því framorðið er, farðu,“ sagði hann Nikulás, „til fautans á burt.“ Hrein hún þá, svo hvalirnir hrukku upp á þurrt, hrein hún þá, svo hvalirnir hræddust hennar róm. Blóðgaði hún hann Nikulás með biksvörtum klóm, blóðgaði hún hann Nikulás og börnin hans fimm, af því hún var orðin svo ódáðagrimm af því hún var orðin svo uppfyllt með dramb. Hann gaf henni hrútsmör og hálfvættar Iamb, hann gaf henni hrútskrof, svo hún yrði fyllt. Reikaði hún Til Róðhóls með ráðiagið stillt, reikaði hún til Róðhóls rétt heim á hlað Faxið þetta Eirík að finna sig bað, faxið bað hann Eirík að finna sig heim. Ekki voru búin brögðin öll með þeim, ekki voru búin brögðin hennar öll. Hún gekk af stað með gætni gægis að höll, hún gekk af stað með gætni, gaf hann henni mjöð, virtist honum hún verða þá svo viðbrigðaglöð, virtist honum hún verða þá svo viðbrigðakát. Bauð hún honum í hólinn að borða sér át, bauð hún honum í hólinn, bar hún hann þá inn. Ekki var hann orðmargur, hann Eiríkur minn, ekki var hann orðmargur, út vildi hann gá. Vildi slyng í slægðinni ei sleppa honum út, nema hann vildi bringja henni brennivínskút, nema hann vildi bringja henni bjórtunnu með. Þessu játar Eirikur þvert um sitt geff. þessu játar Eiríkur, þá varð hún hýr. en hún Iagðist afvelta, afmæld sem kýr, en hún lagðist afvelta af því hún drakk. Hafði síðan Eiríkur hvatlega á flakk. hafði síðan Eiríkur hvatlega á fót, byrgði hann aftur hólinn og bar fyrir grjót, byrgði hann aftur hólinn og bar fyrir við. Rekið var í hólnum þá rumdi hún sinn kvið, rekið var í hólnum og rumskaði brátt. Bezt er fyrir börnin að breka ekki hátt. bezt er fyrir börnin að byrgja sín hljóð, ef þau vilja vekja hana, þá verður hún óð. Varist þau að vekja hana, veri heldur sett, syngi hvern dag fræðin og slgni sig rétt, syngi hvern dag fræðin, og svo endum vér diktinn hennar grýlu sem drag- mæltur er. nýlátinn 79 ára að aldri. Borgaralegt uafn hans var Adrian Wettach. t I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.