Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 357 Þessir ungu snáðar eru að skrifa hjá sér, hvaða bækur þeim sé mest nauðsyn að lesa. Þeir eiga vissulega úr vöndu að ráða. gæfni og listdansari eða konsert- píanóleikari. Tækni þeirra er mót- uð, og yfirleitt eru þeþ- einstakl- ingshyggjumenn, sem augsýnilega hafa orðið fyrir minni áhrifum af fjöldahreyfingum og atburðum, sem gerast í kringum þá, heldur en „þjóðfélagsandófshöfundar“ á þriðja tug aldarinnar eða á fyrstu árunum eftir síðustu heimsstyrj- öld, því að þeir litu á eigin reynslu með augum Hemingways og tóku hinn nakta og harða rithátt til fyr- irmyndar. Áhrif Faulkners eru sterkari nú, og sumar beztu nýju skáldsögurnar eru frá rithöfundum í suðurfylkjunum. „A Place Without Twilight“ heitir ágæt skáldsaga eftir uhgan rithöfund, Peter S. Feibleman, sem fæddur er í Louisiana. Hann skrifar af nokkurri beiskju um negrastúlku í New Orleans, sem er að berjast við að losna undan áhrifum lífsóttans í foreldrum sínum. Húsmóðir í Kentucky, Ann Hebson, skrifar um ágreining tveggja fjölskyldna í suðurfylkjunum í skáldsögunni „A Fine and Private Place.“ Natúralisminn er að nokkru leyti kominn í ógöngur. í leit að einhverju nýju hafa sumir rithöf- undar leitað út í yztu myrkur þjóð- félagsins, í heim glæpa eða sál- sýki, og sótt þangað efni úr líf- inu í sinni hráustu mynd. Jame3 Jones leitaði að annarri leið. Hann sneri sér að smábæ í miðvestur- fylkjunum og reyndi að glíma við hin stóru vandamál lífs og ásta í skáldsögu, sem er engu minna verk en fyrra rit hans, „From Here to Eternity,“ hin geysivinsæla saga af lífi hermanna. En hann var ofur- liði borinn af feiknum af óvið- komandi og leiðinlegum smámun- um, enda fór „Some Came Runn- ing“ aldrei langt frá landi, og höfðu margir gagnrýnendur á orði, að hún væri stórkostlegasta skipbrot, sem orðið hefði um langt árabil. Skáldsögur úr háskólalífi eru ekki lengur neitt nýnæmi. En það er mikilvægur munur á þessari uppskeru í ár og fyrri bókum af sama tagi, eins og „The Groves of Academe“ eftir sagnaskáldið og gagnrýnandann Mary McCarthy, sem beitir hvoru tveggja í verk- um sínum — mýkt kattarins og beittum klóm. Háskólinn er ekki lengur afskiptur og útilokaður frá hinum raunverulega heimi; nú á ekki lengur við að tæta hann í sundur. á ópersónulegan og gam- ansaman hátt. Háskólinn er orðinn heimur rithöfundarins sjálfs, og hann velur hann fyrir bakgrunn í sögur sínar, vegna þess að hann vill skrifa um það, sem hann þekk- ir til hlítar. — o — Á haustlista bókaútgefenda yfir bækur, sem gefa á út fyrir jólin, ber alltaf mikið á bókum, sem nefna mætti fjölskyldubækur, hornsteina allra góðra heimilis- bókasafna. í þessum flokki eru bækur eins og „A Pictorial History

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.