Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 8
860 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS atriðum hvað auglýsingastarfsemi er og hvernig hún er rekin. Önnur bók um sama efni, ,The Hidden Persuaders“ eftir Vance Packard, gefur „innanbúðarmynd11 — sem stundum er ýkt til þess að ná betri söguáhrifum — af þeirri tækni, sem auglýsendur beita til að hafa áhrif á smekk kaupenda. — o — Barnabækur eru heimur út af fynr sig. Þær eru sér í flokki í bókmenntagagnrýni blaða og tíma- rita, og þar eru þæi greindar í flokka og undirflokka miðað við aldur og áhugamál barna til hag- ræðis fyrir viðskiptavini. Nútíma- list hefur sett ríkan svip á ungl- ingabækur; í myndskreytingum þeirra ber nú minna á nákvæmri og samvizkusamlegri túlkun á raunveruleikanum, en í stað henn- ar eru að ryðja sér til rúms stílís- eraðar abstraktmyndir og einfalt og hugmyndaríkt form. í leit að nýjum og frumlegum hugmyndum hafa sumir bókaútgefendur jafnvel notað barnateikningar til skreyt- inga á barnabókum. Einna vinsæl-' astar eru þó hinar afkáralegu og skemmtilega fjarstæðukenndu teikningar dr. Seuss (réttu nafni Theodor Geisel), sem áður vann við auglýsingateikningar. „Hvað lesa amensk börn helzt?“ Þessari spurningu beindum við til gamals starfsmanns við Schribn- erbókaútgáfuna. „Ævintýri eru alltaf vinsæl,“ svaraði hann. „En síðustu árin hafa vinsældir sagn- fræði og vísinda larið ört vaxandi. Þegar við færum söguægan atburð í búning, skemmtilegs ævintýris, heillar^ það jafnvel allra yngstu börnin. Unglingai eru nú orðnir áfjáðir lesendur rita um sagnfræði og vísindi, og uppáhaldsbækur þeirra í flokki skáldsagnarita eru svonefndar geimferðasögur — þ. e. fantasíur, sem byggðar eru á viðurkenndum möguleikum í vís- indum.“ Sú greiii bókmennta, sem nefnd er essays eða ritgerðir og margir telja dauðvona sem slíka eða jafn- vel algerlega úr sögunni, skýtur alltaf öðru hverju upp kollinum jafngirnileg og fyrr og heillar hugi manna. • „Please Don’t Eat the Daisies11 heitir undursamlega and- ríkt safn persónulegra og bók- menntalegra ritgerðá eftir Jean Kerr, og hefur það um skeið verið metsölubók í Bandaríkjunum. Bróðurpart bókarinnar skrifaði frú Kerr í bílnum sínum úti í bílskúr en þangað hafði hún flúið til að vera í næði fyrir fjórum börnum sínum. Þar rifjaði hún upp þæ" æðistundir, sem eiga sér stað í lífi allra venjulegra fjölskyldna, Og bókarheitið, „Please Don’t Eat the Daisies“ hvaðan kemur það? Jú, það var einmitt þetta, sem hún gleymdi að segja drengjunum sín um, áður en þeir fóru í kvöldverð- arboð .... Og þar hurfu blómin, sem stóðu svo falíeg í vasa á miðju veizluborðinu. Þeir vísu sögðu Aðeins konur og læknar vita, hve stóran þátt lygin á í því að gera menn hamingjusama. Anatole France. a Nú á dögum lifa menn vanabundnu lífi og vinna vanabundin störf .... Ég held pienn hefji styrjaldir út af leið- indum. Aldous Huxley. Heimssöguna má skýra á þann ein- falda hátt, að þegar þjóðir eru voldug- ar eru þær ekki alltaf réttlátar, en þeg- ar þær vilja vera réttlátar eru þær ekki alltaf voldugar.... Winston Churchill. P Þingræðið er versta stjórnarformið — þegar öllum öðrum sleppir! Winston Churchill. Helgi Valtýsson ; áuanir (28. apríl 1959). I dag flugu svanir að sunnan, — sumarsins hvíta þrá. — Hugur minn fyilist fögnuði og söng við flug þeirra um ioftin blá! Hann fylgdi þeim hátt í heiði. — Mitt hjarta var ungt á ný, — þrungið af vorsól og Drottins dýrð, og draumblátt hvert vona-ský! í óræfa friðarfaðmi þeir finna brátt vatn eða tjörn og eignast þar sumar-unaðs líf við egg — og svana-börn. Og lífið ungt og eilíft sig endurfæðir á ný: í gleði og hryggð — og sælu og sorg, - með sóldýrð og hríðarský. En neðra er dimmt og dapurt, og drengskapur þegnanna rýr: Þar kosningaótti og kjördæmaþras og kuldi í hjörtunum býr! — En svanirnir hvítu í heiði eru horfnir: — 1 — 2 — 3! ^JJvLtaiLmna (1945) Guðs andi er vorsins andi, sem yljar freðna jörð og streymir í blaði og blómi um brekkunnar græna svörð. Guðs andi er þær ijúfu lindir í ljósvakans óra-geim, sem streyma um hug vorn og hjörtu, svo himinninn speglast í þeim. Guðs andi er heilagur andi, sem yljar jarðarbarns sál, svo lyftist hún hátt upp mót hlmni og hlusti á Guðs kærleiks mál! t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.