Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 367 handleggsbrotnaði þegar hann lenti í spili við vinnu sína (21.) Björn Blöndal (8 ára) frá Hvamms- tanga fót- og handleggsbrotnaði, þegar hann lenti fyrir sláttuvél að Litla Hamri í Miðfirði (21.) Halldór Vilhjálmsson (64 ára), Smáratúni 14, Selfossi, féll úr stiga í grunn nýbyggingar og beið bana (22.) Eldur kom upp í frystihúsi Ishúss- félags Bolungavíkur að næturlagi. — Tjónið nam fleiri hundruðum þús- unda (23.) Vörubíllinn X-351 valt á vegarbrún brekkunnar fyrir neðan Skíðaskálann í Hveradölum og skemmdist talsvert. Þrír menn, sem á honum voru, þörfn- uðust rannsóknar læknis (24.) Maður varð fyrir bíl á Reykjanes- braut og meiddist á höfði og síðu (20.) Köttur olli því að bíll valt í Glerár- hverfi á Akureyri (28.) Lagarfoss rakst á þýzkt flutninga- skip á hafi úti, en skemmdist sama og ekkert (28.) Bíll með 5 erlenda ferðamenn vait við neðstu beygjunna á Vaðlaheiði austanverðri. Bílstjórinn hlaut slæm- an skurð. Aðra sakaði ekki (28.) Tveir bílar rákust á skammt frá Akranesi. Telpa í öðrum þeirra hand- leggsbrotnaði (28.) Róstusamasta nótt í sögu Siglufjarð- ar. 11 lögregluþjónar fengu ekki við neitt ráðið og gripu til táragass (28.) Tveir síldarbátar, Hamar frá Sand- gerði og Akurey, rákust á í þoku, en skemmdust lítið (29.) Eldur kom upp í bílaverkstæði Ræs- is við Skúlagötu. Viðgerðarmaður að nafni Guðmundur Ragnars brenndist, en bíll þýzka sendiherrans hér eyði- lagðist (29.) Brezkt herskip kom til Grundar- fjarðar með slasaðan sjómann (31.) AFMÆLI 40 ár síðan Scheving Thorsteinsson tók við forstöðu Reykjavíkurapóteks (3.). Bandalag íslenzkra skáta 35 ára (4.) Byggingafélag verkamanna í Reykja- vík 20 ára (5.) Flug á íslandi 40 ára. Frímerkjaút- gáfa (24.) 100 ára afmæli Prestbakkakirkj u (30.) HEIMSÓKNIR OG SAMKOMUR Fyrsta erlenda skemmtiferðaskipið á sumrinu, Ariadne frá Hamborg (1.) Finpskur blaðamaður í mánaðar- heimsókn (5.) Nýr sendiherra Brazilíu kemur til landsins (5.) Þýzki sendiherrann, Hans Richard Hirschfeld, heimsækir sveitir austan- fjalls (7.) Forseti Islands skoðar sænska skemmtiferðaskipið Gripsholm á ytri höfninni í Reykjavík (7.) Skemmtiferðaskipið Caronia í Reykjavík (9.) Skátamót í Vaglaskógi (10.) Danskir kvikmyndatökumenn í Hvalfirði (12.) Umdæmisþing Rotary-klúbbanna haldið á Sauðárkróki (12.) Svíarnir Anders Ek og Peter Hall- berg koma fram á aðalfundi Islenzk- sænska félagsins (15.) Danskir kennarar í heimsókn hjá ís- lenzkum stéttarbræðrum (15.) Stokkseyringamót á Stokkseyri (18.) Carlo Schmid, varaforseti vestur- þýzka þingsins, flytur fyrirlestur í Há- skóla íslands (18., 21., 24.) Fulltrúar bæjarstjórnar Kaup- mannahafnar heimsækja Reykjavík (18., 23.) Setning Alþingis (21.) Húnvetningamót á Hveravöllum (23., 26.) Nixon kom við á Keflávíkurflug- velli á leið til Moskvu (24.) Íslenzk-ísraelskt félag stofnað í Reykjavík (30.) Vottar Jehóva héldu mót í Reykja- vík (30.) LISTIR OG ÍÞRÓTTIR Vígslumót Laugardalsvallarins hófst með bæjakeppni í frjálsum íþróttum milli Málmeyjar og Reykjavíkur (3.) Sinfóníuhljómsveitin fer um Norð- ur- og Austurland með einsöngvara og einleikara (3., 11., 18., 22.) Drengjaflokkur frá Holte Idræts- forening sigraði drengjaflokk Þróttar í knattspyrnu 4:Ö (2.) Björn Ólafsson og Jón Sen komnir heim úr hljómleikaför um Bandarík- in (4.) Landslið Noregs í knattspyrnu kem- ur til Islands (4.) Kappróðramót Róðrafélags Reykja- víkur (4., 5.) 24. landsleikur íslands í knatt- spyrnu (7.) Vígslumótinu í Laugardal lokið. Um- fangsmesta mót sem haldið hefur ver- ið hérlendis (7.) Islenzkt sundfólk á móti í Rostock í Austur-Þýzkalandi (8.) Urvalslið józkra knattspyrnumanna í íslandsferð (8.) Fjórðungsmót hestamannafélaga haldið á Sauðárkróki (9., 14., 15.) Guðrún Á. Símonar fær góða dóma i Bandaríkjunum (9.) Golfmót Islands háð í Vestmanna- eyjum (11.) Um 200 kirkjukórar starfa nú hér á landi (11.) Hafnarfjörður vann Kópavog í frjáls- íþróttakeppni (12.) Jón Pétursson annar í hástökki a alþjóðlegu íþróttamóti í Ro'stock i Austur-Þýzkalandi (12.) Sveinn Ársælsson golfmeistari ís- lands 1959 (14.) „Landsleikur“ íslands og Jótlands 1:1 (14.) Styrkt Akraneslið sigrar Jóta i knattspyrnu 3:2 (14.) Eyjólfur Jónsson synti úr Vest- mannaeyjum til lands á 5% tíma (14., 15.). Afmælismót Ármanns á Laugardals- vellinum (15., 16., 17.) Skákeinvígi Friðriks Ólafssonar og Inga R. Jóhannssonar (17., 19., 21., 22.. 28.,). íslandsmót í handknattleik karla utanhúss (19.) Tvær íslenzkar sveitir taka þátt 1 Evrópumeistaramótinu í bridge (19.) Fyrsta konan (Helga Haraldsdóttir) syndir yfir Skerjafjörð (27.) „Blaðaliðið" vann B-landslið í knattspyrnu 3:2 (24.) Eyjólfur Jónsson synti frÉj Kjalar- nesi til Reykjavíkur á 4% tíma (28.) Reykvíkingar unnu Vestmannaey- inga í golfi (28.) Fimleikafélag Hafnarfjarðar Islands- meistari í handknattleik karla utan- húss 1959 (28.) Helga Haraldsdóttir synti úr Viðey til lands á 1:47 klst. (29.) Sinfóníuhljómsveit íslands hélt 38 sjálfstæða tónleika sl. starfsár (30.) B-landslið Islands vann A-lið Fær- eyja 5:2 (30.) Akureyri vann í þremur af fjórum flokkum á Róðramóti íslands (30.) KR bezta frjálsíþróttafélag Reykja- víkur 1959 (31.) i VEIÐAR Síldarsöltun hafin á Siglufirði (2.) Norðurlandssíldin gengur á miðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.