Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Blaðsíða 6
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „An American Amen.“ eftir hin:i ágæta kaþólska klerk La Farge Þessi bók er um lífið í Bandaríkj unum í dag, byggð á nákvæmri athugun höfundar, og er bókin eins konar viðbót við sjálfsævisögu hans, „The Manner is Ordinary" „The Letters of Emily Dickin- son,“ útgáfa af einkabréfum skáld- konunnar og æviatriði hennar, gef in út í þremur bindum sem viðbót við heildarútgáfu af ljóðum henn- ar, sem kom út fyrir fáeinum ár- um. Þetta ritsafn er ómissandi fróð leikur um þessa amerísku skáld- konu 19. aldar, sem gagnrýnendui telja í fremstu röð amerískra ljóð- skálda. í fyrstu bréfunum opnar ung og tilfinninganæm stúlka hug sinn allan, en þegar tímar líða, verður stíllinn mjög agabundinn, en glæsilegur, með leiftrandi and- ríki og nákvæmum líkingum, þar sem greina má hinn hnitmiðaða, orðspaka og ákaflega persónulega rithátt, sem einkennir kveðskap hennar. Málaralistinni hefur mjög vaxið fiskur um hrygg í Bandaríkjunum frá því í stríðslok, og eru lista- verkabækur yfirleitt orðnar vin- sælli nú en nokkru sinni. Menn af öllum stéttum standa nú við málaragrindina með pensil í hönd eða þá þeir fylla heimili sín ekki aðeins með góðum endurprentun- um af listaverkum, heldur verða frummyndir æ algengari. Frönsk málverk, ^talski renisansinn og spænsku meistararnir eru alltaf jafnvinsælir, en á seinni árum hef- ur sviðið breikkað og nær það yfir margar aldir og mörg meginlönd — „safn án veggja“ eins og André Malraux talaði um. Amerísk list hefur verið sett undir smásjá gagn- rýnenda í fjölda bóka í tveimur ýtarlegum og greinargóðum verk- um er rakin þróun hennar frá fyrstu dögum og fram til okk- Það er margt að skoða í þessari bókabúð í VVashington D.C. of the Revolution," sem er mynd- skreytt saga af fæðingu amerísku þjóðarinnar. Um útgáfuna sá starfs lið hins vinsæla og þekkta banda- ríska tímarits „American Heri- tage,“ sem gefið er út í bókarformi og helgað eingöngu sagnfræði. Þá má nefna hina greinargóðu og ýtar legu bók Josephs Raybacks, „Hist- ory of American Labor,“ en það er rannsókn á öðrum þætti í sögu Bandaríkjanna, sem hefur átt mik- inn hlut í að móta Ameríku nú- tímans. Svipuðu hlutverki gegnir ritsafn eins vinsælasta satíruskálds Bandaríkjanna, S. J. Perelmans, „The Most of S. J. Perelman,“ þótt verk hans séu meira léttmeti en verk þau, sem á undan eru nefnd Perelman skrifar iðulega í tímarit- ið „The New Yorker" og er snill- ingur í meðferð enskrar tungu. Aðrar nýjar bækur, sem menn kynnu að hafa rekið augun í undir jólatrénu um síðustu jól, vafðar skrautlegum umbúðum og borðum, eru: ,„Illustrated Library of Natural Sciences,“ fjögur þykk bindi, búin undir prentun af starfsliði amer- íska náttúrugripasafnsins í, New York-borg fyrir almenning. „The Rodgers and Hammerstein Song Book“ — með nótur fyrir píanó og söngtexta úr hinum vin- sælu söngleikjum tvímenninganna — Oklahoma!, South Pacific o. fl. — sem heillað hafa tugi milljóna manna í Bandaríkjunum og víðar um heim og hafa komizt næst því að skapa nýja og algerlega amer- íska óperu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.