Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 4
492 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS saman konum til þess að kverka og salta síldina, en þá var sá hængur á, að engin þeirra kunni neitt ti’ slíkra vinnubragða. Þær áttu held ur engin hlífðarföt til þess að verc í, og engin átti hentugan hníf tiJ þess að kverka með. Norðmenn léðu nokkrum olíustakka, til þess að vera í, og eitthvað áttu þeir einnig af hnífum. Og svo hófst fyrsta síldarsöltun- in á Siglufirði. Hún mundi ekki hafa þótt krjáleg nú á tímum. Síld- inni var steypt á mölina á eyrinm, viðvaningar einir unnu að söltun- inni og margt fór í handaskolum. En Norðmenn kenndu stúlkunum aðferðina og brátt kornust þær upp á lagið. Og þegar þessu var lokíð, gerðist það, sem aldrei hafði áður komið fyrir í sögu Siglufjarðar, að vinnulaunin voru greidd í pening- um. Auk þess var goldið miklu hærra kaup, en fólk hafði átt að venjast. Nýr tími hafði haldið inn- reið sína. Um sumarið komu mörg fleiri veiðiskip, þar á meðal þrjú, sem áttu að halda til á Raufarhöfn, en höfðu enga síld fengið þar. Öll þessi skip voru þannig útbúin, að þau áttu að salta síldina um borð, og var skipverjum ætlað það verk. En þegar mikið veiddist, varð að fá fólk úr landi til aðstoðar. Veittu skipin þannig talsverða atvinnu um sumarið. Svo vel veiddist þetta „Albatros", sem komu nú mec alveg glænýtt veiðarfæri, sem kali- að var upsanót, en hefir síðan gengið undir nafninu herpinót. Veiðarfæri þetta höfðu Norðmenn fengið frá Bandaríkjunum, en þar hafði það verið notað um nokkur ár til þess að veiða makríl, sardín- ur og aðrar smáfiskategundir. Það var Th. S. Falk konsúll í Stafangri. er hafði látið sér til hugar koma. að nota mætti slíka nót til síld- veiða. Og nú voru tvær fyrstu herpinæturnar komnar til íslands og skyldu reyndar þar. Með þessu var brotið blað í síldveiðasögunni. Hinn 26. júlí 1904 kom „Atlas“ til Siglufjarðar með fyrstu herpinót- arsíldina, 200 tunnur, sem skipið hafði veitt um nóttina úti á Skaga- grunni. Og rétt á eftir kom „Al- batros“ með góðan afla. Er svo ekki að orðlengja það, að þessi skip veiddu svo mikla síld, að ekki hafð- ist undan að salta, og eftir vikuna urðu þau að hætta veiðum um sinn af þeim sökum. En á þessum tíma veiddu reknetaskipin ekkert. Hér hefst nýtt tímabil í sögu Siglufjarðar og má óhætt telja 26. júlí þann merkisdag, að hans ætti að vera minnzt ár hvert. Nú hefst uppgangur staðarins. Árið 1904 voru um 400 íbúar í allri sókninni. Þeim fjölgar nú mjög ár frá ári og eru orðnir 1114 árið 1917. En á hverju sumri voru aðkomumenn þar miklu fleiri en staðarbúar, sjó- Roaldstöðin Gata á Siglu- firði, til hægri revkháfurinn á síldarbræðslu Goos. sumar, að öll skipin nema eitt, fótu fullhlaðin heim um haustið. Þá um veturinn sátu konur i Siglufirði við það að sauma sér svuntur og ermar og olíubera þær. Einnig keyptu þær sér hentuga hnífa til kverkunar. Þær ætluðu sér ekki að standa slyþþar uppi, þegar síldin kæmi næsta sumar og kallað væri á þær til vinnu! Ný tímamót Sumarið eftir (1904) komu um 100 norsk skip til Siglufjarðar. Þar á meðal voru nokkur stór skip, sem lágu í höfn allan tímann, keyptu síld af veiðiskipunum og söltuðu um borð, en fengu til þess söltunar- stúlkur úr landi. Skip þessi komu einnig með efnivið í nýar bryggjur og söltunarpalla. Flest veiðiskipanna voru segl- skip, en þó nokkur gufuskip. Meðal gufuskipanna má telja „Atlas“ og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.