Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 14
502 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nöfn, sem eg kannaðist við. Eg rakst á einn Trubetskoy, en engan Obolen- sky, Shcherbatov, Maruatinsky, Scha- kovskoys né Volkonsky. Það var eins og tíminn hefði þurkað út þessi nöfn. En á einum stað rakst eg á upphafs- stafi í nafni, sem minntu mig á einn ættingja minn. Eg skrifaði hjá mér húsnúmerið og flýtti mér þangað. Þetta var í fyrsta skipti að eg kom inn í rússneskt íbúðarhús. Hér var allt í niðurníðslu, eins og í flestum húsum í Moskvu. Eg fór upp stiga og mætti þar konu. „Afsakið“, sagði eg, „en getið þér ekki sagt mér hvort Sergei Mikhailo- vich Ivanov á hér heima?“ Hún leit á mig því augnaráði, er gaf til kynna, að slík spurning ætti ekki við hér, og hreytti svo úr sér: „Eg veit það ekki“. Seinast rakst eg á litla telpu, sem var að leika sér ofarlega í stiganum og hún vísaði mér leið. Eg hringdi með hálfum huga. Skyldi frændi þekkja mig? Lítill drengur opnaði fyrir mér og eg gekk inn í rykugan gang. Þar var kona að tala í afgamlan síma. Þegar talinu var lokið, leit hún tortryggnislega til mín. „Einu sinni átti hann hér heima, en nú er hann fluttur", sagði hún svo. Eg bað hana að afsaka ónæðið og ætlaði að fara, en þá sagði hún: „Bíðið andartak. Það er stundum hringt til hans hingað og þess vegna lét hann okkur í té nýa símanúmerið sitt. Mað- urinn minn skrifaði það á blað, og það er hér einhvers staðar". Hún grautaði í bréfadrasli, sem var á borði hjá rúminu þeirra. „Hérna kemur það. Er hann ekki skjalþýðandi?" og enn var sama tor- tryggnin í rómnum. Eg flýtti mér út og inn á næsta síma- bauk. Þar hringdi eg í þetta síma- númer. Ókunn karlmannsrödd svaraði. Eg sagði til nafns míns, og svo varð löng þögn. „Þú hlýtur að kannast við mig“ sagð’ eg. „Eg er dóttir hennar Önnu móðursystur þinnar. Eg dvelst hér í Moskvu um hríð, og mér datt í hug að við gætum hitzt". Hikandi kom röddin. „Er þetta satt? Eg get varla trúað því. Við höfum oft hugsað til þín. Guð almáttugur! Þú Grúsk: íslenzk skáld í IV. Gunnlaugur ormstunga hvílir í Lífangri MEINLEG örlög Gunnlaugs ormstungu, Helgu hinnar fögru og Hrafns Önund- arsonar, réðust vegna ofstopa og metn- aðar. Gunnlaugi er svo lýst: Hann var snemmendis bráðger, mikill og sterkur, ljósjarpur á hár og fór allvel, svart- eygur og nokkuð nefljótur og skap- fellegur í andliti, miðmjór og herði- mikill, kominn á sig manna bezt, háv- aðamaður mikill í öllu skaplyndi og framgjarn snemmendis og við allt ó- væginn og harður og skáld mikið og heldur níðskár og kallaður Gunnlaugur ormstunga. Helga var svo fögur, að það er sögn fróðra manna, að hún hafi fegurst kona veizt ekki hvað þú hefir vakið hjá mér mikla geðshræringu". „Ef eg má ekki heimsækja þig, þá getum við ef til vill fundist einhvers staðar", sagði eg. „Eg er alveg yfir mig kominn af undrun“, sagði röddin hikandi og dræmt. „Ótrúlegustu hlutir geta skeð. En hlustaðu nú á, og þú mátt ekki reiðast mér. Eg get alls ekki hitt þig! Fyrirgefðu mér“. Það var ekkert að fyrirgefa. Eg fann hvað honum þótti vænt um að heyra í mér og að ættræknin var enn óbil- uð, en óttinn og skömmin út af því að vera orðinn ánauðugur þræll, réði mestu. „Eg skil þig“, sagði eg. „Þú þarft ekki að útskýra neitt. En segðu mér fljótt einhverjar fréttir af ættingjum okkar, og skilaðu síðan hjartans kveðju til þeirra allra“. Ofurlítil þögn. Svo 1 i nu s’itróttar upplýsingar um þá sem voru á lífi og hverjir væri dánir. „Meira veit eg svo ekki“, sagði hann. „Guð blessi þig og alla ættingja okk- ar, sem eru á lífi. Vertu sæl!“ „Guð blessi þig“, svaraði ég og lagði frá mér símann. framandi mold verið á íslandi. Hár hennar var svo mikið, að það mátti hylja hana alla, og svo fagurt sem gull barið, og engin kostur þótti þá þvílíkur sem Helga hin fagra í öllum Borgarfirði og víða anr- ars staðar. Hrafn var mikill maður og sterkui manna sjálegastur og skáld gott, og er hann var mjög rosknaður, þá fór hann landa á milli og virðist hvarvetna vel þar sem hann kom. Gunnlaugur fór utan þegar hann var 18 ára, en bað áður Helgu hinnar fögru. Þorsteinn faðir hennar léði máls á því, að hún skyldi vera heitkona hans um þrjá vetur, en eigi festarkona, „en eg skal laus allra mála ef hann kemur eigi svo út, eða mér virðist eigi skap- ferði hans“. Má á þessu sjá, að Þor- steini hafi þótt maðurinn óráðinn, og vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Gunnlaugur kom til hirðar Ólafs sænska Sviakonungs. Þar var þá fyrir Hrafn önundarson og hafði verið Dar um hrið. Konungur spurði Hrafn hver maður Gunnlaugur væri. „Hann er hinnar beztu ættar og sjálfur hinn vaskasti maður“, svaraði Hrafn. Urðu þeir síðan sessunautar og fell vel á með þeim um sinn. Én svo var það að báðir vildu færa konungi kvæði, og vildi Hrafn fyr flytja sitt kvæði, þar sem hann hefði verið lengur með konungi. „Hvar komu feður okkrir þess“ mælti Gunnlaugur, „að faðir minn væri eftir- bátur föður þíns, nema alls hvergi? Skal og svo með okkur vera“. „Gerum þá kurteisi", mælti Hrafn, „að vér færum þetta eigi í kappmæli, og látum konung ráða“. Konungur lét Gunnlaug flytja fyr, en síðan bað hann þá dæma kvæði hvor annars. Um kvæði Gunnlaugs sagði Hrafn: „Það er stórort kvæði og ófagurt og nokkuð stirðkveðið sem Gunnlaugur er sjálfur í skaplyndi" En um kvæði Hrafns mælti Gunnlaugur: „Það er fagurt kvæði sem Hrafn er sjálfur og yfirbragðslítið. En hví ortir þú flokk um konunginn, þótti þér hann eigi drápunnar verður?“ Þetta mislíkaði Hrafni mjög. Og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.