Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 497 þeir voru að leitast við að hremma fanga. Hershöfðinginn var að vísu í buxum óbreytts hermanns, en — því miður hans vegna — þá var skyrta hans úr of fíngerðu efni til að vera í samræmi við það. En lítum nú á leiksvið þessara at- burða. Ensku landnemarnir hafa komið sér fyrir á austurströndum Norð- ur-Ameríku að baki Appalachian- fjalla. Þeir leggja áherzlu á sam- bandið við hafið, sem þeir hafa komið yfir 'og er flutningaleiðin fyrir vistir frá heimalandinu. Þeim er næstum með öllu ókunnugt um hinar feiknamiklu og hættulegu víðáttur meginlandsins handan fjallanna, þar sem Spánverjar sækja fram úr suðri og Frakkar niður með Missisippifljóti úr norðri, en þeir hafa gert lauslegar landakröfur í skjóli nokkurra vígja, trúboðsstöðva og skinna- kaupmanna. En er tímar liðu, og ensku bænd- urnir og landnemarnir fóru að kynnast þessu harðbýla landi og grimmlyndum íbúum þess, þá fóru sérréttindi yfirstéttarmanna og lé- leg stjórn konungs þeirra að fara í taugarnar á þeim, svo þeir lýstu yfir fullkomnu sjálfstæði sínu frá slíkri vitleysu. Og það sem meira var, þeim tókst að standa við það, því þeir voru í senn skyttur góð- ar og langt að heiman frá Bret- landi. Þá var það, er þeir tóku að finna til sjálfstæðis síns, að þeim varð litið í vestur og sáu hinn víðáttumikla og frjósama Missi- sippidal, sem á- engan sinn líka í heimi sem landbúnaðarland utan sléttur Ukrainu. Thomas gamli Jefferson, sem var engu óhagsýnni fasteignakaupmaður en heimspek- ingur á óafhendilegan rétt manna, uppgötvaði þá að þetta land lá undir nauðungarsölu, því Napó- leon Bonaparte var á hvínandi kúpunni; og gerði Jefferson sér þá lítið fyrir og keypti það fyrir 15 milljón dali. Þetta gerðist árið 1803. Niður að vatnaskilum Missi- sippifljóts þyrptust nú landnemar og jarðlausir bændur. Og þegar þeir einu sinni voru komnir af stað í vestur stöðvuðust þessir þjóðflutningar ekki fyr en harð- gerðu karlarnir með löngu byss- urnar og heilags Jakobsbiblíur sínar voru komnir að ströndum hins mikla Kyrrahafs. —oOo— En hlaupum nú ekki yfir í sög- unni. Um 1820 voru ensk-amerísku landnemarnir á landamærum hins spænska Texas og horfðu öfundar- augum á blómlegar og frjósamar slétturnar, sem teygðu sig í óend- anlegri víðáttu sinni fyrir augum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.