Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 8
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ævar R. Kvaran: Orustan í Texas 1836 sem breytti gangi veraldarsögunnar MARZMÁNUÐUR 1952; Houston, Texas. Við erum þrír leikhúsmenn á ferð, hver úr sínu heimahorninu: leiktjaldamálari frá Aþenu í Grikklandi, leikstjóri barnaleik- rita frá Montevideo í Uruguay og ég frá íslandi. Hár og herðabreið- ur, ljóshærður risi hefur tekið að sér að sýna okkur borgina Houst- on, stærstu borg Texasfylkis í Bandaríkjunum. í góðu skapi og fullir eftirvæntingar byrjum við ökuferð okkar gegn um undraland þessarar borgar. um snotrum húsum og stórum verksmiðjum, hafskipabryggjum og söltunarstöðvum. Þetta er allt byggt fyrir „síldarpeninga“ og margir hafa lagt stein í þá bygg- ingu. En þegar á allt er litið finnst mér hlutur siglfirzkra kvenna þar stærstur. í engum kaupstað lands- ins hefir öll kvenþjóðin unnið jafn ósleitilega eins og þar. Og þar þekktist enginn stéttarmunur. Jafnt háar sem lágar gengu að síld- arvinnunni og unnu sér hvorki svefns né hvíldar þegar mest var að gera. Þar stóð prestsfrúin við hlið lausakonunnar, 12 og 14áraung -lingar við hlið gráhærðra kvenna. Það var nokkurskonar þegnskylda eða borgaraleg skylda að hver ein- asta kona, sem rólfær var, skyldi vinna í síld. Og þannig hefir þetta verið á hverju ári í rúmlega hálfa öld. Siglufjörður á áreiðanlega kon- um sínum mikið að þakka. Þeirra hlutur er stór. Á. Ó. Fyrst ökum við gegn um Elysi- angarðana -og framhjá höllunum við River Oaks, þar sem hver byggingin er annari fegurri og stílhreinni, þessi dýrð er römmuð hávöxnum trjám og spænskum mosa, sem er einkennandi fyrir gróður þessa héraðs. Það er ein- hver undarleg dul yfir þessum fögru höllum sem vekur forvitni um fólkið, sem þar hefur búið mann fram af manni. Er við ökum framhjá hinu heimsfræga Sham- rockhóteli, sem, a. m. k. til skamms tíma, hefur verið talið fullkomn- asta hótel í heimi, höldum við í áttina til San Jacinteminnismerk- isins í mjúkri birtu ljósaskiptanna og framhjá hinum stórkostlegu og ævintýralegu iðnaðarverum og olíuvinnslustöðvum, þar sem mannvirkin bera við ljósan, heið- an himin og mynda eins konar borg eða heim út af fyrir sig. Bið ég nú fylgdarmann okkar að segja okkur eitthvað markvert frá þess- um slóðum. Hann tekur þá til máls og segir okkur þessa merkilegu sögu: —0O0— Þann 21. apríl ár hvert halda Texasbúar hátíðlega minningu orustunnar við San Jacinto, sem átti sér stað sama dag fyrir ná- lega 120 árum, þar sem nú er stór- borgin Houston. Þótt sagnfræðing- ar hafi talið orustu þessa í flokki fimmtán afdrifaríkustu bardaga veraldarsögunnar, er vafasamt hvort fólk almennt, jafnvel Texas- Sam Houston búar sjálfir, geri sér fulla grein fyrir alþjóðlegri þýðingu hand- töku Santa Ana, yfirhershöfðingja og forseta hins nýa lýðveldis Mexícós. Satt er það að vísu, að það lifnar í þjóðernisglæðum Tex- arbúa þennan dag, en fátt er nú munað hinna upphaflegu atburða, aðeins sú þýðingarmikla afleiðing, að Texasbúar tala nú ensku. Ég man ekki betur en Bismark hafi talið það eina mikilvægustu stað- reynd sögunnar, að Bandaríkja- menn tala ensku. Við getum því ímyndað okkur að við stöndum á þessum stað árið 1836 og segjum: „Ekki einungis Bandaríkin tala ensku, heldur er enska einnig mál Texas og alls hins víðáttumikla landsvæðis í vestri, sem samein- aðist Bandaríkjunum vegna at- burða, sem gerðust í Texas í ár!“ Já, öll saga vor hefði gjörbreytzt og hin þýða spænska tunga væri nú opinbert mál allt frá Louisiana til Californíu og Oregon, ef það hefði ekki gerzt um tvöleytið síð- degis þann 22. apríl 1836, að sex menn komu hinum hæstvirta for- seta og hershöfðingja Antonio Lopez de Santa Ana á óvart, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.