Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 menn á veiðiskipunum og íslenzkt fólk, sem streymdi þangað til þess að leita sér atvinnu. Siglufjörður var ekki lengur gleymdur útkjálka- staður. Nú varð hann annálaður um land allt og frægur um öll Norður- lönd fyrir hinar miklu síldveiðar. Og veiðiskip streymdu þangað úr öllum áttum. Sumarið 1905 veiddu Norðmenn 80.000 tunnur í Siglu- firði. Sagan af „Try“ Á fyrstu síldveiðaárunum var mjög þröngt um útgerðina í Siglu- firði, meðan ekki voru komnar haf- skipabryggjur og fullkomnar sölt- unarstöðvar. Norðmenn tóku þá upp á því að flytja þangað mörg aflóga stórskip til þess að geyma í þeim síldartunnur. Eitt sumarið lágu þar t. d. 9 slík stórskip á höfninni. Langstærst af þeim öllum var skipið „Try“ frá Álasundi. Það hafði upphaflega verið mjög glæsi- legt og hraðskreitt skip og sérstak- iega vandað í alla staði, afar sterk- byggt úr valviði og allt eirseymt. Höfðu Spánverjar fyrst átt það og hét þá „Basterella“. Var það þá vopnað fallbyssum, enda var því ætlað að vera í förum fyrir þræla- sala, og hafði oft flutt fullfermi þræla frá Afríku vestur um haf. En vegna þessa þótti sérstök ógæfa jafnan loða við það síðan. Þegar þrælaverslun var afnum- in, var skipið haft í timburflutning- um. Eitt sinn er það var á leið yfir Atlantshaf með stórviðarfarm til Skotlands, hlekktist því á í hafi. Heldu skipverjar að það mundi sökkva og yfirgáfu það, og segir svo ekki meira af þeim. En löngu seinna (það var 1899) rakst norskt skip á „Basterella“, sem enn var á floti. Það gat ekki sokkið, vegna þess að timburfarmurinn helt því uppi. Skipið var nú dregið til Álasunds og selt þar ásamt farmi. Skipið keypti kolasali nokkur og ætlaði að geyma í því kol. Var það orðið reiðalaust með öllu og hafði látið mjög á sjá, nema hvað vistarverur skipstjóra voru enn hinar glæsileg- ustu. Einhver viðgerð fór fram á skipsskrokknum, og svo var því lagt fyrir akkerum á afviknum stað og fyllt með kolum. En mannlaust mátti það ekki vera. Eigandinn fekk þá sænsk hjón til þess að búa um borð í káetu skipstjóra og halda vörð um skipið. Eftir stutta hríð komu þau til kolasalans og aftóku að vera lengur í skipinu. Sögðu þau að þar væri ekki neinum manni líft fyrir alls- konar skarkala, djöflagangi og ó- hljóðum. Þá var gamall norskur sjómaður fenginn til þess að gæta skipsins. Hann var engin kveif og helt að sér stæði svo sem á sama þótt hundruð afturgenginna þræla væri að flækj- ast þar. Eitthvert fyrsta verk hans var að sjá um afgreiðslu á kolum í franskt skip. En er skip þetta sigldi út, strandaði það og fórst. Og sömu nóttina hvarf varðmaðurinn úr kolaskipinu. Fannst lík hans löngu seinna í sjónum. Þótti hvort tveggja slysið mjög dularfullt og var um kennt þeirri ógæfu, sem á byrðingnum lægi. Var nú farið að kalla hann „draugaskipið". Vildi enginn maður koma nærri því og varð það eigandanum gagnslaust. Þótti honum súrt í broti og helt að eina ráðið væri að gefa byrðingn- um nýtt nafn og skíra hann á kristilegan hátt; við það mundi öll óheill frá honum hverfa. Kolasalinn fekk nú prest til þess að halda guðsþjónustu um borð, særa burt hina illu anda og gefa skipinu nýtt nafn. Guðsþjónustan fór fram, prestur- inn skírði skipið „Try“ og særði burt hina illu anda. En er kom að lokum og hann var að lesa faðir- vorið og var kominn að bæninni: •„Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér fyrirgefum....“, þá komst hann ekki lengra. Þyrmdi þá skyndilega yfir hann og hneig hann niður. Gat hann þó stunið því upp, að hann bað menn í guðs nafni að flytja sig þegar í land. En svo brá við, er hann var á land kominn, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.