Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 10
498 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeirra. Það hafði orðið breyting í Ameríku á síðustu 25 árum. Það var ekki lengur nauðsynlegt, að vera yfirstéttarmaður og lærdóms- maður og vinur áhrifamikilla manna til þess að ná tangarhaldi á laglegri sneið af guðs grsénni jörð. Kaupin á Louisiana höfðu verkað á landnemana eins og vin á viðvaning, þeir urðu dálitið drukknir og fengu óseðjandi lyst á meira af svo góðu. Hið nýa hugsjónaríka mexi- kanska þing, sem var orðið dauð- leitt á gamla einokunareftirlitinu með innflutningi manna, vista og varnings, opnaði dyr þessa víð- áttumikla ónumda lands og bauð mönnum að setjast þar að. Þetta var bezta boð, sem óbreyttur al- þýðumaður hafði nokkru sinni átt kost á í veraldarsögunni: hverjum fjölskylduföður var boðið — hvorki meira né minna en 6000 ekrur af Texassléttunni. Fólk kom nú úr öllum áttum. Enskumælandi land- nemarnir amerísku streymdu út á sléttuna til þess að taka þessu höfðinglega boði; þeir þurftu ekki annað en mæla landið, þá varð það þeirra eign. Um 1835 voru 30,000 enskumæl- andi landnemar meðfram bökkum ánna í Austur-Texas, Barzos, San Jacinto, Trinity, Colorado, Navi- dad, Mustand og Lavaca. Kring- um hina víggirtu trúboðsbæi voru aðeins 5000 Mexikanar. Og þá gerðist í Mexicó eitt af þessum sögulegu slysum, sem geta hent í hverju landi. Sökum veik- leika þessarar nýju þjóðar, hinna miklu fjarlægða, fjalllendis, íbúa af gjörólíkum kynflokkum og úr- eltra erfðavenja í stjórnarfari, tókst ómerkilegum, heimskum og metnaðargjörnum manni að hrifsa til sín völdin. Antonio Lopez de Santa Ana hershöfðingi varð forseti Mexicó- ríkis og varpaði skugga illra áhrifa sinna yfir landið fram á miðja öldina; og nóg um það hér. Þjóðin reyndi að hrinda honum úr valdasessi, Yucatan gerði upp- reisn gegn harðstjórn hans, en Texas einni tókst það. Þessir 30 þúsund enskumælandi Ameríkan- ar sem settust að í Texas höfðu fulla ástæðu til þess að þola illa stjórn Santa Ana, sem stjórnaði harðri hendi frá aðalstöðvum sln- um, sem voru í órafjarlægð; ríkið gat ekki veitt þessum bændum neina vörn gegn Indíánunum, en það var ekki einungis það, sem olli Texasuppreisninni. And- rew Jackson, sem horfði í vestur og félagar hans í stjórnmálunum, dreymdi um heimsveldi og Tenn- esseebúar, eins og Sam Houston, veittu draumum hans byr undir báða vængi. Menn þessir vildu hrinda af stað byltingu í Texas og hremma landið. En Santa Ana sá þegar af hvaða átt hann blés. Hann lét mexíkanska þingið útvega sér her og hélt hernum til Texas til þess að berja niður byltingu Texas-landnemanna. Einn hers- höfðingja hans hélt meðfram ströndinni og umkringdi Fannin og 400 menn, sem voru teknir til fanga, er skotfæri þeirra voru þrotin. Santa Ana skipaði að skjóta alla þessa menn og var það fram- kvæmt. Sjálfur settist Santa Ana um gömlu trúboðsstöðina Alamo við Santa Antonio, þar sem 180 menn voru umkringdir og drap hann þá. Þannig hafði Santa Ana lært að meðhöndla uppreisnar- menn 1813, þegar hann kom til Texas sem ungur liðsforingi í spænska hernum til þess að bæla niður byltingu. Drepa þá. Texas landnemarnir voru skelfingu lostn- ir. Gamalmenni, konur og börn í þessum héruðum beittu nú uxum sínum fyrir vagnana og fiýðu í stórhópum í skjól og öryggi Banda-' ríkjanna upp að Sabiná. En vopn- færir karlmenn, æfir yfir því að heyra um miskunnarlaust dráp feðra, bræðra og frænda, söfnuð- ust um Sam Houston. Fréttir bár- ust vitanlega einnig af þessum mannvígum til Bandaríkjanna og ungir vígreifir Bandaríkjamenn þyrptust nú til Texas til þess að taka þátt í þessum miklu átökum. Og þeirra var ekki langt að bíða. —oOo i ■ Santa Ana hafði 5000 menn í Texas, en Sam Houston um 700. Santa Ana sótti fram og Sam Houston hélt undan. Santa Ana leit svo á, að hann væri 1 raun- inni búinn að bæla byltinguna niður. Ásetningur hans var að taka höndum héraðsstjórnina þrjósku í Harrisburg við San Jacinto, láta skjóta uppreisnarmanninn Davíð Burnet og svikarann Alonzo de Zavala, fara síðan um borð í skútu, sem beið undan strönd Galveston- flóa, fara til Vera Cruz og halda síðan sigurreið til höfuðborgarinn- ar, Mexico City. Þetta var ráða- gerð hans. Hann valdi því 1200 úrvalshermenn og hélt á hrað- göngu í áttina til herbúða Sams Houstons og Harrisburg. Enn lét Sam Houston undan síga. Hófst nú kurr í liði hans, því menn hans voru vígreifir. Menn Houstons vissu ekki það sem hann vissi ,að bandarískur her beið handan Sabinár. Það verður að vísu aldrei sannað, en ekki er þó ósennilegt, að Houston hafi vilj- að berjast við Santa Ana í ná- munda við bandarískan her, svo hann gæti leitað þar liðveizlu eða jafnvel komið ár sinni svo fyrir borð, að Bandaríkjamönnum lenti saman við her hins mexikanska hershöfðingja. Það var ósanngjarnt að ætlast til þess að Sam Houston eða nokkur maður gæti vænzt þess, að 700 manna lið gæti borið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.