Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 12
500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan; Prinsessan kemur „he/m" ÞEGAR byltingin hóíst í Rússlandi, var Zinaida Schakovskoy prinsessa barn að aldri, en komst þá úr landi ásamt foreldrum sínum. Þrjátíu og sjö árum seinna kom hún aftur tii Rússlands, en þá var hún kona er- lends sendiherra og naut þeirra sér- réttinda, sem hann hafði. Fyrir skömmu er hún komin þaðan aftur og hefir skrifað bók um dvöl sína í Rússlandi. Þetta er kafli úr þeirri bók. FYRIR 50 árum fæddist eg í Moskvu, höfuðborginni í landi, sem virtist óum- breytanlegt. En skömmu síðar hrundi það í rústir, Hundruð þúsunda Rússa hremmt hin miklu landsvæði, allt frá Californíu og Oregon. Ef atburðarásin hefði ekki orðið sú, sem raun bar vitni, eftir hand- töku Antonios de Lopez de Santa Ana hershöfðingja, væru landa- rrreeri Bandaríkjanna nú fyrir austan Sabiná, og Bandaríkin þannig helmingi minni en þau eru í dag, og þetta mikla ríki hefði þá öðru og minna hlutverki að gegna í málefnum heimsins á atómöld. —0O0— Við komum nú að stílhreina steinminnismerkinu, sem rís upp í 573 feta hæð yfir sléttunni þar sem þessir atburðir gerðust þann 21. apríl 1836. Við félagarnir litum þennan varða nú í Ijósi sögunnar sem tákn þessa viðburðaríka dags, sem átti eftir að hafa svo örlaga- ríkar afleiðingar fyrir sögu okk- ar allra. Smátt og smátt tók að skyggja, gullroðin skýin minntu okkur á að þessi heiði sólskins- dagur var brátt liðinn. Við héld- um aftur til borgarinnar og undr- uðumst flókna vegi örlaganna. urðu landflótta og dreifðust um allan heim, en miljónir urðu að venja sig við að lifa í Ráðstjórnarríki. Og nú er eg á leiðinni þangað. í heilan sólarhring höfum vér ekið eftir hinum tilbreytingalausu sléttum, sem ná norðan úr Finnlandi og suður í mitt Rússland. Vék ökum í hraðlest- inni „Rauða stjarnan", og framhjá oss fljúga forugir vegir, ár og smáþorp. Um kvöldið sá eg Neva í svip, þar sem hún rann gegnum hina sofandi Leningrad, er áður hét Pétursborg. Þar var eg í skóla þegar byltingin hófst 1917. Um morguninn komum við tii Moskvu, þar sem eg ólst upp, og þá hnykkti mér við. Á járnbrautarstöð- inni heyrði eg talað mál feðra minna, sem eg hefi ekki gleymt. Um þúsund ár hafði ætt min verið meðal þeirra helztu hjá þessari þjóð, en nú kom eg þangað sem framandi gestur inn í framandi land. Hvaða áhyggjur hvíldu á þessum múg, sem var umhverfis mig? Enginn einasti maður sást brosa. Eg þekkti ekki þjóð mína aftur. Okkur var ekið í bíl inn í miðja borgina, þar sem við áttum að dvelj- ast. Hjá Arbat Metro stöðinni höfðu nokkrir lörfum klæddir menn stað- næmzt, þrátt fyrir regnið, og keyptu sér næringu í söluturnum. Þöglar var- ir opnuðust, bitið var í epli, innbyrtar hnetur eða skirpt appelsínuhýði. Hér var mitt nýa heimili. Vopnaðir menn stóðu þar vörð, eins og á landamærum tveggja fjandsamlegra ríkja, og ein- angruðu okkur frá Sovétríkinu. Enginn rússneskur borgari mátti heimsækja okkur nema með sérstöku leyfi. Þessir varðmenn höfuðsátu mig og símuðu jafnharðan til leynilögreglunn- ar um allt, sem eg hafðist að. Öll sím- töl voru hleruð. Og sennilega voru hlustunartæki falin í veggjunum og milli gólfa. Svo var það hún Tanya, þernan, sem stjórnarvöldin höfðu útvegað okk- ar, því að ekkert sendiráð mátti velja sitt eigið þjónustufólk. Tanya var frá Ukraníu, ung og þrekvaxin, hvasseyg og mjúkmál. Hún var skrafhreyfin, bæði að eðlisfari og vegna skyldu. Við tortryggðum hvor aðra, svo ekki tókst kunningsskapur með okkur. Þegar hún tók upp farangur minn átti hún í baráttu við sjálfa sig. Ann- ars vegar var þjóðarstoltið, hins vegar aðdáunin á hinum einföldu hlutunv sem eg hafði komið með frá hinum háskalegu Vesturlöndum, nælonsokkar og venjuleg snyrtitæki. Eg fann að innra með henni börðust sá velvilji, sem Rússum er í blóð borinn til út- lendinga, og þær reglur, sem Sovét hafði neytt upp á hana. „Þér munuð bráðum fá að kynnast því hvað allt gengur vel hér", romsaði hún upp úr sér. „Hinir illu tímar eru liðnir. Við höfum átt erfitt, en nú er því lokið. Fólki líður betur í Sovét- ríkjunum heldur en annars staðar í heiminum. Það segja blöðin. Og þér ættuð að sjá búðirnar hjá okkur. Þær eru fullar af hinum glæsilegustu vör- um, sem við höfum aldrei séð fyr". En hún varð skjálfhent þegar hún opnaði smávegis gjafaböggla, sem eg færði henni frá hörmungalöndunum í vestri: nælonsjal og háhæla skó úr góðu leðri — óskadraum allra kevnna í Sovét. Einu sinni var eg að búa mig i veizlu. „Nú fáið þér að kynnast yfirstéttinni hjá okkur", sagði Tanya. „Eg helt að engin yfirstétt væri til í þessu landi", sagði eg. Henni brá ónotalega. „Auðvitað er mikill munur á starf- andi fólki, eins og mér og mínum lík- um, og konum æðstu mannanna, leik- konunum og konum rithöfundanna", sagði hún. „Eg hefi að sjálfsögðu ekki kynnzt þeim — hvernig mætti það ske? Þessar konur halda hópinn og skeyta ekki um mig eða mína líka. En yður mun bregða í brún þegar þér sjáið hve skrautlega þær eru klæddar. Mig sárlangar til að fara í Bolshoi eitt- hvert kvöldið, aðeins til að sjá það. En aðgöngumiðarnir vaxa ekki á trján- um. Eitt sæti kostar að minnsta kosti 30—40 rúblur. Og eg á engin föt til að vera í, og eg vil ekki vera ver útlítandi en hinar." Eg komst fljótt að raun um að hér var ekki stéttlaus þjóð, eins og á dög- um Lenins. Nú er hér höfuðvígi yfir- stéttanna. Stéttaskiptingin byrjar neð- an frá, á lægstu starfsmönnum stjórn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.