Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 511 SAGAN (Skrifaö eftir lestur um vetnissprengjur). Allt frá því í aldingarði eplis fyrst var neytt, meira að vita miklum arði margur hefur eytt, vogað miklu, vakinn sofinn, væri brautin hál, jafnvel þó að kjarni klofinn kveikti alheims bál. „Allt í lagi! ótti hverfi“. Ymur hátt og lágt. „Ofur lítið alheims kerfi, atóm fór í smátt, en það losnar ofsa kraftur, öld, er nota kann, það er ráð að reyna aftur, rétt að beizla hann.“ Ei er hikað, ekki staldrað, allt er reynt og gert. — Skyldi mannkyn orðið aldrað, einkis framar vert? Loft og sjó þeir lævi fylla líka jarðar hvel. Mun nú sagan enda illa eða fara vel? SIGURÐUR NORLAND fram með ránum og gripdeildum. Þessi skálmöld olli hvítum mönnum miklum áhyggjum, og eins mörgum Maori-höfðingjum. Hér vantaði volduga yfirstjórn. Fram úr því var ráðið á þann hátt, að hvítir menn og 50 höfðingjar Maori komu saman í Waitangi 1840 og gerðu með sér samning, sem allir vonuðu að verða mundi til þess að koma á friði í landinu. Með þessum samningi játuðust höfðingjar Maori undir stjórn Viktoríu Englandsdrottningar, en áskildu sér óskoraðan rétt yfir landeignum sínum, fiskimiðum, skógum og öðrum hlunnindum. En þessum samningi fylgdi ekki sú blessun, er menn höfðu vænzt, og næstu 50 árin voru hörmunga- tímar þar í landi. Það var eigi að- eins að ættastyrjöldin heldi áfram, heldur komu nú hvítir landnemar til sögunnar og gerðust ágengir. Þeir slógu eign sinni á lönd Maori- manna, án þess að nein greiðsla kæmi fyrir, og kröfðust þess að stjórnin veitti sér vernd. Þetta þoldu Maori ekki og nú hófst ófrið- ur við hvíta menn. Auðvitað stóðu Maori illa að vígi, enda voru þeir brytjaðir niður. Og svo var komið árið 1896, að ekki voru eftir af Maori-kynstofninum nema 42 þús- undir manna. Var þá ekki annað sýnna en þessi þjóðflokkur mundi verða strádauða. Eftir aldamótin varð þó breyt- ing á þessu. Þá gengu nokkrir Maori-höfðingjar til samstarfs við hvíta menn um að koma á friði og reglu í landinu. Voru þar á meðal nokkrir hæfileikamenn og skörungar, er síðar fengu nafn- bætur hjá ensku stjórninni, svo sem Sir Apirena Ngata, Sir Peter Buck, Sir Maui Pomare og Sir James Carroll. Og ein kona, Te Puea prinsessa, helgaði allt líf sitt því starfi að bæta siðferði og efna- hag siana manna. Hún var afkom- andi eins af helztu höfðingjum Maori. Hún felík fjölda kvenna til liðs við sig, og í öllum byggðum Maori eru nú kvenfélög, sem starfa í anda hennar að bættum heil- brigðisháttum, aukinni menntun o. s. frv. Síðan hefir verið friður þar í landi og Maori-mönnum hefir fjölgað ár frá ári. Flestir eru enn bændur og búa inni í landinu á óðulum forfeðra sinna. Margir hafa stór mjólkurbú, en aðrir stórar hjarðir sauðfjár. En hér hefir farið sem annars staðar, að æskan sækir í margmennið, þar sem hún á kost menntunar og at- vinnu. Maori-menn hafa nú jafn- rétti við aðra þegna um menntun og störf. Þeir eru mjög handlagnir og eru því eftirsóttir til alls konar byggingastarfa og til starfa í verk- smiðjum og smíðastofum. Þeir eru einnig góðir námsmenn og fjölgar óðum þeim, sem ganga mennta- veginn. Ungu stúlkurnar læra hjúkrun og kennslustörf. Þegar manntalið var tekið 1958 kom í Ijós, að Maori voru þá 148.- 250 talsins, og hafði tala þeirra þrefaldazt á þessari öld. Er því ekki lengur hætta á að kynstofn- inn muni líða undir lok Maori hefir veizt furðu auðvelt að samlaga sig menningu hinna hvítu manna, en þeir halda þó fast í þjóðsiði sína og venjur. Það er styrkur þeirra. Enn er það siður þeirra að sækja um langan veg til mannfunda þar sem aðalskemmt- unin er að hlýða á sögur og sagnir af afrekum forfeðranna og ættar- tölur allt frá landnámstíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.