Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Side 1
Fyrir 60 árum Þegar ég reisti bú í Brúnavík BRÚNAVÍK er næsta vík sunnan (þ. e. austan) við Borgarfjörð, milli Skjótaness að austan og Almenningsflesjar að vestan. Víkin er allbreið og reglulega löguð, horfir mót norðaustri Fyrir botni hennar er sandur undir háum klettum úr rauðu líparíti. Upp frá víkinni gengur dalur allbrattur, Brúnavíkurdalur. yfirleitt mýr- lendur og melhryggjóttur með grösugum hlíðum. Bærinn Brúna- vík stendur vestan við víkurbotninn. Þar var löngum tvíbýli, en hefir verið í eyði síðan 1944. 1 Brúnavík hefir löngum þótt gott undir bú, tún og engjar grasgefið, fjörubeit góð, beitiland kjarn- gott og allgóð lending niður frá túni. Þar er og að jafnaði snjólétt. — (Úr Árbók F. í. 1957). EITT sinn er við Steíán Filippus- son vorum að spjalla saman, barst talið að búskap nú og fyrrum, og hafði hann frá mörgu að segja. Hann stundaði sveitarvinnu og bú- skap á seinustu árum kyrstöðunn- ar, og hann hefir fylgzt vel með þeim byltingum, sem orðið hafa í landbúnaðinum á þessari öld. — Það er gleðilegt hver breyt- ing hefir orðið á búnaðarháttum, sagði hann, en um samanburð á því sem var og nú er, getur ekki verið að ræða. Nú er ausið í menn styrkjum og lánum, verðuppbótum og alls konar fríðindum. Þeir fá og skaðabætur frá hinu opinbera, þegar á bjátar. Það var öðru vísi um aldamótin. Þá var ekki verið að hlaða undir okkur bændadurg- ana. Við máttum velta út af eins og horgemlingar, ef við gátum ekki af eigin ramleik haft í okkur og á. — Já, þú byrjaðir búskap austur í Brúnavík um aldamótin. Voru það ekki mikil viðbrigði að koma úr Fljótshverfinu og setjast að í þessari þröngu fjallakvos við sjó- inn? — Ójú, en ýmsir erfiðleikar voru verri heldur en viðbrigðin. Og svo sagði hann mér eftirfar- andi sögu frá frumbýlingsárum sínum. O—®—o VIÐ fluttum frá Kálfafellskoti vor- ið 1897. í fyrstu viku sumars rák- um við bræður fjórir allt sauðféð þaðan austur á Hérað, og söguna Stefán Filippusson. af því hefi eg sagt þér áður. Það var umtalað að við tækjum jörð- ina Ormsstaði í Eiðahreppi til á- búðar um vorið. En er til kom fannst okkur þar ekki lífvænlegt. Var þá allt féð selt og við settumst að í Seyðisfirði. Næsta vetur keypti pabbi svo, í félagi við okkur Erling bróður minn, jörðina Brúnavík. En sá var galli <1, að hún losnaði ekki úr ábúð um vorið og tók pabbi því jörðina Skálanes í Seyðisfirði á leigu það ár. Fylgdu henni 60 leigu* »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.