Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 4
572 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS * bezta tún úr garðinum. Eg fullyrði, að það var kartöflu- ræktunin og útgerðin sem bjarg- aði okkur fyrstu árin í Brúnavík. SUMARIÐ eftir reisti eg skemmu og bæardyrahús við baðstofuna, en mér líkaði þetta ekki og afréð að koma upp betra húsnæði. Þá var Helgi Björnsson kaupmaður í Bakkagerði í Borgarfirði og hjá honum pantaði eg járn, timbur og sement. Haustið 1905 grófum við vinnu- maður minn svo fyrir kjallara í gömlu bæarrústunum. Þar fórum við í gegn um þrjár gólfskánir og komum seinast niður á smiðjuafl. Hjá honum fundum við 12 eirbolta, vafða innan í tusku; þeir hafa víst verið úr einhverju skipi og vógu samtals 15 pund. En allt um kring með veggjum stóðu brunnir stúfar af stoðum, svo auðséð var að smiðja þessi hafði brunnið. Ekki fannst þar neitt annað. En undir smiðjugólfinu tók við malarbotn og þá gróf eg ekki dýpra. Um veturinn fekk eg smíðaðar hurðir og glugga í húsið, og um sumar- mál var allt efni í það komið til Brúnavíkur. Kjallarinn var þá til- búinn og átti nú að fara að steypa hæðina ofan á hann. En þá skipti um tíðarfar og gekk í stórhríðar, sem stóðu látlaust þar til 8 vikur af sumri. Var þá ekkert hægt að gera, nema hirða um skepnurnar, sem allar voru í húsi. Rimlagólf var í fjárhúsunum, vegna þess að féð gekk mikið við sjó, en nú varð að tyrfa gólfin þeg- ar ærnar fóru að bera. Þá kom og bárujárnið í góðar þarfir til að króa af tvílemburnar. Seinast voru lömbin orðin svo mörg, að eg varð að stía þeim á nóttunni og láta þau upp í hlöðu. Þau elztu voru þá orð- in mánaðargömul og voru farin að tína í sig strá úr heystálinu. Þegar 8 vikur voru af sumri breyttist tíðarfar, en þá var sam- felldur gaddur yfir allan Borgar- fjörð, nema þar sem ár og lækir höfðu etið upp af sér. Hlýindi gerði mikil og þiðnaði snjórinn fljótt. Öll áburðarhlöss varð að flytja burt af túnum jafnharðan og aka þeim í haug, því að grasið þaut svo óðfluga upp, að ekki var hægt að vinna á velli. Nú var tekið til að flytja sand og sement neðan úr fjöru, upp bakkann og heim að húsi, og mátti segja að unnið væri við það nótt og dag. Allt varð að flytja á klökk- um, því að leiðin var brött og erfið. Hestar voru þá yfirleitt illa fram- gengnir. Eg fekk léða hesta, en þeir gáfust upp á öðrum degi. Eg átti gráa hryssu í haustholdum og kom það nú á hana að bera mestan hlut af þessari þungavöru heim. Var flutt á henni látlaust frá morgni til kvölds í hálfan mánuð, og fekk hún ekki aðra hvíld á dag- inn en rétt á meðan menn mötuð- ust eða drukku kaffi. Grána var dugleg og vinnumaður minn var líka duglegur, og það var þeim að þakka að húsið var uppsteypt 15 vikur af sumri. Þá varð að hugsa um heyskapinn. Hann gekk í með- allagi þetta sumar. Eg varð að fá menn til þess að setja þakið á húsið, en sjálfur vann eg að smíð- inni innan húss. Eg setti grind innan á alla útveggi, strengdi þar þykkan tjörupappa yfir og þiljaði svo með borðum. Þetta gafst vel. Húsið var 8x9 álnir innan veggja, kjallari, ein hæð og lágt ris. Tvö- falt gler var í öllum gluggum. Eg lagði þangað 70 metra vatnsleiðslu úr Vz þuml. pípum. Þetta hús kost- aði 1300 krónur, þegar allt var reiknað nema vinna mín. Við flutt- um í það á Þorláksmessu. EG VARÐ fyrir margs konar ó- höppum í Brúnavík. Brim og veður tóku af mér 3 báta og tvö hross á þessum 20 árum. Sex fyrstu árin missti eg oft allar veturgömlu kind- urnar úr bráðafári. Einn veturinn missti eg 12 ær frá því á Þorláks- messu til nýárs. Þegar eg kom fram í bæinn á nýársdagsmorgun, datt eg um f járhundinn minn dauð- an, og þegar eg ætlaði að ljúka upp fjárhúshurðinni, var eitthvað fyrir svo að eg varð að neyta afls til þess að komast inn. Sá eg þá að vænsta ærin mín hafði legið dauð innan við hurðina. Leizt mér nú ekki á að árið skyldi byrja þannig. En þá missti eg ekki meira þann vetur. Um vorið drápust tvær tvæ- vetlur úr bráðapest frá lömbunum. Voru í annari 6 pund af mör, en í hinni 7 pund. Menn sögðu að eg dræpi féð á því að stríðala það, feitu fé væri miklu hættara við bráðapest en öðru fé. Eg var ekki trúaður á það, svo eg tók mér ferð á hendur að Brekku í Fljótsdal, til þess að læra bólusetningu fjár hjá Jónasi Kristjánssyni lækni. Eftir það missti eg enga skepnu úr bráðafári í 14 ár. En ormaveiki og lungnabólga í fé gerði mér mik- ið tjón, og tókst mér ekki að sigr- ast á þeim kvillum fyr en 2 árum áður en eg færi úr Brúnavík. ÞEGAR eg hætti búskap þarna voru virtar þær jarðabætur sem eg hafði gert. Voru það aðallega túnasléttur, en auk þess hafði eg fyllt upp nokkur gil, sem skáru túnið sundur. Fyrir þetta fekk eg 50 krónur í peningum og voru það nokkurs konar heiðursverðlaun. Það var gamalla manna mál þar eystra, að enginn færi ríkari úr Brúnavík en hann kom þangað. Nú töldu Borgfirðingar að eg hefði sloppið vel frá Brúnavík, því að örsnauður kom eg þangað, en var í allgóðum efnum er eg fór. Og þar með voru þau álög af jörðinni, að hún auðgaði engan mann. Á.Ó. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.