Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 Gu&mundur B. Einaesson Farið með sjúkling til Kaupmannahafnar VORIÐ 1905 veiktist Einar sonur minn, þá missirisgamall, og veikin fór svo með hann, að hann varð máttlaus hægramegin frá öxl og niður í fót, og fyrir neðan hné á vinstra fæti. En vinstri höndina gat hann borið fyrir sig. Sagði Guð- mundur Björnson landlæknir svo síðar, að þetta væri eitt af fyrstu lömunar-tilfellum hér á landi. Leið nú og beið og batnaði drengnum ekki og var ekki talin nein von um, að hann mundi geta fengið bata hér á landi. Var mér því ráðlagt að fara með hann til Kaupmannahafnar og leita honum lækninga í stofnun, sem nefnd var „Hjemmet for Vanföre". Var mér sagt að þar væri slíkum sjúkling- um hjúkrað og allt reynt, sem hægt væri að gera fyrir þá. Þar fengi þeir og umbúðir til gangs, ef þeir skyldi styrkjast svo, að þeir gæti stigið í fætur. Auk þess væri þeim kennd ýmis handavinna, er gæti komið þeim að gagni í lífinu. Eg vildi endilega reyna þetta. Var svo send umsókn, og kom svar á þá leið, að drengurinn mætti koma. Hann var þá kominn á ní- unda ár. Við lögðum á stað frá Seyðisfirði með „Ceres“, skipi Sameinaða gufuskipafélagsins, er lengi var hér í förum. Þetta var árla morguns hinn 27. nóvember 1913. Þegar komið var út á miðjan fjörð, skall á ofsaveður af norð- vestri, með svo mikilli fannkomu, að ekki sá út fyrir borðstokkinn á skipinu. Við vorum á öðru farrými. Þar var með okkur danskur fugla- fræðingur, Dinesen að nafni. Hafði hann dvalizt hér á landi um sum- arið. Segir nú ekki af ferð okkar fyr en eftir hádegi er við höfðum nýlokið miðdegismatnum, sem var baunir og flesk. Heyrðist þá hávaði mikill á þiljum uppi. Dinesen hleypur upp á þilfar, en kemur að vörmu spori æðandi niður og þríf- ur töskur sínar. Segir hann að skipið sé að stranda, og er svo þot- inn út aftur. Drengurinn tók eftir óðagotinu, sem á manninum var, varð hrædd- ur og heimtaði að við færum upp líka. Mér fannst við eiga þangað heldur lítið erindi, en samt tók ég hann á handlegg mér og fór upp í dyrnar. Sá ég þá að braut á skeri rétt afturundan á bakborða, en ann að sást ekki fyrir stórhríðinni. í sama bili heyrði ég skipun um að kasta akkeri, og síðan hringl í keðj um. Varð svo allt hljótt. Fór ég þá þegar niður aftur og huggaði drenginn með því, að engin hætta væri á ferðum, enda þótt ég væri nú heldur vantrúaður á það sjálfur. Rétt á eftir kemur sá danski niður aftur með töskur sínar, og sá ég á því, að hann hafði að minnsta kosti ekki gengið á land, hvað sem öðru liði. Var hann fremur fáorður, Guðmundur B. Einarsson kvað veður vera hið allra versta og skalf af kulda. Þarna lá skipið svo það sem eftir var dagsins og næstu nótt. En með morgni heyri ég að verið er að létta akkerum, og skrapp þá upp. Var nú komið bezta veður. Hafði skipið legið á svonefndri Sandvík um nótt ina, og var þar gott hlé. En senni- lega hefir litlu munað að ver færi, því að of norðarlega hefir verið tek in stefnan þá beygja skyldi inn á Reyðarfjörð. Var nú haldið til Eski fjarðar og síðan til Fáskrúðsfjarð- ar, og þaðan lagt á hafið. Segir nú ekki af ferðum okkar fyr en við komum til Kaupmanna- hafnar kl. 6 að kvöldi. Lagðist skip- ið þar að Tollbryggjunni. Og í sama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.