Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 42
629 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <Ujöm $myi: áem ma e Ui Leita neitt Minnist ég lengi, að þekkt hef ég þroskaða menn, þrekmikla drengi, er áttu sér verðmæti tvenn, — einlæga hógværð, er aldreigi spurði um Iaun, áhuga nógan, er glaður tróð íorað og hraun. Minnist ég þess, er ég fegurst og dýrlegast fann, flutti mér blessun og hjarta mitt töfraði og vann; það var mér löngum sem þögn yfir daganna gný, — það var mér söngur án orða. Ég fæddist á ný, — Vizkan hin sanna og innblásin lifandi list, lífsferill manna, er tilbiðja Búddha og Krist, raunsönnu gæðin, er blessa allt þjakað og þreytt, - þetta er kvæðið, sem má ekki heita neitt. býður aí sér góðan þokka. Þegar ég kem að tjaldi hans, réttir hann mér höndina og segir: „Indlánum þykir vænt um að þú taldir þig ekki of mikinn mann til þess að taka þátt í hátíðahöldum vorum“. Svo fer hann að segja mér frá dönsunum og út- skýra þá. Þeir eru gamlir, ákaflega gamlir. Þessa dansa iðkuðu forfeður hans meðan þeir voru enn á faralds- fæti um skógana. Ég segi honum að ég sé að leggja 6 stað í langferð og þess geti orðið langt að bíða að við hittumst aftur. Ég minni hann á, að hann hefði einu sinni sagt mér að hann kynni margar sögur og bænir, en hefði þá sagt að engum mætti segja þær nema Indíán- um. Og ég spurði hvort hann vildi nú ekki segja mér eitthvað, þar sem við værum að skilja. Hann horfði um stund I gaupnir sér. Svo hóf hann upp höfuðið og tók að segja söguna af Nayenaezghani drekabananum. Þessi Nayenaezghani og móðir hans eru helztu guðir Indí- ána og þeim eru dansamir helgaðir. Sagan var löng og hún hófst þannig: „Hann, sem gaf okkur lífið, skap- aði allt og gaf það sólinni. Kona nokk ur stóð nakin á kletti. Sólin skein á hana, og af anda sólarinnar varð hún barnshafandi. Það var drengur, sonur sólarinnar. Svo leið að því að hún skyldi léttari verða. Hún stóð á fjalli og austan við hana var svart vatn, sunnan við hana blátt vatn, vestan við hana gult vatn og norðan við hana hvítt vatn. Hún stóð mitt á meðal þessara vatna. Hún rétti upp báðar hendur með lófana upp. Svo tók hún handfylli sína af gulu blómdufti og stráði því fjórum sinnum yfir höfuð sér. Þar næst gerði hún stryk úr gulu blómdufti niður ennið á sér. Annað stryk gerði hún á hægri síðu og hið þriðja á vinstri síðu, og þverstrik yfir bakið. Hún sagði: „Þetta gullna blómduft skal gagntaka mig“. Svo lyfti hún handleggjunum með lófun- um upp og féll á kné. Og þannig fædd- ist Nayenaezghani, sonur sólarinnar. Móðir hans var alein, en þegar drengurinn var fæddur bjó hún til burðarkörfu handa honum. Karfan var fléttuð úr eldingum, skýlið yfir höfði hans var gert úr regnboganum, og hún bjó til ábreiðu úr svarta vatn- inu til þess að breiða yfir hann og svæfil undir höfuð hans. Úr eldingar- blossum gerði hún lykkjur allt í kring á körfunni, og svo þræddi hún eld- ingar í gegn um lykkjurnar, til þess að engin hætta væri á því að hann dytti út úr körfunni“. Síðan skýrði sagan frá því, að drengurinn ólst upp með öðrum börn- um, en hann var þeim ólíkur að því leyti, að hann var með sundfit milli tánna og fingranna. Einhverju sinni settist fluga í eyra hans og hvíslaði að honum, að hann skyldi spyrja móður sína um faðerni sitt. Hann ger- ir það, og móðir hans segir að sólin sé faðir hans. Drengurinn leggur þá á stað að hitta föður sinn. Hann lendir I mikl- um mannraunum, verður að brjótast gegnum kaktusskóg og hann lendir í ógurlegum haglbyljum. En dýr merk- urinnar hjálpa honum og yfir verstu torfærurnar fer hann ríðandi á sjálf- lýsandi ormi. Að lokum kemur hann til hallar sólarinnar, þar sem sólguð- inn, kona hans og tólf synir þeirra eiga heima. Þegar konan sér piltinn verður hún reið og segir að þennan dreng muni sólin hafa átt með annari konu. Sólguðinn segist ekkert vita um það, en bezt sé að fá úr því skorið. í sólhöllinni eru fjórir eldgígar, einn svartur, annar blár, þriðji gulur og sá fjórði hvítur. Drengnum er nú kastað í gigana hvern af öðrum, en jafnan kemur lítið skorkvikindi og hvíslar að honum því heilræði, er dugir til þess að hann kemst óskadd- aður upp úr öllum eldgígunum. Þá kannast sólguðinn við að þetta muni sonur sinn. Og svo er drengnum sagt að fara í gufubað, ásamt öllum hálf- bræðrum sínum. 1 baðstofunni er vatni skvett á glóandi steina og gufu- hitinn verður óskaplegur. Þá bráðnar sundfitin af fótum og höndum drengs- ins, svo að hann verður eins og aðrir drengir. Þeir syngja stöðugt og á meðan gerast mörg dularfull fyrir- brigði. Þegar út kemur er þar enga forsælu að finna, en þá skýtur upp tré með risavöxnum blöðum, og í sama bili blæs vindur, svo að hitinn er ekki óþolandi lengur. 0 Að þessum þrautum loknum kallar sólguðinn drenginn son sinn og gefur honum nafnið Nayenaezghani, sem þýðir drekabani. Svo gefur sólguðinn honum gulan hest og vopn, sem bíta á drekann. Og þeir á Stóra Birninum gefa honum sverð, nestisskrínu og vantsílát sem aldrei tæmist. Svo hverfur hann til jarðarinnar aftur og vinnur þar þrekvirki sin.-------- Þegar Tenijieth hefir lokið sögw v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.