Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 39
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 623 sjónir, rak upp óp. Hann lagði upp árarnar og litaðist um. Nú voru þau víst loksins nægilega ná- lægt þeim. En í þeim svifum heyrði hann gný mikinn. Og viti menn: fuglarnir tóku flugið. Stóru hvítu, fuglarnir fimm héldu með þysmiklum vængjatökum eft- ir vatnsfletinum. Vatnið þeyttist upp í drifhvíta, löðrandi boga, þar sem þeir æddu áfram. Þeir smá- lyftust upp úr vatninu, brátt snertu aðeins fætur þeirra og vængbrodd- arnir vatnið. Þá höfðu þeir loks loft undir vængjunum og flugu á ská upp í loftið. Þegar þá bar yfir eyna, flugu þeir enn fremur lágt, og þau í bátnum vor.u ekki úrkula vonar um að þeir myndu setjast, er þeir sæju hin friðsælu, þekku sund, en þeir flugu einhuga áfram. Lengi mátti greina þá í fjarska þar sem þeir svifu yfir hæðir og fjöll, en þeir sneru ekki aftur. Síðan hurfu þeir sjónum þeirra í bátnum, og þau höfðu fælt þá burt. Þau setti hljóð, en þegar þau höfðu náð sér eftir vonbrigðin, sagði ungfrúin stolt, að þessa myndi hana aldrei iðra. Því að aðra eins sjón og þá, er álftirnar tóku flugið og gerðu vatnið að kófmekki með súgi og gný, hefði hún aldrei htið. Þá er hún hafði svo mælt, lagði riddarinn ungi enn árar í bát, sat grafkyrr og starði beint í milda á- sjónu hennar. í einu vetfangi laukst margt upp fyrir honum. Hann hugsaði út í, hve tilbreytingalaust lífið væri í meyjarskemmunni og skildi, hve fátt ungfrúin hafði séð og reynt úr því að þetta var til- tölulega mikils verður atburður fyrir hana. Á hinn bóginn duldist honum ekki að fyrst henni fannst mjög um þetta vert, þá þráði hún undir niðri að rata í fögur ævin- týri og lifa stórviðburði. Og hann renndi grun í að heimsókn hans, heitsveins hennar, í kastalann hef ði orðið henni ofraun. Hún hafði steinþagað. ekki af sljóleika, held- ur af hinu, að hún hafði gert sér of háar hugmyndir um hann, séð hann í anda í helzti miklum ljóma. En heimsk var hún ekki, viljalaus var hún ekki, klaufaleg var hún ekki; sjálfsagt kunni hún sig vel. Hún var einungis ákaflega barns- leg og skorti lífsreynslu, enda hafði hún ekki þurft svo mikið sem að drepa hendi í kalt vatn. Hann vildi gjarna kvænast henni, vildi feginn njóta hennar. Þeim lá ekkert á, og riddarinn damlaði einungis áfram. Áður en hann hélt heim, reri hann umhverf- is eyna inn í sundin, þar sem álft- irnar hefðu átt að kunna við sig og hafast við. Nú kunni riddarinn ungi skil á, hvernig átti að fá ungfrúna til þess að blanda við sig geði, nú var hún ræðin; ekki var þögn andartak í bátnum. Loks gat hann eigi orða bundizt að inna hana eftir, hvers vegna hún hefði nú hugiekki til þess að tala. Þá anzaði hún grafalvarleg að hugrekkið hefði hún öðlazt við það að sjá hann fremja þá flónsku að róa út til álfanna. Áður hefði henni fundizt hann vara svo skelfi- lega vitur. Hann tók þá að íhuga, að frá upphafi höfðu honiun virzt álft- imir vera holdgaðar hugsanir móð- ur hans — til þess að rétta hlut hans. Og hann gat ekki annað en lofað þá undursamlegu vizku að geta verið svolítið flónskulegur. En því lengra, sem þau bar inn í hin þöglu simd, því léttara og ást- úðlegra hjal tóku þau upp. Og þeg- ar hann að lokum tók að lofa ham- ingjuna fyrir að sú kona sem hann unni, hafði þegar heitið hon- run eiginorði, varð hún að nýju að heyja harða baráttu við feimni sína til þess að geta svarað honum. En faðir ungfrúarinnar, gamli riddarinn í kastalanum, hafði um morguninn í rauðabítið sent hrað- boða á bæina umhverfis vatnið og lagt svo fyrir, að enginn maður mætti styggja álftirnar. Hann hafði þegar séð í anda álftaskála, sem hann ætlaði að reisa á eynni og hæna þá að, hann dreymdi um að geta farið á álftaveiðar, er fram liðu stundir, og hann vildi halda hóf, þar sem hann gæti boðið upp á steikta álftavillibráð. En þegar hann frétti um flan dóttur sinnar og heitsveins hennar út á vatnið, stóðst hann ekki reiðari. Hann gekk aftur og fram um vatnsbakk- ann og tautaði og fáraðist yfir heimsku þeirra. Hann velti því fyr- ir sér, hvort hann ætti að gefa þess- um monsiur Birgi bæði motur og mey úr því að hann virtist ekki vera svo beysinn bógur að geta unnið ástir hennar. En þegar hann sá, hvert riddar- inn ungi og dóttir hans reru, eftir að óhappaverkið var framið, flaug honum margt í hug, og hann gat ekki varizt að brosa, þótt reiður væri. Og hann sárþráði ekki fr^m- ar að sjá hvíta fugla sveima um þöglu sundin, en fannst þau, þegar öll kurl komu til grafar, hæfa miklu betur sem hæli fyrir unga hamingju, og kannske hvíldi yfir þeim draumblíð fegurð til þess að karli og konu gæti þar orðið þess auðið að tjá hugsanir sínar lofa hvort öðru ást og tryggð fram í rauðan dauðann. Einar Guömundsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.