Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 14
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6000 hektarar gróins gæðalands voru horfnir út í veður og vind á skemmri tíma en hin forna ætt Haukdæla sat landið. Upphaf friðunar Haukadals. Sigurður Greipsson varð bóndi í Haukadal nokkru eftir lát föður síns, en sá ættleggur hafði búið á jörðinni um langt skeið. Sakir samgönguerfiðleika og til þess að eiga greiðan aðgang að jarðhita flytur hann bæ sinn að hverasvæði Geysis, þar sem hann setti á stofn íþróttaskóla fyrir unglinga. Honum var það mikið áhyggjuefni að sjá, hversu sandurinn ægði jörðinni og sandgárarnir lengdust ár frá ári. Hann hafði ekki bolmagn til þess að hefta svo geisilegar land- skemmdir og hér voru á ferð. Þeg- ar hann hafði leitað til sand- græðslunnar og skógræktarinnar um aðstoð en án árangurs lá ekki annað fyrir honum en annað hvort að láta skeika að sköpuðu og horfa á landið eyðast eða að selja það þeim, sem gæti og vildi friða og græða landið. Maður hét Kristian Kirk. Hann var fæddur 1881 í Harboöre á vest- urströnd Jótlands. Varð hann verk- fræðingur að menntun, fór víða um heim en settist svo að á Jótlandi, stofnaði símafélag og mörg önn- ur fyrirtæki er tímar liðu, og af því varð hann vellauðugur. Hann var kvæntur en barnlaus. Lét hann fé af hendi rakna til margvíslegs þó ekki færi hátt. Öðru hvoru við áramótin 1937 til 1938 voru þeir Kirk og Einar Munksgaard bóksali, sem margir íslendingar kannast við að góðu einu, staddir saman suður við Mið- jarðarhaf. Þar mun það fyrst hafa borið á góma, hvernig Kirk gæti sýnt þakklæti sitt til íslands. Er þeir Munksgaard og Hermann Jónasson, sem þá var forsætisráð- herra, höfðu borið saman bækur Rauðgreni í Haukadalshlíð eftir 6 ára vöxt. Ættað frá Ranafirði í Noregi. sínar um þetta varð það að ráði að gjöf Kirks færi til skógræktar á íslandi. Jóni Sveinbjörnssyni konungsritara var svo falið að koma gjöfinni áleiðis. Snemma í júlí 1938 bað Jón Sveinbjörnsson mig að finna sig niður á Hótel ísland, og þar skýrði hann mér frá því að hann hefði allmikla fjárhæð, sem honum hefði verið falið að ráðstafa til skóg- ræktar á íslandi. Hafði hann helzt hug á að láta girða Þjórsárdal, en þá var verið að ljúka girðingu um dalinn. Bað hann mig þá að benda sér á annan stað, og varð þá Hauka- dalur efst í huga mér af því að skógræktin hafði ekki getað kom- ið til liðs við Sigurð Greipsson þegar hann æskti þess. Af þeim sökum,sem að framan greinir, lét hann landið falt til Jóns kon- ungsritara. Jón Sveinbjörnsson keypti þá um leið þann hluta Tortulands af Kristbergi Jónssyni, er yrði innan hins væntanlega frið- aða lands, og fékk hann jafnframt samþykki Jóns Jónssonar, ábúanda Laugar, til þess að svonefnd Mið- hlíð gæti verið innan girðingar. Gengið var frá kaupunum um sum- arið. Friðunarstarfið hefst. Jón Sveinbjörnsson fól mér nú að láta girða landið strax og því varð viðkomið, og var hafizt handa síðari hluta sumars. Girð- ingin komst upp þótt áliðið væri. Var girt beint úr Tungufljótsbrú í Markagil í Sandfelli, en þaðan er sveigt upþ með gilinu uppfyrir Skotmannavörður. Þaðan er hald- ið í norður upp undir Kistu en síð- an sveigt í austur þegar komið er upp fyrir allar brúnir og girt á flötu landi uns halla fer niður að Tungufljóti. Þaðan er haldið í suð- vestur samsíða fljótinu uns það tekur á sig beygju að girðingunni. Þar er girt í fljótið og það er næg vörn á 2 km kafla niður að brú. Ummál hins friðaða lands er um 16 km, en flatarmálið milli 13 og 14 hundruð hektarar. Af þessu landi er um fimmti hluti örfoka og ógróið land á hálendisbrúninni, og þaðan teygðu sandgárarnir sig niður í brekkurnar. Um fjórði hluti var vaxinn kjarri og smá- vöxnum kræklóttum birkiskógi. Hitt var ýmist lyngbrekkur, loð- víðisbreiður, valllendisbakkar og mýrlendi. Víða leyndust birkiræt- ur í jörð, og hefur skóglendið færst drjúgum út við friðunina. Þegar störfum var lokið haustið 1938 var enn óráðið hvað gert skyldi í Haukadal áður en Kirk af- henti gjöf sína. En um veturinn ákvað hann að leggja fram meira fé til þess að hefta moldfokið og endurbyggja kirkjuna, sem var að falli komin sakir elli, en hún var orðin 96 ára. Að þessu var unnið jöfnum höndum sumarið 1939. Kirkjan var öll viðuð upp að nýju og steyptur sökkull undir hana. Til þess varð að lyfta henni af grunni og grafa niður á fast berg. Þegar undir kirkjuna var komið sást vel hinn gamli grunn- ur hennar frá því að hún brann árið 1362. Var hann nokkru minni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.