Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 18
602 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bréf frá Johanni Sigurjónssyni 1 Landsbókasa/ni eru geymd 30—40 bréf (Lbs. 2495, 4to) frá skáldinu Jóhanni Sigurjónssyni til bróður hans Jóhannesar Sigurjónssonar á Laxamýri. Árið 1945 birtust í jólablaði Lesbókar kaflar úr nokkrum þessara bréfa, og voru þau flest frá skólaárum Jóhanns hér í Reykjavík. Nú birtast hér enn þrjú bréf úr þessu safni, sitt frá hverjum tíma og sitt með hverju móti, en öll gefa þau innsýn í hugarfar skáldsins. — Jóhann lauk 4. bekkjar prófi með góðum vitnisburði vorið 1899. Þá um haustið fór hann utan og ætlaði að nema dýralæknisfræði. — Lauk hann fyrra hluta prófs, en hætti svo og gaf sig alveg að skáldskap. Fyrsta bréfið, sem hér birtist, er skrifað í Kaupmannahöfn 1899 þegar hann er nýkominn þangað, með hugann fullan af öllum þeim nýungum, sem fyrir augu og eyru hefir borið. Annað bréfið er ritað á Akureyri 1908, rétt áður en hann leggur á stað fótgangandi suð- ur Eyfirðingaveg og Kjöi, til þess að kynnast þeim slóðum er Fjalla-Eyvindur dvaldist á í útlegð sinni. En þá var Jóhann með leikritið Fjalla-Eyvind í smíðum. — Þriðja bréfið er skrifað í Kaupmannahöfn rétt eftir að fyrri heimsstyrjöldin skall á og má glöggt finna hvert áfall trú hans á mannkynið hefir beðið við þann atburð. LANDIÐ KVATT Kaupmannahöfn, 5. sept. 1899. HJARTKÆRI bróðir. Hugur minn flýgur heim á leið til fjallanna fögru og fossanna hvítu, en þótt fossar og fjöll laði huga minn heim yfir hafið, þá er þó annað, sem dregur hann meir, það eru vinirnir góðu heima á Fróni. Ég hefi margt og mikið til þess að skrifa þér, því margt hefir á dagana drifið síðan við skildum, og nú fagna ég yfir því að hafa aukið lífsþekkingu mína með því að sigla yfir pollinn, já, seint held ég að sá dagur upprenni, þegar ég ber á brjóst mér og segi: „Bölvuð veri sú stund, þegar ég fyrst lét frá landinu ljúfa, betra hefði verið heima að sitja“. — Hér sést lífið í hreyfingu áfram — líkt eins og kolmórauð á á vordegi streymir mannlífið og að síðustu tæmist það í hafinu mikla og djúpa, dauðan- um. Þegar ég lét frá landi frá Djúpa- vogi, var mér undarlega heitt um hjartaræturnar, gufuvélin stundi hægt og reglulega af erfiðinu, öld- urnar gjálfruðu magnþrota á skips- hliðunum. Það var næstum rjóma- logn og blessuð blíða, sólin sendi hlýja geisla á heitar kinnar mínar, ég hélt á dálitlum blómvendi í hendinni, það voru blóm, sem ég hafði tínt á Djúpavogi, seinustu blómin frá landinu ljúfa. Ég var lagður á stað til þess að kanna ókunna vegu. Dagur og nótt leið; næsta dag sigldum við inn til Færeyja. Sæbrattar eyjar með smá íðilgrænum dalverpum lyft- ust upp úr hafinu, nær og nær færðist skipið, nú sáust stórir hell- ar sorfnir af brimlöðrinu, þarna sá- ust fuglar, þvílíkur urmull, fugl við fugl, næstum eins og í Horn- bjargi..... EG FÓR Á SAFN Langur tími er liðinn, loksins er ég kominn á land í Leith eftir langa útivist og örðuga lendingu; en það líf, rétt eins og í maurabúi, ég er með stúdent einum og ríkum ís- lendingi, sem hefir verið ca. 42 ár í Þýzkalandi. Eg er sá eini, sem get svolítið bablað í ensku og þar af leiðandi verð ég að hafa orðið eðli- lega. Við göngum í gegnum Leith inn í Edinborg og alla leið upp í Princessstreet, þar er fagurt, fjöl- skreyttir blómareitir og aldingarð- ar bjóða útlenda vegfarendur vel- komna, og augun hafa meira verk- efni en þau geta yfir komizt. Nú erum við komnir hjá legsteini Scotts sáluga, það er bautasteinn í lagi, og þá er ekki síður sjónar- verður kastalinn, já, ef íslendingar ættu annan eins á Arnarhóli, sem Helga Vídalín er að festa kaup á hjá þinginu háttvirta heima!!! Sjá Neapel og deyja, stendur í Poli- tikkinni. Það er næstum komið í hart á milli okkar félaganna, ég og þýzki íslendingurinn, við viljum fara inn á safn, en stúdentinn og stúlka ein íslenzk, sem er með í ferðinni, vilja ógjarnan. Já, ég fer þá einn, nú jæja. Svo förum við á safnið. Það var það, sem borgaði sig, allir hlutir, sem nöfnum tjáir að nefna, mættu þar augum vor- um, og innan lítils tíma voru fé- lagar mínir teknir að gjörast þreyttir eftir gönguna og allt erf- iðið, fengu þeir sér þá sæti og hættu að skoða, en ég skoðaði sem óðast. Þar voru öll dýr úttroðin, fílar og nashyrningar, úlfar og ís- birnir, þar voru steingjörvingar frá öllum þeim, sem lifðu þúsundum ára fyrir sköpun heimsins, það er að segja tali biblían og vísindin bæði sannleika. Þarna er steina- safnið, gullklumpar og glóandi gimsteinar og margir aðrir ósjá- legri, og þarna eru búningar og vopn villimanna, gaddakylfur og eiturörvar hanga hjá útskornum mannshausum og illa gjörðum guðamyndum, nei, og sjáið íslenzka skautbúninginn, það er gleðilegt að sjá eitthvað frá Fróni. En hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.