Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 46
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veizíu jbetta? Árið 1670 kom ógurleg flugna- plága í Múnster í Þýzkalandi og borgarbúar kvörtuðu sáran. Þá tók hæstiréttur borgarinnar mál- ið í sínar hendur og stefndi flug- unum fyrir ósæmilegt framferði og til að þola dóm. Engin fluga gegndi kalli og voru þær því allar dæmdar sekar og til út- legðar um 10 ára skeið. Kínverskur drengur, sem fæddist í Chicago 14. september 1927, var skírður „Langflug“ í tilefni af flugi Lindbergs yfir Atlantshaf. Ensk fiskiskúta, sem Columbia hét, fórst í ofviðri í Norðursjó í ágústmánuði 1927 og fórst með henni öll áhöfnin, 20 menn. En svo var það á nýársdag hinn næsta, að togarinn Ventosta (skipstjóri Myhre) var að veiðum á þessum slóðum. Þyngdist drátt- urinn allt í einu óeðlilega mikið, og rétt á eftir kemur Columbia öslandi upp úr djúpinu, með standandi siglutrjám. Skipverjar urðu skelfingu lostnir, en í sömu svifum slitnaði togvírinn og draugaskipið sökk aftur í sjó. Dóttir Shakespeare hvorki að lesa né skrifa. kunni Trúarbragðahöfundurinn Zoro- aster lifði eingönu á osti um 30 ára skeið. Georg I. Englandskonungur kunni ekki stakt orð í ensku. Sólargeislarnir eru 8 mínútur 38 sekúndur á leiðinni til jarðar. Sólin er því ekki á þeim stað. er vér þykjumst sjá hana, hún er komin lengra. Á 18. öld hafði hver þýzkur prins sinn „Prugelknabe“, en það var piltur, sem var alinn upp með prinsinum, og honum var refsað í hvert skipti sem prinsinum hafði orðið eitthvað á. í kirkjugarði í Milano er leg- steinn á leiði manns, sem hét Francois de Civille. Þar stendur að talið hafi verið að hann hafi látist 1562 og þá verið grafinn. En bróðir hans trúði því ekki að hann væri látinn og lét grafa hann upp sex klukkustundum seinna. Lifnaði hann þá við og lifði í 70 ár eftir það. Hann varð 105 ára gamall, og dó af ofkæl- ingu „sem hann fékk vegna þess að hann söng heila nótt ástarljóð úti fyrir húsi ástmeyar sinnar“. Nafnið Manhattan í New York er frá Indíánum komið, en á þeirra máli er það Manna-ha-ta og þýðir Ölvunarbæli. Það kom upp árið 1524, er Giovanni Verr- azzano bar þar að landi og hann veitti Indíánum „eldvatn". Franska nafnið á bókstafnum Q er „queue“, sem þýðir rófa eða hali. Q er ekki annað en O með rófu. En „queue“ er líka haft um sérstakan mannsöfnuð, sem var óþekkt fyrirbæri hér á landi þangað til á stríðsárunum, og hlaut þá nafnið biðröð. Annað orð var til um það áður í ís- lenzku: halarófa. Sögu-Gvendur hjá honum og spurðust þeir fyrst almæltra tíðinda. — Hvernig óx í görðunum þínum í sumar? spurði Guðmundur á Rangá. — Allvel, segir Sögu-Gvendur, og þar kom fyrir eitt það merkilegasta sem ég þekki, með kálvöxtinn hjá mér í sumar. — Nú, var það með nokkrum nátt- úruafbrigðum? spyr nafni hans. — Svo þótti mér, sagði Sögu- Gvendur, því að þar fékk ég eina næpu langt fram yfir náttúrlega eða venjulega stærð, svo að ég vóg hana. — Hvað var hún þung? spyr nafni hans. — Fullkominn burður á tólf hesta; og trúir þú nú þessu, nafni minn? — Víst er það ótrúlegt, segir Rang- ár-Gvendur, að svona stórar næpur vaxi hjá o'kkur í kuldanum. En þó hef- ir þetta nú skeð. — Hefirðu þá þekkt nokkuð annað eins? spyr Sögu-Gvendur. — Já, svarar hinn, þetta er ekki meira en það, sem ég las um nýlega í bók að kom fyrir erlendis. Segir maður svo í ferðabók sinni, að hann kom þar að sem 24 smiðir voru allir innan í eirkatli, höfðu sína járnsleggj- una hver og hömuðust við að berja út bumbuna á honum. En svo stór var ket- illinn, að þótt langt berist hljóðið í málminum, þá varð enginn þeirra ann- ars var. Sögu-Gvendur sat hugsi og segir síðan: — Ja, til hvers ætli þeir hafi ætlað að hafa þennan fádæma mikla ketil, nafni minn? — Skyldu þeir ekki hafa ætlað að sjóða í honum stóru næpuna í Bessa- staðagerði, sagði Rangár-Gvendur. Konan er aðgætin Það var á útsölu. Búðin var geisi- stór, en hún var svo full af fólki að ekki var hægt að snúa hendi né fæti. Lágvaxinn maður brauzt áfram með miklum alnbogaskotum þangað til hann komst að búðarborðinu. Þá and- varpaði hann og þerraði af sér svit- ann. Ung afgreiðslustúlka kemur þar að og segir: Hvað get eg gert fyrir yður? — Æ, blessaðar talið við mig dálitla stund, sagði hann. Eg ætla ekki að kaupa neitt, mig langar aðeins til þess að tala við yður. — Eg skil yður ekki, sagði hún. Eg hefi engan tíma. Hvað langar yður að tala um? — Eitthvað, eitthvað, alveg sama. Eg hefi týnt konunni minni og get ekki fundið hana í þessum þrengslum. En ef eg gef mig á tal við fallega stúlku, þá verður hún ekki lengi að skila sér. •t®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.