Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 26
810 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Rústir Qumrans standa hátt og er djúpt gil öðrum megin. guð gaf að skilja alla leyndardóma í orðum þjóna sinna, spámann- anna“. Þessi prestur kenndi, að dagur dómsins væri í nánd, þeg- ar guð kæmi að refsa hinum rang- látu og umbuna hinum réttlátu. Ýmsar upplýsingar í hinum fundnu handritum benda til þess, að trúflokkur þessi hafi verið stofn- aður seint á annaxri öld fyrir Krists burð. Þá voru miklar viðsjár í land- inu, komin til valda ætt sem ekki var konungborin, og æðstiprestur, sem ekki hafði réttindi til þess. Vegna þessara væringa varð trú- flokki Essena ekki vært í Jerusal- em. Þeir fluttust því út í eyðimörk Judeu og reistu sér byggð þar skammt frá Dauðahafinu. Sam- kvæmt Siðfræðinni rættist þannig það er segir hjá Jesaja (40, 3): ,,Greiðið götu Drottins, ryðjið guði vorum veg í óbyggðinni". Staður- inn, sem þeir völdu sér var langt frá aðalleiðinni um Jórdanardal, og þótt þarna væri eyðimörk, þá var vatnsból hjá Ayn Faskhah, sem er rúmum 5 km sunnar. Þaðan leiddu þeir vatn heim til sín. Liggja vatnsleiðslurnar um klaust- ursrústirnar þverar og endilangar. Voru þar stórir vatnsgeymar og laugar, enda þurftu þeir á miklu vatni að halda. Aðalboðorð þeirra var hreinlæti. Menn voru skírðir í vatni, og daglega áttu þeir að fara í bað, til þess að hreinsa sig af öll- um syndum. Þeir notuðu líka vatn til þess að hreinsa híbýli sín. Á einum stað er langur og mjór sal- ur, en fyrir enda hans hefir verið búr, sem sjá mátti af því, að þar fannst mikið af diskum. í salnum hafa matast alhr í senn, en á eftir hafa þeir skolað salinn með vatni, Essenar fylgdu dyggilega því, sem stendur í Josúabók (1, 8): „Ver þú aðeins hughraustur og harla ör- uggur að gæta þess að breyta eftir öllu lögmálinu, því er Móse þjónn minn fyrir þig lagði; vík eigi frá því, hvorki til hægri né vinstri, til þess að þér lánist allt vel, sem þú tekur þér fyrir hendur. Eigi skal lögmálsbók þessi víkja úr munni þínum, heldur skaltu hugleiða hana um daga og nætur til þess að þú gætir þess að gera allt það, sem í henni er skrifað“. í lögum þeirra stendur: „Aldrei skal verða neitt hlé á því, hvorki nótt né dag, að einhver lesi upphátt lögmálið fyrir öðrum“. Þeir komu sér vel fyrir á þessum nýa stað og bera rústirnar vitni um það. Þarna hefir verið leirkera- gerð, þar sem leirinn var hnoðaður, hreinsaður og blandaður, og þar hafa þeir haft stiginn rennibekk, til að renna leirkerin, alveg eins og gert er enn þar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.