Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 609 er ég að þreyta þig á þessum upp- talningum, hefðir þú bara verið viðstaddur, þá hefðir þú varla setið eins og hin þrjú. Hana nú, nú vill sá þýzk-íslenzki og yngismeyjan með engu móti vera lengur, jú, hún sá sig aftur um hönd, en karl- inn fór, hann þarf endilega að fara að borða. Eftir fjóra tíma fórum við aftur til skips, á leiðinni keypt- um við okkur mjólk og kökur, það voru ljótu kökurnar. Englendingar kunna að sögn ekki að búa til ætar kökur, en myndin, sem ég keypti af Maríu Stúart, hún var betur úr garði gjörð en kökurnar illætu, ég keypti myndina til minnis, og núna stendur hún á borðinu fyrir fram- an mig, hun minnir mig líka ein- mitt á það, að í fangaklefanum hennar Maríu Stúart hitti ég konu, gamla og æruverðuga, hún seldi mér myndina og spurði mig, hvað- an ég væri. Ég sagði sem var. Þá horfði hún á mig litla stund sem steini lostin, en því næst varð hún næsta vingjarnleg og fór að spyrja mig eftir ýmsu að heiman. Ég held að hún hafi búist við að sjá íslenzk- an Eskimóa, en ekki íslenzkan mann, hvítan og þokkalega klædd- an. Við erum komin út á skip fyrir æði stundu, ljósin eru kveikt á landi, ég sit við borðið og styð hönd undir kinn. Ósjálfrátt flýgur mér þessi staka í hug: Það hrífur mig allan að horfa og sjá haföldur löðrandi kapphlaupið þreyta, iðandi ljósöldur landinu frá líkt eins og eldhnettir strendurnar skreyta, lifrauðir eldlogar, ljósgrænir blossar leiftra frá skipum, sem brimlöðrið hossar, örskreiðir brimdrekar hlaupa eftir hafinu hoppandi ljóskerin stíga upp úr kafinu, aldrei ég man eftir annarri eins nótt, ævin er margbreytt, en líður skjótt. Hvaða vitleysa er þetta, ég segi ósatt, það var kvöldið, sem við lág- um fyrir utan, þá varð þessi vísa til, en kvöldið, sem við lágum inni í „dokkunum", fórum við í land og fórum í eina verri götuna í Leith, ég, stúdentinn og einn útlendingur, sem við hittum af tilviljun 1 Leith og dvaldi þar í verslunarerindum. Það var heldur líf í fólkinu, rétt eins og þegar stórir fluguskarar fljúga í loft upp til þess hver að finna maka; stelpurnar hlupu jafn- vel á eftir okkur og meira að segja tóku í förunauta mína, en við sögð- um þeim, að leiðir okkar lægju eigi saman og skildum að svo búnu; von er þó anarkistar geti fundizt meðal ómenntaðra bæjarmanna, þar sem heilir barnahópar ganga berfættir, rifnir og glorhungraðir, en aðrir keyra gulli lagðir í skraut- vögnum og róa í spikinu söfnuðu af annarra sveita; ég fór það snar- asta aftur til skips, ég var farinn að finna til þreytu og hafði fengið nóg til þess að hugsa um fyrstu dagana, það er sárt að horfa upp á glorhungraða, berfætta ræfla, ein- mana á ísköldum steingötunum. ó, OEHLENSCHLAGER! Nú flýgur þú með mér til Hafn- ar, ég er kominn á dýralækninga- skólann, er svo gott sem búinn að fá styrkinn og er í góðu skapi, ég hefi verið að stúdera lífið eins og ég lofaði mér, ef allt gengi vel; ég er á konunglega leikhúsinu, það er leikinn Pálnatóki, sorgarleikur eftir Oehlenschláger. Ó, Oehlens- chláger, Oehlenschláger, hvernig þú bærir mína hjartans strengi, og þú, Pálnatóki, vel sé þér, hrausta, djarfa hetja, þú heiðni maður læt- ur biskupana sér til skammar verða, og konunga gjörir þú að lítil-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.