Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 807 hæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknan á. Þetta er ekki slæleg skýring á til- gangi allra vísinda, að gleðjast yfir furðuleik náttúrunnar og alheimsins, og að reyna að skilja hið dularfulla, svo að vér náum betri tökum á nátt- úrunni og getum á þann hátt bætt kjör vor og þannig tryggt friðinn. (E. A. Milne: „Modern Cosmology and the Christian Idea of God“, 1952) Rafeindin leiðir oss beint í faðm trúarinnar. (Prófessor E. N. da C. Andrade 1947) Menn mega ekki halda að vísindin sé eitthvert safn af staðreyndum sem nota skal til efnahagslegra fram- kvæmda, heldur eru þau eitthvert stærsta átak mannsandans, á borð við listir og trú, í þrotlausri baráttu til þess að finna sannleikann. (Sir Richard Gregory, ritstjóri „Nature") Vísindamaður verður að vera gæddur djúpri innsýn og hugmynda- flugi, því að nýar hugmyndir spretta ekki upp af heilabrotum, heldur af listskapandi hugmyndaflugi. (Max Planck) Guð er bæði skapari og náttúran sjálf, og það er mjög erfitt að skilja hann, en hann er hvorki gjörráður né illgjarn. (Einstein) Það er kunnugt að flestir rithöf- undar og margir vísindamenn — því miður — líta aðeins á efnahagsleg af- rek vísindanna, en forsmá anda þeirra, sjá hvorki fegurð þeirra, né þá fegurð sem þau draga úr skauti náttúrunnar. Sannur menntamaður verður að skilja kjarna visindanna, alveg eins og kjarna listarinnar og kjarna trúarinnar. (Georg Sarton: Life of Science 1948) Fegurri hlið hvers viðburðar birtir heiminum guð. (A. N. Whitehead) Þegar maður hefir lengi leitað að ráðningu á einhverri gátu náttúrunn- ar og heppnast loks að finna brot af ráðningunni, þá kemur hún eins og opinberunar blossi. Hún er ávalt eitt- hvað nýtt, einfaldara og fegurra en maður hefði getað gert sér í hugar- lund. Hér er um að ræða opinberun en ekki ímyndun. Sir Lawrance Bragg, eftirmaður Rutherfords lávarðar hjá Cavendish Laboratory í Cambridge) Það mun erfitt að finna á meðal hinna helztu vísindamanna nokkurn, sem ekki er trúhneigður ... Trú hans er sprottin af brennandi aðdáun á samræminu í náttúrunni . . . og er leiðarstjarna hans í lífi og starfi. Þessi hrifning á óefað skylt við þann innfjálgleik, sem hefir altekið trúar- bragðahöfunda allra alda. ^Einstein) Alheimurinn tekur nú meir að líkj- ast stórkostlegri hugsun ... Hugurinn er ekki lengur eins og hann hafi kom- ið af tilviljun inn í efnisheiminn. Oss er farið að gruna að hann sé skapari og stjórnandi efnisins — auðvitað ekki hugur einstaklingsins, heldur sá hugúr, þar sem atómin, er hafa skapað vorn hug, eru sem hugsanir . . . Vér uppgötum að í alheiminum er skapandi og stjórnandi afl, sem á eitthvað sameiginlegt við vorn eigin huga . . . vér erum ekki lengur fram- andi eða einhver aðskotadýr í alheim- inum, eins og vér höfum haldið. (James Jean: The Philosophy of Physical Science, 1939) Bera ekki allar opinberanir vott um, að til er andi, lifandi, alvitur, aiis staðar nálægur, og að hinn óend- anlegi geimur sé eins og hugur hans, sem skynjar allt og skilur allt til fuUnustu? (Newton) Seinustu 30 árin hafa menn frá öll- um menningarlöndum leitað ráða hjá mér . . . Og af öllum þessum sjúklingum mínum, þeim er komnir voru yfir hálffertugt, var hver ein- asti þjáður af því, að hann hafði ekki trúarlega fótfestu í lífinu. Það er óbætt að fullyrða, að hver einasti veiktist á sálinni, vegna þess að hann hafði misst það, sem lifandi trú hefir um allar aldir veitt þeim, sem henni hafa fylgt. Og enginn þeirra læknað- ist, nema hann gæti aftur öðlast trúna. (Jung, prófessor 1 sálarfræði) Það eru vissir hlutir, sem menn þarfnast nú á tímum, og vissir hlut- ir, sem menn verða að forðast. Menn þurfa að hafa brjóstgæði og einlæga ósk um að mannkynið geti orðið far- sælt; menn þurfa að hafa þrá til þekk ingar, og ákvörðun um að forðast ginnandi hjátrú, mannkynið þarfnast umfram allt öruggrar vonar og sköp- unargleði . . . Og hjálpræðið er afar einfalt og gamalkunnugt, það er svo einfalt að ég fer hjá mér að nefna það, af ótta við að háðfuglar muni hlæa að mér. Það sem ég á við — og afsakið að ég nefni það — er kærleik ur eða brjóstgæði. Ef þú ert gæddur þessu, þá hefir líf þitt tilgang, þá hef- irðu leiðarvísi um hvemig breyta skal og þá hefirðu hugrekki, en það eru nauðsynleg skilyrði heiðarlegs lífs. (Bertrand Russel) Allir virðumst vér hafa samband við það sem er að baki hins sýnilega heims, á einn eða annan hátt . . . Og meðal sumra vitmanna eru tilraun- irnar að skilja alheiminn, hin örugg- asta leíð til þess að komast í sam- band við guðdóminn. (F. H. Bradley) Nokkrir óheimspekilegir stærðfræð ingar hafa neitað því, að Frumorsök sé til, en sannir heimspekingar játa því, eins og vel þekktur rithöfundur sagði eitt sinn: Fræðari bamanna skýrir þeim frá guði, en Newton sýnir vitringunum hann . . . Guðleysi er löstur fáeinna skynsamra manna, hjátrú löstur heimskingjanna. (Voltaire) Öll viðleitni til þess að gera sér mynd af Guði í huganum er vottur um furðulegan barnaskap. Vér get- um ekki fremur gert oss grein fyrir honum en vér getum gert oss grein fyrir elektrónunni. . . . Hins vegar er hugmyndin um Guð hrein hugmynd, líkt og hugmyndin um kraft eða orku, og þarfnast þess ekki að hún sé gerð sýnileg, enda er það ókleift. Hún þroskast annað hvort ósjálfrátt fyrir kraft innsæis, orðalaust og óháð skynsemi, og er þá nefnd opin- berun, ellegar þá hún sprettur hægt og hægt í jarðvegi skynseminnar . . . Efunarmaðurinn og guðleyslnginn virðast ekki láta þá staðreynd trufla sig hið allra minnsta, að allur hinn lífræni heimur verður óskiljanlegur án tilgátunnar um Guð. (Lecomte du Noúy)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.